Vikan - 19.11.1981, Síða 17
I
dyrnar opnast hægt og hægt. Þar fyrir
innan stóð Katja, náföl og vesældarleg.
— Hvernig fer kona að því að ganga
virðulega út af dömuklósetti í návist
herramanns? spurði hún mjóum og titr-
andi rómi.
Þegar Hultén lögreglufulltrúi kom í
dyrnar stundu síðar, stóðu þau í faðm-
lögum. Katja titraði sem lauf í vindi og
Jonas strauk hár hennar og vaggaði
henni í örmum sér.
— Tarna var óvænt sjón! sagði
Hultén þurrlega. — En óneitanlega er
þetta i rétta átt.
Katja barðist við að ná valdi á sér, en
hún réð ekki við skjálftann.
— Ég veit ég er hlægileg, hvíslaði
hún. — En farðu ekki frá mér, Jonas!
— Nei, ég skal ekki fara frá þér, taut-
aði hann.
6. kafli.
T ÓKST ykkur að ná í þrjótana? spurði
Jonas.
— Annan þeirra, svaraði Hultén lög-
regluforingi. — Þennan, sem kallaður er
Stickan. Hinn komst undan.
Þau stóðu enn á ganginum fyrir
framan kvennasnyrtinguna.
— Hinn er ennþá verri, er það ekki?
— Þeir eru báðir bölvaðir skúrkar.
En Berra er líklega hættulegri. Hann er
líka erfiðari viðureignar, þar sem hann
er ekki eiturlyfjaneytandi sjálfur. Hann
notfærir sér bara neyð annarra. En nú
sýnist mér ungfrúin hafa þörf fyrir hvíld
og ró. Vilt þú taka hana að þér, Callen-
berg? Ég hef samband við ykkur í fyrra-
málið.
Jonas kinkaði kolli. — Komdu, Katar-
ina. Komdu með afa gamla. Þeir vita
ekki, hvar ég á heima núna, svo að mín
íbúð er öruggari sem stendur.
Hann hafði ósjálfrátt sagt Katarina,
enda minnti hún um fátt á heimsdöm-
una Kötju, þar sem hún stóð hnípin og
nötrandi. En það var eins og hún áttaði
sig, þegar hann nefndi nafn hennar.
Hún rétti úr sér, dró andann djúpt, og
nú var hún aftur hin glæsta Katja fram í
fingurgóma.
— Hvernig er baðherbergið hjá þér?
— í fullkomnu lagi. Ég á meira að
segja bæði sápu og handklæði. Hreint
handklæði. En aðeins einn tannbursta,
og hann lána ég helzt ekki, ef þér væri
sama.
— Hvort mér er! Tannbursta, greiðu
og kodda mundi ég aldrei lána nokkrum
manni sjálf. En hvernig var það aftur
með Hemingway? Notaði hann ekki
þvottapoka í stað tannbursta? Ég hlýt að
mega taka Hemingway mér til fyrir-
myndar.
— Fínt! Og ég skal muna þetta með
koddann. Ég kem með minn eigin þegar
ég heimsæki þig næst.
Svo flýtti hann sér að bæta við, áður
Framhaldssaga *
en hún gat skotið til baka: — Mér er það
sönn ánægja að fá nú endurgoldið þér'
alla þá gestrisni, sem þú hefur sýnt mér.
Hún brosti þakklát. — Og ætlarðu að
standa við það, sem þú lofaðir fyrr í
kvöld? Að ég geti verið óhrædd?
— Algjörlega! Hvað heldurðu eigin-
lega, að ég sé? Villidýr?
Svo skellti hann upp úr. — Já, alveg
rétt, það gerirðu einmitt. En ég fullvissa
þig um, að ég er gjörsamlega meinlaust
villidýr. Stórt, trygglynt villidýr, sem
nýtur þess að eiga vináttu hvítu konunn-
ar.
Hlátur hennar var þvingaður, og
næsta spurning hennar kom gjörsam-
lega flatt upp á hann.
— Áttu nokkra kunningja?
— Kunningja? Hvað f ósköpunum
...? Tja, ég á reyndar nokkra kunn-
ingja. Flestir þeirra eru flugmenn eins og
ég. Strákar, sem vinna hjá sama félagi,
og reyndar ýmsir aðrir í faginu. En ég á
enga nána vini. Hvað með það?
— Eiga nokkrir þeirra heima í ná-
grenninu? Sem þú hefur hitt í gær eða
dag? Eða hringt í?
— Nei, svaraði hann steinhissa. —
Nú skil ég ekki, Katja. Hvers vegna
spyrðu um þetta?
Hún reyndi að slaka á. — Nei, það
var ekkert.
— Viltu, að ég hringi í einhvern
kunningja minna? Viltu fá einhvern
þeirra sem siðgæðisvörð?
Hún hrökk við. — Nei! Fyrir alla
muni ekki! Jæja, við skulum koma.
Hann dáðist að viljastyrk hennar.
Hann var sannfærður um, að Hultén
lögreglufulltrúi hafði ekki merkt annað
en að hún hefði fullkomið vald á sér.
Tilsýndar var hún róleg, en þreytuleg,
en höndin, sem hélt krampakenndu taki
um hans, kom upp um líðan hennar.
Jonas reyndi að veita henni styrk, en
hann fann glöggt, hversu mjög þessir at-
burðir höfðu fengið á hana.
Hann vissi, að þessar síðustu mínútur,
sem hún hafði orðið að biða eftir hjálp-
inni, hlutu að hafa verið nánast óbæri-
legar. Læst inni á örlitlu klósetti, þar
sem aðeins þunn hurð skildi á milli
hennar og tveggja óbótamanna, sem
einskis svifust og mátu mannslíf ekki
meira en jörðina, sem þeir gengu á.
Jonas furðaði sig á þvi, að hún skyldi
yfirleitt standa upprétt eftir þetta skelfi-
lega taugaálag.
Katja sleppti ekki hönd hans á leiðinni
niður í lyftunni. Jonas vissi, að traust
hennar til hans átti sér dýpri rætur en
eftir þetta eina kvöld. Og hann var stolt-
ur. Stoltur yfir því, að hún skyldi hafa
valið hann til að vernda sig. Hann
minntist þess, að i fimm ár hafði hún séð
um sig sjálf, ein og óstudd, án þess að
hafa nokkurn að halla sér að. Þar til
núna. Bara að hann reyndist trausts
hennar verður. I V
Framh. í næsta blaði. Lj
Kiðlingopels-
jdkkar og kópor
i Orvdi
STÆRBÍR: 36-46
vm mm kh zeoo
DT&. Va - fcmgST A 6 MÁN ■
TELSINN
WtÚUtWLÍ S 2ÍV6Ö
OPlÞ bé AUA DA&A
lAU&ARDAbA FRA KL/OiZ
47. tbl. Vlkan X7