Vikan


Vikan - 19.11.1981, Qupperneq 24

Vikan - 19.11.1981, Qupperneq 24
Texti Sigurður Hreiðar og Michael Alcott ÆTTARSETRIÐ — á sér raunveru- lega fyrirmynd Islendingar hafa alltaf verið hrifnir af þeim sem fara sínar eigin leiðir, hafa skoðanir og eru ekki feimnir við að fara eftir þeim og berjast fyrir þeim. Þeim er heldur ekki móti skapi að menn spjari sig og komist til eigna og valda þótt þeir séu „bara” venjulegt fólk. Það er því ekki undur þótt aðal- persónurnar í sjónvarpsþáttunum „Ættarsetrið”, Audrey fforbes-Hamilton og Richard DeVere, hafi fundið hljóm- grunn meðal íslenskra kunningja — gegnum sjónvarpið. Margir eru að vísu spældir yfir því að Ættarsetrið varð til að þoka því kostu- lega Löðri til hliðar um sinn, en von- andi kemur Löður aftur og ekki skaðar að hvila það lítið eitt. Það er heldur ekki ótæmandi; þrýstihópar i Bandaríkjunum hafa nú fengið því áorkað að hætt er að filma Löður; það þykir siðspillandi og dónalegt. Enda er þar talsvert um mann- lega náttúru, ekki örgrannt um að menn séu vegnir, og til þess að bíta höfuðið af skömminni er svertinginn Benson gerður svo mannlegur og viðkunnan- legur að stór hætta getur verið á að það gleymist hvernig hann er á litinn. Eigi skal gráta Björn bónda Audrey fforbes-Hamilton í Ættarsetr- inu er bresk útgáfa á okkar gömlu og góðu valkyrjum, svo sem Auði djúp- úðgu og Ólöfu ríku og ef til vill fleiri kvenkostum sem ekki voru á því að láta dusilmenni kveða sig í kútinn. Hún neyðist til að selja ættarsetrið sitt — sem raunar er þó ættarsetur mannsins hennar sáluga. Að vísu er gefið í skyn að farið hafi fé betra heldur en maðurinn hennar, henni þótti að minnsta kosti óþarfi að gráta þann Björn bónda. Hitt var verra, að hann skildi konu sína eftir í þvílíkri skuldasúpu. að ekki var annars úrkosti en selja ofan af henni setrið. Kaupandinn er Richard DeVere, nýríkur matvælaheildsali, af pólskum ættum. Ekki líkar Audrey alls kostar við hann og yfirfærir á hann gremju sína yfir því að hrekjast af setrinu. Raunar hrekst hún ekki langt, því hún sest að í starfsmannahúsi þar á eigninni og er þar af leiðandi i stöðugu kallfæri við nýja eigandann. Og henni þykir ekki vanþörf á að senda honum tóninn endrum og eins — svo hann láti ekki eignina drabbast niður meðan hún er að sækja í sig veðrið til að komast yfir hana á ný, því það ætlar hún sér. Richard á hinn bóginn spyrnir við fótum og reynir eftir bestu getu að vera sjálfstæður og sjálf- um sér nægur. En þar er við ramman reip að draga á móti Audrey og móður Richards, sem báðar eru harðskeyttar og ákveðnar og staðráðnar í að láta hann ekki komast upp meðmoðreyk. Það er Penelope Keith sem leikur Audrey. Penelope er enginn nýgræðingur í leikarastétt, en er líklega þekktust fyrir leik sinn sem Margo i gamanþáttum BBC, The Good Life. Peter Bowles leikur Richard. Hann hefur líka mikla leikreynslu, þannig að þessi tvö eru þekkt og vinsæl í sínu heimalandi. Lifandi fyrirmyndir Sjónvarpsþættirnir voru teknir upp I Sommerset. Þar er til lítið þorp, sem heitir Cricket St. Thomas. Þetta þorp er allt ein eign. Eigandinn er fyrrverandi fasteignasali, John Taylor að nafni. Hann á mág, sem heitir Peter Spence, og það er einmitt sá sem skrifaði þessa þætti. Peter Spence fylgdi einmitt þeirri gullnu reglu að skrifa um hluti sem hann þekkti. Hann hafði búið í Cricket St. Thomas í þrjú ár þegar hann settist við að semja Ættarsetrið. Enda hafa íbúar þorpsins fylgst með sjónvarpsþáttunum af sérstökum áhuga. „Þeir hafa verið önnum kafnir við að þekkja raunveru- legt fólk og atburði í því sem fram kemur í þáttunum,” segir Penelope Keith. „Og mér er sagt að þeir hafi fundið býsna margt.” Og sagan um setrið, sem er selt nauðungarsölu, og eigandann, sem sífellt stílar á að eignast það aftur, á sér líka fyrirmynd í Cricket St. Thomas. Árið 1963 neyddist ekkjan, sem eignina Penelope Keith, sú sem leikur Audrey fforbes-Hamilton, var áður þekktust fyrir hlutvork Margo í gamanþáttunum The Good Life. Þar sýnir hún allt aðra kvenímynd heldur en þó, sem hér kemur fram, en það leynir sér ekki að hér er hin mesta valkyrja á ferðinni og ekki hoiglum hent að standast henni snúning. Peter Bowlos, sá sem leikur nýríka matvörugróssórann, sem kaupir setrið hennar á nauðungaruppboði, er sjólfur ekki nema nýlega nýríkur. Hann hefur lengst af orðið að láta sér nœgja aukahlutverk og langtímum saman verið atvinnulaus. Það var raunar ekki fyrr en í Ættar- setrinu sem hann sló í gegn. Þessi þættir urðu þogar í stað svo vinsælir í Bretlandi að ákveðið var að gera aðra þáttaröð — og hana fáum við Islendingar raunar að sjá í beinu framhaldi af þeirri sem nú er verið að sýna hér. En Ættarsetrið varð honurrt ærið stökkbretti, svo síðan hefur hann getað valið sór hlutverk að oigin geðþótta, bæði fyrir sjónvarp og á ieiksviði. — Ekki vitum við nafnið á eiginmanni Penolópu, sem er lögreglu- maður að starfi, en oiginkona Peters er leikkonan Susan Bennett. 24 Vikan 47. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.