Vikan


Vikan - 19.11.1981, Page 26

Vikan - 19.11.1981, Page 26
Texti:Þórey Ljósm.: Ragnar Th Blómahengi Þeir sem ánægju hafa af blóma- rækt eiga sjaldnast nóg af potta- hlífum og hengjum. Úr því má bæta á nokkrum kvöldum. Kaupið gróft garn (hnýtingagarn, hamp, snæri, seglgarn og svo framvegis) og grófa heklunál, nr. 6 og yfir. Komið ykkur síðan í þægilegar stellingar í sófahorni og hefjist handa. Þegar þið hafið gert nægi- lega mörg blómahengi fyrir ykkur sjálf má alltaf reyna að troða af- urðunum upp á vini og ættingja. Vafningshnútur Flatur hnútur Hnýtt hengi Takiö sex bönd og hafið þau um það bil tvisvar sinnum lengri en hengið á að vera. Festið böndin saman með vafningshnútum (undir botninn). Skiptið síðan þráðunum og hnýtið tvo og tvo saman með venjulegum rembi- hnút, skiptið síðan aftur og hnýtið aðra tvo og tvo saman þannig að úr verður eins konar net. Þé er tekið til við að hnýta böndin. Hnýtt er utan um böndin tvö og tvö sem hanga upp úr „netinu" meðflötum hnút, alltaf í sömu átt, þannig að bandið snúi upp á sig. Athugið að hafa böndin sem hnýtt er með nægilega löng, um tvisvar til þrisvar sinnum lengri en hengið á að vera. Trékúlur eru síðan þræddar upp á miðböndin um miðja vegu og hnýtt áfram. Þegar böndin eru orðin hæfilega löng eru búnar til lykkjur úr þráðunum og þeir festir kirfi- lega með vafningshnút. Kúlur eru síðan bundnar neðan í og hengiö er tilbúið. 26 Vikan 47. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.