Vikan


Vikan - 19.11.1981, Blaðsíða 40

Vikan - 19.11.1981, Blaðsíða 40
TexthÞórey Ljósm.: Ragnar Th. Lagrain og Jóhanna á Ijúfu augnabliki. .. en jómfrú mun koma" U m aldir hafði lifað í Frakklandi svohljóðandi sögn: „Kona mun verða Frakklandi að falli, en jómfrú mun koma og frelsa Frakkland, hún mun koma úr beykiskógi, klædd karlmannsfötum.” Jómfrú þessi var Jóhanna frá Örk. Nemendaleikhús L.t. frumsýndi þann 8. nóvember leikrit sem fjallar um þessa merkiskonu, eina af örfáum sem fengið hafa nafn sitt skráð á spjöld sögunnar. Leikritið eins og það birtist á sviðinu i Lindarbæ er byggt á leikgerð Berlinar Ensemble á verki þýsku leikkonunnar önnu Seghers. María Kristjánsdóttir leikstjóri og nemendur fjórða bekkjar L.l. umsömdu verkið og löguðu það að leikhópnum sem aðeins telur átta manns. Leikarar og leikstjóri kynntu sér sögulegan bakgrunn Jóhönnu og ævi hennar. örfá atriði úr öðrum leikritum um Jóhönnu hafa og verið fléttuð inn í verkið. Leikritið er saga Jóhönnu eins og hún birtist nútímakonu i draumi eða öllu heldur martröð. Nútímakonan er nafn- laus en gengur í gegnum verkið með risatuskubrúðu eða ófreskju og tekur auk þess að sér ýmis „hlutverk” i martröðinni. Saga Jóhönnu af Örk segir af viðskiptum hennar við ólíka karlmenn og mismunandi karlmannavald. Hún er ung stúlka heima i þorpinu sínu þegar heilagur Mikjáll talar til hennar og boðar henni að hún skuli frelsa þjóð sína undan valdi Englendinga og fá Karl V krýndan konung. Til þess að ná fram fyrirætlun sinni brýst hún undan valdi föður síns, yfirgefur mannsefni sitt og kljáist við hermenn og embættismanna- vald. Stærsti hluti verksins fjallar um réttarhöldin yfir Jóhönnu í Rouen 1431 og byggist sá þáttur mjög á réttar- skjölum úr máli hennar. Leikmynd og búninga verksins hannaði Guðrún Svava Svavarsdóttir en nemendur sáu sjálfir um smíðar og saumaskap undir hennar stjóm. Tónlistina við verkið samdi Hjálmar H. Ragnarsson og lýsingu annast David Walters. Leikendur eru fjórði bekkur L.í. Þetta síðasta ár í skólanum sækja nemendur ekki kennslustundir heldur reka Nemendaleikhúsið og beita í því sambandi þeirri þekkingu og þjálfun- sem þeir hafa aflað sér á fyrri árum. Leikritið um Jóhönnu frá Örk er fyrsta verkefnið af þremur i vetur. Eins og sjá má af myndum er þetta mjög lífleg uppfærsla sem einkennist af mikilli leikgleði og fjölhæfni efnilegra leikara. 40 Vikan 47. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.