Vikan - 19.11.1981, Blaðsíða 45
Höfundur: Viktor A. Ingólfsson Teikn.: Anna Ólafsdóttir Björnsson
Við og svo
þessir
hinir
Þetta byrjaði víst allt á þvi að ég hitti
hann Bjössa Karls á barnum>á laugar-
dagskvöldi fyrir nokkrum mánuðum.
Bjössi er einn af þessum náungum ...
ja, þú veist sem hætta í skóla í síðasta
lagi eftir verslunarpróf og gerast síðan
annaðhvort bíla- eða fasteignasalar. Já,
og stundum opna þeir líka tískuverslanir
af þeirri gerðinni sem ekki fer á höfuðið,
en í öllu falli eru þeir búnir að byggja
yfir sig einbýlishús fyrir þrítugt og þá
venjulega á þessum stöðum þar sem
lóðarverðið er í hámarki.
Það er þessi manngerð sem fer aldrei í
framleiðslustörfin og mundi til dæmis
aldrei fara um borð í fiskibát eða togara
nema til að selja sjómönnunum inn-
fluttar gallabuxur, í heildsölu auðvitað.
Þessir náungar brjóta svo til aldrei lögin
og þá sjaldan sem það skeður þá er það
óvart enda eru það yfirleitt þeirra mál
sem týnast í möppunum eða fyrnast.
Það er á jæssu meðfædda peningaviti
sem þeir lifa og þá auðvitað á kostnað
okkar hinna, vesalinganna sem þrælum
og stritum en eignumst aldrei aur. Við
erum líka svo mikil börn að viö eigum
þetta skilið.
Jæja! Þá veistu nákvæmlega
hverslags náungi hann Bjössi Karls er og
þá er best að ég kynni sjálfan mig.
Ég er bara trésmiður, tuttugu og átta
ára gamall, með konu og tvö börn og
það þriðja víst á leiðinni. Hérna áður
fyrr ætlaði ég mér meir í lífinu en eftir
að hafa eytt tveimur árum í að falla
þrisvar sinnum í þýsku I Tækniskól-
anum var markið bara sett á þriggja her-
bergja íbúð í Breiðholtinu. Eftir tveggja
ára þrældóm uppi við Sigöldu varð það
aö veruleika og nú er draumurinn lítið
en snoturt einbýlishús í Mosfellssveit-
inni.
Já! og það var þarna kvöldið sem ég
hitti hann Bjössa á barnum í Þórskaffi.
Ég hafði verið að vinna við uppslátt á
einbýlishúsi I Arnarnesinu, fyrir annan
af sömu gerð og Bjössi, til klukkan tíu
um kvöldið og þar sem konan hafði farið
með krakkana, austur fyrir fjall að heim-
sækja tengdaforeldrana, notaði ég tæki-
færið og skrapp út á lifið. Auðvitað
ekkert á kvennafar því ég komst að þvi
fyrir löngu að svoleiðis er ekki fyrir mina
manngerð. Það eina sem ég hef afrekað
á því sviðinu um ævina var að ná I
Röggu konuna mína. Að vísu hef ég
heyrt illar tungur segja að þar sem
Ragga hafi verið komin með krakka,
hann Nonna litla, sko, þegar við kynnt-
umst, hafi hún bara tekið mér til að
þucfa ekki að standa ein í baslinu. Það er
auðvitað vitleysa því Ragga er næstum
jafnhrifin af mér og ég af henni. Svo er
hann Nonni litli ágætur og ég tek hann
alltaf með mér á völlinn því við erum
báðir með fótboltadellu. Að vísu fór
hann að líta dálítið stórt á sig eftir að
hann komst i A-liðið í fimmta flokki
Leiknis og vann síðan í getraununum.
Ég þótti vel liötækur í boltanum fyrir
vestan, þar sem ég ólst upp, en hins
vegar hef ég aldrei haft meira en fimm
rétta þótt ég sé með tvo seðla en Nonni
bara einn.
Ég var víst að segja frá því þegar ég
hitti hann Bjössa Karls þarna í Þórs-
kaffi. Við Bjössi vorum saman i gaggó í
gamla daga og svo setti ég upp fyrir
hann eldhúsinnréttingu, fyrir nokkrum
árum, þegar hann byggði í Stóragerðinu.
Ég er nú hálfsár út i hann síðan. Það var
sko þannig að við sömdum um ákveðið
verð fyrir verkið gegn því að hann gæfi
það ekki upp til skatts. Svo eitt kvöldið,
þegar ég var aö verða búinn, þá bauð
hann mér upp á glas og þegar ég var
orðinn smákenndur bað hann mig að
skrifa undir kvittun fyrir fullt verð, sem
hann sagðist ætla að sýna konunni sinni
til að geta stungið undan peningi til að
eyða á hádegisbarnum. Hann var sko
opinn þá og Bjössi var dálítið blautur
eins og hann er reyndar enn. Nú, þar
sem við erum gamlir skólafélagar þá
fannst mér auðvitað sjálfsagt að gera
þetta fyrir hann en haldiði ekki að hann
sendi mér um næstu áramót á eftir
launaseðil samhljóða kvittuninni. Þegar
ég svo talaði við hann þóttist hann
ekkert muna og sagðist bara geta gert
sína skattskýrslu samkvæmt því sem
hann hefði svart á hvítu í sínu bókhaldi
og ég sat svo uppi með minna en ekki
neitt fyrir vinnuna þegar ég var búinn að
borga skattinn.
„Nei! Blessaður, gamli,” sagði Bjössi
þegar ég hitti hann á barnum í Þórskaffi.
Ég tók nú frekar dræmt undir, svona til
að láta hann vita að ég væri ekki búinn
að fyrirgefa honum, en hann lést ekki
taka eftir neinu.
„Má ekki bjóða þér upp á sjúss?”
spurði hann en áður en ég gat svarað var
hann búinn að panta tvo tvöfalda viskí á
barnum.
„Það er alltaf jafngaman að hitta
gamla skólafélaga," sagði Bjössi svo
þegar sjússarnir voru komnir og við
búnir að skála.
„Hvernig hefurðu það annars, hélt
hann svo áfram, „og konan og börnin?”
„Þetta er alltaf sama baslið,” svaraði
ég, „og konan ...”
„Heyrðu!” greip hann fram í fyrir
mér. „Komdu með að borðinu mínu. Ég
er með nokkrar laglegar hnátur þar.”
Á leiðinni trúði hann mér fyrir því að
hann væri búinn að skilja við kerling-
una, eins og hann orðaði það, og byggi
nú í æðislegri piparsveinaíbúö á Flyðru-
grandanum.
„Ekta playboy líf,” hvíslaði hann svo
og gaf mér olnbogaskot, þvi nú vorum
við komnir að borðinu.
Það var alveg rétt hjá honum. Það
voru þrjár býsna laglegar stúlkur við
borðið. Við Bjössi settumst og hann fór
auðvitað að daðra við skvísurnar. Ég
hafði mig hins vegar lítið í frammi,
nema þegar Bjössi var búinn að fara
tvisvar að dansa þá kunni ég ekki við
44 Vikan 47. tbl.
Smásaga
annað en að bjóða einni þeirra upp en
hún þurfti þá að fara á klósettið.
Þegar klukkan var orðin rúmlega tvö
heimtaði Bjössi að við kæmum öll heim
til hans í partí. Liðið auðvitað dreif sig á
stað, tróð sér inn í leigubíl og renndi
vestureftir.
Bjössi hafði haft rétt fyrir sér, þetta
var klassapiparsveinaíbúð. Flottar
innréttingar og svaka hljómflutnings-
græjur. I einu stofuhorninu var svo
fullkominn bar með öllum vín- og
sígarettutegundum. Lítill ísskápur undir
barborðinu var fullur af blandi og
sterkum bjór.
„Þú býrð bara þolanlega,” sagði ég og
reyndi að leyna aðdáuninni í röddinni.
Bjössi bara glotti og blandaði asna
handa kvenfólkinu en við fengum okkur
viskí.
„Ég fæ þetta allt á góðum prís,”
hvíslaöi hann að mér glottandi.
Ég varð auðvitað eitt spurningamerki
í framan en hann sagði bara: „Was du
nicht weiss, macht dich nicht heiss,”
og svo blikkaði hann.
Ég var engu nær, þrífallinn í þýsku,
og hváði.
Bjössi hugsaði sig um en sagði síðan
hikandi: „Ef þú ekki veist, þá verður þér
ekki heitt,” og svo bauð hann mér vindil.
Við sátum í rólegheitum við drykkj-
una og það var ekki fyrr en fóru að
heyrast einkennileg hljóð út úr svefn-
herberginu að ég fattaði að Bjössi var
horfinn með eina stelpuna. Ég vissi
auðvitað strax hvað um var aö vera en
að sjálfsögðu lét ég sem ekkert væri. Að
vísu datt mér í hug að það gæti verið
gaman að fikta eitthvað við aðra píuna
sem eftir var, en þær voru búnar að
kveikja á myndsegulbandinu hans
Bjössa og voru á kafi í einhverju „Skon-
rokki” á milli þess sem þær fylltu á
glösin.
Eftir hálftíma kom Bjössi aftur fram
með píuna og var nú bara klæddur
ferlega skrautlegum slopp, einhverju
japönsku eða svoleiðis.
Stelpurnar voru nú orðnar fullar og
farnar að vera með læti svo Bjössi gafst
upp á þeim og hálfpartinn sendi þær
heim. Mig bað hann hins vegar að vera
áfram og drekka með sér því hann
sagðist aldrei vera í jafnmiklu stuði til að
detta i það og þegar hann væri nýbúinn
að þú veist og svo blikkaði hann.
Við sátum áfram og drukkum og
Bjössi varð dálítið fullur. Ég hins vegar
þoli mikið og var sæmilega skýr. Við
töluðum heilmikið um bisness, það er að
segja Bjössi sagði frá og ég hlustaði. Að
vísu skildi ég ekki allt sem hann var að
tala um en það var heilmikið um tolla,
álagningu og svoleiðis, en ég fattaði þó
að hann var ansi klár í þessum bransa.
Loksins hallaði hann sér aftur á bak í
sófanum og skálaði í botn.
„En það alklárasta sem ég hef tekið
mér fyrir hendur er hvernig ég útvega
mér brennivínið, bjórinn og það allt.”
„Blessaður segðu mér frá því,” bað ég.
Bjössi fór á barinn og fyllti á þegjandi.
Þegar hann kom aftur sagði hann: „Það
er svo sem ókei ef þú segir engum frá
því, alls engum. Sverðu það?”
Ég auðvitað sór og sárt við lagði.
Bjössi hikaði en byrjaði svo: „Það var
fyrir rúmu ári að ég var með heilmikil
47. tbl. Vikan 45