Vikan


Vikan - 19.11.1981, Page 63

Vikan - 19.11.1981, Page 63
Pósturini! Led Zeppelin og fleiri Halló Póstur. Ég er hér með nokkrar spurningar sem mig hefur lengi langað að fá svör við. 1. Hefur verið sýnd hér kvikmynd sem heitir The Song Remains the Same og er með Led Zeppelin? 2. Hvar og hvenær var hún sýnd? 3. Hvenær komu Led Zeppelin hingað og héldu hljómleika? 4. Veistu heimilisföng hjá aðdáendaklúbbum Led Zeppel- in, Deep Purple og Jethro Tull? Mér finnst Vikan skemmtilegt blað en gætuð þið ekki haft meira af poppskrifum í blaðinu (og helst myndir með)? Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. Ein Led Zeppelin fan. Umrædd mynd mun hafa verið sýnd í Austurbæjarbíói fyrir um tveimur árum. Led Zeppelin komu hins vegar hingað til lands árið 1970 og héldu tónleika í Laugardalshöllinni eitt fagurt júníkvöld við fádæma undir- tektir yfir fimm þúsund áheyr- enda. Deep Purple komu síðan árið eftir og léku á sama stað. Pósturinn hefur undir höndum utanáskrift aðdáenda- klúbbs Deep Purple: Deep Purple-Fan-Club Thomas Meyer Markt 16-18 P.O.Box 1141 D-2257 Bredstedt Deutschland Hins vegar tókst Póstinum ekki að grafa upp utanáskrift hinna. í staðinn má reyna að skrifa til út- gáfufyrirtækjanna sem gefa plöturnar þeirra út. Heimilis- fangið er oftast á plötuumslög- unum. Einnig er starfandi í Noregi alþjóðlegur umboðs- klúbbur fjölmargra aðdáenda- klúbba. Utanáskrift: Fan-Club Service Norway P.O. Box 140 4401 Flekkefjord Norge Skrifaðu á Norðurlandamáli eða ensku og taktu fram hvaða hljómsveitum þú hefur áhuga á. Kauptu síðan alþjóðleg svarmerki á pósthúsinu fyrir svona 10-20 kr. (fyrir frímerkjum) og sendu með. Og enn á ný. Ef lesendur vita um aðdáendaklúbba þessara hljómsveita þá skal Pósturinn góðfúslega birta utanáskriftina. Sú horaða er alltaf að stríða mér Ómissandi Póstur. Ég er feit og klunnaleg. Mig langar til að þú segir mér hvort ég þjáist af minnimáttarkennd eða það sé bara vitleysa. Nú byrjarsagan: Ég er í 8. bekk og það er stelpa sem er alltaf að stríða mér. Hún heitir . ... oger mjög horuð. Hún fær mikið af krökkum I lið með sér og er alltaf að ráðastá migog... þú veist. Ég á vinkonu sem segir mér að taka I hana og hefna mín því að ég sé að verða óþolandi með henni og líka heima. Ég viðurkenni líka að ég er brjáluð á taugum. Þú verður að láta hina virðulegu HELGU slappa af svo hún éti ekki bréfið því ég verð að fá svar. Ein óþolandi. P.S. Og helst fjótt því að ég er að verða vitlaus. Póstinum þykir mjög leiðinlegt að heyra að til séu krakkar sem hafa unun af því að stríða öðrum. En þú gerir ekki rétt í að láta þetta hafa svona mikil áhrif á þig. Pósturinn er viss um að þessi horaða yrði sigri hrósandi ef hún vissi að sér hefði tekist að eyðileggja vina- samband þitt og vinkonu þinnar. Og eins að þú skulir vera orðin óþolandi heima hjá þér. Þú átt einmitt að gera þveröfugt, láta eins og þetta hafi engin áhrif á þig, hlæja bara að þessu. Þá missa þau fljótt áhugann á að stríða þér. Það er ekkert gaman að stríða fólki sem ekki tekur það alvarlega. Þú átt að reyna að skilja að það er merki um vanþroska að stríða öðru fólki. Sú horaða hefur sjálfsagt einhverja þörf fyrir að stjórna öðrum og vera fyndin. Og hún hefur af einhverjum ástæðum valið þig sem fórnarlamb. — Reyndu að vorkenna henni, hugsaðu um hvað þú átt gott að vera ekki svona eins og hún. Upp með húmorinn!! Ný komið Portúgölsku hvítgylltu svefnherbergissettin. Dönsku borðstofuhúsgögnin Mjög hagstætt verð. Borð og 6 stólar frá kr. 6.640.- Borðstofuskápar verð frá kr. 2.750.- Greiðsluskilmálar. Frí heimsending á Reykjavíkursvæði. 47. tbl. Vikan 63

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.