Vikan


Vikan - 29.04.1982, Page 14

Vikan - 29.04.1982, Page 14
Oiðastliðin l'immtán ár hafa átt sér stað miklir þjóðflutningar i Evrópu. Menn frá Suður-Evrópu, Norður-Afriku og Asíulöndum þyrptust til Norður- og Vestur-Evrópulanda. Þar bauðst þeim atvinna og lífsviðurværi sem var betra en á heimaslóðum. Iðnveldin þurftu vinnuafl en i Tyrklandi, Júgóslaviu, Marokkó, Alsir, í Pakistan, Indlandi, Vestur lndium og víðar rikti og ríkir enn mikið atvinnuleysi og eymd. Verka- menn tóku að streyma norður í leit að betri framtíð. 1 fyrstu komu karlmenn .oft einir en síðan sendu þeir eftir fjöl- skyldum sínum þegar þeir höfðu komið sér fyrir. Núna er alda þjóðflutninganna gengin yfir. Vesturlönd geta ekki lengur boðið innflytjendum atvinnu. í löndunt Efnahagsbandalagsins rikir geigvænlegt atvinnuleysi og félagslegum vanda- málum af ýmsum toga fer fjölgandi. Ráðamenn þessara landa reyna að skrúfa fyrir innflytjendastrauminn, en jafnvel þótt það takist geta þeir ekki horft fram hjá þvi að nú þegar eru i löndunum um 4,5 milljónir barna, 25 ára og yngri, af „annarri kynslóð" inn- flytjenda. Þar er um að ræða börn þeirra erlendu verkamanna sem til Vestur- Evrópu hafa leitað. Ýmist eru þessi böm fædd í nýja landinu eða hafa flust þangað á unga aldri. Um 200 þúsund börn fæðast innflytjendum að meðaltali á ári. Um einn fjórði hluti barna i Svíþjóð er af erlendum uppruna. Tals- maður Alþjóða vinnumálastofnunar- innar álítur að eftir um 15-20 ár verði þriðja hvert barn I Vestur-Evrópu af útlendu foreldri. Margvísleg vandkvæði hafa skapast vegna þessa. Sérfræðingar hjá Alþjóða vinnumálastofnuninni tala um að „félagsleg tímasprengja” tifi nú í Vestur- Evrópu. Framtíð ungmennanna virðist fremur dökk og mörg þeirra eru föst i vitahring kynþáttafordóma, tungumála- erfiðleika, fákunnáttu og atvinnuleysis. Þegar börn innflytjenda hefja skyldu- nám lenda þau oftast i skólum þar sem meirihluti nemenda er af útlendu bergi brotinn og því eiga þau oft óhægt með að læra tungumál fósturþjóðarinnar. Þeim gengur því illa að læra að lesa og þar af leiðandi dragast þau aftur úr í öðru námi. Mörg börn hætta námi snemma og talið er að um 50 þúsund Tyrkir í Vestur-Þýskalandi hafi hætt námi áður en grunnskóla lauk. Fyrir vikið eiga börn innflytjenda yfirleitt Fórnarlömb þjóöfíutn- inganna erfitt með að fá vinnu. Atvinnuleysið meðal ungs fólks af erlendum uppruna er töluvert meira en nteðal innfæddra. 1 Svíþjóð er atvinnuleysi fjórum sinnum algengara meðal' innflytjendanna en ungra Svia. Ungir innflytjendur verða fyrir barðinu á kynþáttafordómum og misrétti hvar og hvenær sem er. Vegna kynþáttarins fá þeir siður vinnu, þeim er kennt um atvinnuleysið og húsnæðis- vandann og verða oft fyrir aðkasti i strætisvögnum og á götum úti. Margir innflytjendur, sem flúið hafa ofsóknir i heimalöndum sinum til hinna frjáls- lyndu og frelsiselskandi vestrænu þjóða, verða bitrir og vonsviknir þegar þeir mæta engu minna hatri og skilningsleysi í sínum nýju heimkynnum. Múhameðstrúarmönnum gengur oft mjög erfiðlega að aðlagast siðum og lifnaðarháttum á Vesturlöndum, þar sem uppeldishættir eru allir aðrir og frjálslegri. Einkum bitnar þetta á konum ogstúlkum. Múhameðstrúarmenn halda í heiðri gamlar venjur sem boða undir- gefni kvenna i hjónabandinu og þjóð- félaginu. Foreldrar leyfa stúlkum ekki að umgangast pilta á sama hátt og vestrænir foreldrar. Þeir vilja fá að ákveða mannsefni stúlknanna, likt og tiðkast í heimalandinu, og dæmi eru urn að stúlkur hafi verið teknar úr skóla þegar þær hafa náð kynþroskaaldri. A tímum sívaxandi kvenréttinda I Vestur- Evrópu er staða innflytjendakvennanna í hrópandi mótsögn við það sem tíðkast. Þetta eykur mjög á einangrun þessara kvenna og gerir þeim ókleift að laga sig að nýja landinu. Oft á tiðum orsaka ólík viðhorf foreldra og barna sundurlyndi í fjölskyldum og börnin flytja ung að heiman. Lífið i fátækrahverfum stórborganna. þar sem flestir innflytjendur setjast að, er víða ömurlegt. Fólk af hinum ýmsu kynþáttum heldur hópinn. Mörg börn sækja einnig skóla þar sem þau fá kennslu í móðurmálinu, sögu, trúar- brögðum og menningu ættlandsins. Þetta veitir sumum þeirra öryggi en verður jafnframt til þess að þau umgangast innfædda minna en skyldi. Innflytjendurnir ungu reyna á margan hátt að skapa sér sess í sam- félaginu. KJæðnaður þeirra er oft sambland af leðurjökkum, gallabuxum,- túrbönum og sjölum eða öðru því sem tilheyrir þjóðlegum klæðnaði föður- landsins. Þeir fara oft hópum saman um göturnar, spilandi rokktónlist. En þegar 14 Vlkan 17-tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.