Vikan


Vikan - 29.04.1982, Page 31

Vikan - 29.04.1982, Page 31
I Opnuplakat Hljómsveitin á fullu svingi i Broadway. hennar, Flying Colours, var i fyrra gefin út hér á landi af Spor-útgáfunni og á þorranum kom hér út hjá sama fyrirtæki safnplata sem kölluð er Rokkað með Matchbox. Sú plata kemur einungis út á íslandi og inniheldur 14 fjörug lög, þar á meðal Midnite Dynamos, Over The Rainbow, Rockabilly Rebel og Marie, Marie. Platan hefur undanfarið verið meðal þeirra söluhæstu hér á landi samkvæmt lista DV. Matchbox hafa oft komið fram i sjón- varpi í Bretlandi. Þeir hafa ferðast viða um heim, til dæmis til Frakklands, Þýskalands, Ástralíu og Bandarikjanna að ógleymdum Norðurlöndum en þar og sérstaklega í Finnlandi njóta þeir feiki- vinsælda. Þeir sem séð hafa og eða heyrt Matchbox geta borið um að þarna eru á ferðinni sérlega fjörugir náungar. Mestöll tónlistin er ný, en samin i anda gömlu laganna. Hún er grípandi og hressileg og ætti að geta komið öllum í gott skap. I ■ Matchbox áritar plötur sínar i verslun í Reykjavik. söngur, Fred Poke, bassi, Jim Redhead, trommur, Dick Callan, gítar, saxófónn, söngur. Steve Bloomfield, sem er aðallaga- smiður hljómsveitarinnar, ákvað á miðju siðasta ári að hætta að koma fram opinberlega með Matchbox og einbeita sér að lagasmiðum. Hann kom því ekki > hingað en Dick Callan hafði tekið við stöðu hans. í ársbyrjun 1982 tilkynnti hljómsveitin að Fred Poke bassaleikari . myndi snúa sér alfarið að framkvæmda- stjórn og nýr bassaleikari hefði verið ráðinn í hans stað en nafn hans er því miðurekki kunnugt. Fyrsta lag Matchbox sem sló í gegn var Rockabilly Rebel árið 1979. Það fór víða um heim hátt á vinsældalista. Rockabilly Rebei er titillag fyrstu breið- skífu Matchbox. Siðan hefur hljóm- sveitin oft komið við á vinsældalistunum i heimalandinu og víðar. Síðasta plata 17. tbl. ViKan 31

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.