Vikan


Vikan - 29.04.1982, Side 45

Vikan - 29.04.1982, Side 45
Erlont Glæpir sem aldrei voru framdir Ómögulegt morð Roskinn kaupsýslumaður vildi gjarnan að unga konan hans og litlu börnin þeirra nytu góðs af því að hann hafði ára- tugum saman borgaö iðgjald af líf- tryggingunni sinni samviskusamlega. Sá hængur var þó á að ef menn frömdu sjálfsmorö féll bótarétturinn niður. Þess vegna undirbjó hann eigið „morð”. Hann lagði skrifstofuna sína þess vegna í rúst, þar til ekki stóð steinn vfir steini, dró skúffur út, dreifði blöðum út um allt. Hann braut armbandsúrið sitt og tók af sér dýran hring, tók alla penihgana úr veskinu sínu og fleygði leðurtöskunni sinni út í horn. Hann sló harkalega með krepptum hnefa í vegginn, eins og hann hefði hitt í hausinn á andstæðingi sínum. Síðan skaut hann tveim kúlum i vegginn. Þriðju kúlunni skaut hann í höfuðið á sjálfum sér. Hann ætlaöi að láta lög- regluna halda að þjófur hefði drepið hann og hefði ætlað að láta það líta út sem sjálfsmoró þar til hann hefði flúið af hólmi. Likskoöarinn lét blekkjast i um það bil fimm sekúndur en þá lýsti hann því yfir að hann teldi þetta vera sjálfs- morð. Lögreglumennirnir voru efins. Var ekki hugsanlegt að morðingi hefði beint hendi hans með byssunni aó höfði hans og skotið hann? „Reynið bara að ná byssunni úr hendinni á honum,” sagði læknirinn. * Fingur ttjannsins voru vandlega skorðaðir um skeftið. Þetta tilfelli er þekkt sem ná-krampi (cadaver spasm) og verður aðeins á dauðastundinni. Það er öruggt merki um sjálfsmorð þó ekki sé hægt að vera viss um að um morð sé að ræða þegar krampinn finnst ekki. Ofnhilla og ofnhtff Finnst þér erfitt að nýta veggplássið fyrir ofan ofninn? Ertu hræddur um að börnin meiði sig á ofninum. Ef svo er þá er hægt að leysa vandamálin eins og sýnt er hér á myndinni. Hillan nýtist vel undir blóm, myndir, bækur eða hvað isem er. Grindin felur ofninn og setur skemmtilegan svip á herbergið um leið. Prjónar þú mikið? Þegar prjónað er úr Ijósu garni verður það fljótt skítugt. Ráð við því er að setja hnotuna í poka og loka opinu þannig að þráðurinn komist auðveldlega í gegn. & Enginn möguleiki er á að falsa þennan krampa af því fingur fórnarlambsins er ekki hægt að þvinga saman. Lögreglan kom fljótlega auga á peningahlið málsins og á klósettinu fann hún þrjá sundurrifna tíu dollara seðla og karlmannshring. 17. tbl. Vikan 45

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.