Vikan


Vikan - 29.04.1982, Page 50

Vikan - 29.04.1982, Page 50
Eldhús Vikunnar Óvenjulegt góðgæti Avocado-ábætir Fyrir átta manns: 8 eggjarauöur 3/4 lítrar mjólk 8 matarlímsblöð 4avocado-ávextir salt, pipar Tilreiösla: Þeytiö eggjarauðurnar I skál. Sjóðið mjólkina og hellið yfir rauðurnar. Látið allt í pottinn aftur og hitið við stöðuga íhrærslu í fimm mínútur, án þess að sjóði — annars eyðileggst allt. Matarlímsblöðin, sem áður hafa legið í bleyti í köldu vatni, sett saman við blönduna í pottinum og allt síðan látið renna i gegnum sigti. Afhýðið avocado-ávextina, helmingið þá og fjarlægið kjarnana. Leggið þrjá helminga til hliðar, þjappið hinum í mauk sem blanda skal saman við þaðsem fyrir er í pottinum. Bragð- bætið með salti og pipar. Hellið um það bil helmingi kremsins í meðalstóra, ferkantaða glerskál og látið hana standa í ísskáp í 15 til 20 mínútur. Bútið helmingana þrjá niður að vild, dreifið yfir kremið í skálinni og hellið síðan afganginum af kreminu yfir. Látið skálina standa 45 mínútur í viðbót í ísskápnum góða. Leggið álhimnu yfir skálina til að avocado- ábætirinn upplitist ekki. Ábætissneiðarnar má bera fram ásamt tómatmauki: Afhýðið fjóra tómata, stappið þá í mauk, saltið og piprið. Hrærið saman við matskeiðaf ediki og þrem af ólífuolíu. Súkkulaðibúðingur 5 matarlímsblöð 6 eggjarauður 125 grömm sykur 3 rúmar matskeiðar kakó 1/2 vanillustöng 1/8 lítri m jólk 3/8 lítrar þeytirjómi 1 matskeið muldar pístatsjóhnetur 1 appelsína 15 maraschinókirsuber Tilreiðsla: Bleytið matarlímið upp og strjúkið svo vatnið af því. Hrærið saman eggja- rauðum, sykri, kakói og vanillu. Látiðsuðuna koma upp á mjólkinni og 1/8 lítra af rjómanum|og blandið saman við eggjarauðu- kremið. Setjið skálina í heitt vatn og hrærið áfram í 5 mínútur. Blandið matarlíminu saman við og látið kólna. Blandið mestum hluta stífþeytts rjómans saman við allt áður en þaðstirönar, geymiðsmávegis rjóma til að skreyta. Látið standa tvo tíma í kæli. Hvolfið síðan súkkulaðiþúðingnum úr forminu. Skreytið með rjóma, kirsuberjum, hálfum appelsínusneiöum og hnetumulningi. Fyrir þá sem þola má bera fram eggjalíkjör sem sósu. Hindberjasúrmjólk 1/2 lítri af súrmjólk 12 matarlímsblöð 150grömm sykur eða annað sætt 1/2 lítri stöppuð hindber rauður matarlitur Tilreiðsla: Leysiðupp matarlímiðsamkvæmt kúnstarinnar reglum. Blandið saman súr- mjólk og hindberjum, bætið út í matarlíminu og bragðbætið allt með sykrinum. Skiptið blöndunni í fjórar skálar eða glös og látið stirðna. Berið fram með rjóma, mjólk eða vanilluís. Marenskökur með súkkulaðiís og rjóma 3eggjahvítur 200 grömm sykur 1 matskeiðedik 1 pakki súkkulaðiís (1/2 lítri) 1 teskeið vanillusykur (eða samsvarandi) 4 ananasskífur eða aðrir ávextir, til dæmis kiwi, ferskjur eða vínber) Tilreiðsla: Stífþeytið eggjahvíturnar. Sáldrið sykrinum saman við og þeytið áfram. Hrærið loks ediki saman við. Setjið blönduna í sprautupoka með tenntum stút. Sprautið litla ferninga á smjörpappír sem lagður er yfir bökunarplötu (sjá mynd). Sprautið smátoppa umhverfis röndina. Látiö bakast í heitum ofni við lOOgráður, um þaðbil eina klukkustund. Losið marenskökurnar mjög varlega, rennið kökuspaða undir þær og látið þær kólna. Búið til ískúlur með þar til gerðu áhaldi (eða skerið ísinn í ferninga með heitum hníf) og setjið á kökurnar. Skreytið með stíf- þeyttum rjóma, sykri og ávöxtum. 50 Vlkan 17. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.