Vikan


Vikan - 04.11.1982, Blaðsíða 20

Vikan - 04.11.1982, Blaðsíða 20
 ist hála veginn en hún krosslagði fingurna og sagði „já, því fariö þið ekki” — hún ætlaði aö vera heima með barnið, þvo sér um hárið og lesa. Hún veifaði til þeirra í kveðju- skyni og fékk sting í hjartastaö, þegar hún sá þá í skærgulu regn- göllunum, en svo lét hún renna í bað og reyndi að gleyma þeim. Daisy þagöi. Sara smurði kremi framan í sig, settist í stóran hægindastól við gluggann og byrj- aöi að lesa bók. Þaö var hljótt og hún naut þess að heyra ekki til umferðarinnar og anda að sér hreinu lofti. Hún var eirðarlaus svo aö hún gekk um gólf í stóra svefnherberg- inu og skoöaði vatnslitamyndir af O’Connors-börnunum. Þau voru öll jafnalvarleg og ljós yfirlitum. Síöan leit hún inn í fataskáp Deirdre O’Connor og henni leiö líkt og lítilli stúlku sem er að fikta í fötunum hennar mömmu sinnar. Deirdre O’Connor, eiginkona skólastjóra. Sara fór í bleika tvíd- dragt, sem var afskaplega sveita- leg, og setti á sig ljósan stráhatt. Hvítur hattur og hvítir skór og allt var í sómanum. Hún gretti sig framan í spegilinn sem var innan á huröinni. Hún hrökk við þegar henni varð hugsað til þess hvernig það hefði veriö aö lifa lífi þessarar konu, heilli kynslóð á undan hennar. Sara skammaðist sín og henni fannst allt í einu að hún væri aö ’-eyna að horfa inn í sál annarrar manneskju. Hún fór úr fötunum og setti þau á sinn staö. Þegar hún var að ganga frá skónum í efstu hillunni sá hún stóran pappakassa. Það hafði veriö handsápa í honum og kass- inn ilmaði enn af sápu. I kassanum voru allir þessir hlutir sem fjölskylda vill geyma. Gamlar myndir teknar úti í garði, myndir af O’Connors-hjónunum í hlægilegum stuttbuxum sem þau notuðu á ferðalögum. Undir þeim voru bréf sem ekki voru bundin saman meö bleikum borða eða einhverju álíka heldur hafði verið sett venjuleg teygja til aö halda þeim saman. Þau duttu á gólfið og þegar hún tók þau upp gat hún ekki stillt sig um aö líta í þau til að vita hvort þetta væru ástarbréf. Þetta voru ástarbréf. Bréf frá Peter O’Connor til Deirdre. Þau voru skrifuð á stríðstímum frá Indlandi. Þau voru orðin snjáð og varla læsileg í brotunum og blek- ið tekið að fölna. En skilaboöin komust enn á sinn stað. Þetta minnti hana á eina af svarthvítu bresku kvikmyndunum frá þess- um tíma. Kannski voru þau við- kvæmnisleg á nútíma mælikvaröa en þau voru sönn, heiöarleg og ekta. Innileikinn var slíkur að hún fór að gráta þar sem hún sat í sloppn- um á gólfinu. Þetta var eitthvað sem þau höfðu glatað — kannski höfðu þau eignast félagsskap, jafnrétti og sameign í staðinn — en hérna, á þessum gulnuðu síð- um, sá hún hvað hana skorti eöa þau. Astin mín— Davidson var að spyrja mig hvers vegna ég skrifaöi þér svona oft. Mér virtist hann öfunda mig. Satt að segja held ég aö viö höf- um stundum talað of mikið, liggj- andi í þessu fáránlega rúmi sem líkist svo lítið bekknum meö rauð- köflóttu ábreiðunni sem ég sef nú á. Samræðurnar eru aðeins hluti þess sem ég sakna — og þá á ég ekki við kynlífið eingöngu. Eg sakna þess að vera ekki ná- lægt þér daglega heldur innan um þef af lyfjum og dauöa. Ég sakna þess að fara ekki á fætur með þér á hverjum morgni og kvarta und- an veðrinu eða fréttunum, tala um börnin, rista brauðið, hlusta á út- varpiö, þræta — já, jafnvel þess sakna ég! Sannleikurinn er sá aö ég er allur hluti af þér og þú af mér, svo að hver einasta skyrta, sem ég fer í, minnir mig á að þú pakkaðir niður fyrir mig. Það er enska prúðmennskan og þú sem ég sakna nú. Eg er í lægö tilfinningalega séð. Ætli við endum ekki allir á ein- hverri skrifstofunni? Eg sit hérna við tjörnina og finn hvað þaö er freistandi að gefast upp, segja sjálfum sér að láta undan, leyfa heiminum að dilla sér eins og hann vill; en þá sé ég þig fyrir mér, ástin mín, og þú brosir þessu heilbrigða, kaldhæðnislega brosi og segir mér að taka mig á og veröa maðurinn sem þú elskar— maðurinn sem elskar þig svo óstjórnlega heitt. Kysstu börnin frá mér. Meira á morgun. Peter. Daisy bærði á sér og vældi. Sara hitaði dós með barnamat og gaf henni aö borða. Hún flýtti sér aö klæða sig og fór í gallabuxur og bolaðvanda. Bíllinn ók að húsinu. Synir henn- ar hlupu rjóðir í vöngum inn. Fjöllin voru svo dásamleg, hún varð aö sjá þau. . . Hún sagðist ætla að gera þaö á morgun. A morgun. James var votur en ánægöur. Hann þurrkaði sér um hárið með diskaþurrku. „Gastu hvílt þig í dag, ástin mín?” spurði hann og kyssti hana á hálsinn. „Já, ég. ..” Nei. Þetta gæti hún aldrei sagt honum. Hún yröi aö reyna að lifa lífinu betur hér eftir. „Eg puntaði mig alla. Sérðu þaö ekki?” „Gott hjá þér. Eg vissi að þú þurftir að fá að vera í friði. Eg þekki þig betur en þú þekkir sjálfa þig” Hann hellti í glas handa sér og annaö handa henni, án þess að spyrja hvort hana langaði líka í. „Auövitað gerirðu það,” sagði hún og tók við glasinu sem hann rétti henni með votum en kunnug- legum höndum. LS rmi BílasDrautun sf. Auóbrekku 53 Kópavogi Sími 44250 Alhliöa bílasprautun Lakkbökun Almálun Blettun Vönduö vinna unnin af fagmönnum 20 Vikan 44. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.