Vikan


Vikan - 04.11.1982, Síða 27

Vikan - 04.11.1982, Síða 27
Crass: Christ — the Album Útg. Crass Records Kristur — hljómplatan er fjórða LP-plata Crass. Þetta eru tvær plötur í hulstri sem minnir á hulst- ur utan um stór söfn af klassík. I hulstrinu er stór veggmynd þar sem má m.a. sjá Thatcher, Reagan og Brésnef í miður virðu- legum stellingum. Þar er einnig bæklingur með tveimur löngum ritgerðum um anarkisma, hippa, pönkara og önnur þjóðfélagsmál. Þar eru líka textarnir. Önnur platan er stúdíóplata, tekin upp í eigin stúdíói Crass, Southern Studios. Inn á milli lag- anna er skotið lesnum textum úr fjölmiðlum, m.a. heyrist í Thatch- er. Hin platan er hljómleikaplata, tekin upp að mestu á 4 rása segul- band. Þessi gripur er bein árás á meðvitund þess sem hlustar á eða les. Neytandinn er settur upp að vegg með ógnvekjandi staöreynd- um, staðhæfingum og frásögnum, allt í mjöganarkískumanda. Enda heitir bæklingurinn sem fylgir plötunni „A series of shock slogans and mindless token tant- rums”, sem er illþýðanlegt, en t.d. eitthvaö í þessa áttina: „Safn slagorða og hugsunarlausra fullyrðinga”. Lögin fjalla um kjarnafjölskylduna, sjónvarpið, kvennakúgun, styrjaldir, oi-oi, eða Skinheadshreyfinguna í Bret- landi og margt fleira. Skinheads eöa skallarnir í Englandi fá slæma útreiö. Crass gagnrýnir þá fyrir hugsunarlaust ofbeldi. I því lagi eru einnig gagnrýndir fyrrverandi pönkarar og sagt aö pönkið verði alltaf tónlist alþýöunnar, sama hvað hver segir. Hugmyndir Crass um áðurnefnd efni eru mjög róttækar og alls ekki hugsunar- laus slagorð, og líklegt er að þær hristi mjög upp í þeim sem lesa textana. Crass eru örugglega þekktustu og einbeittustu anar- kistar sem nú eru uppi og aðeins þess vegna er platan mjög áhuga- verð. Aö manni læðist sá grunur aö hefðu þeir verið uppi fyrir svo sem 30—40 árum hefðu þeir gefið út bækur eða samið leikrit og að þeir velji pönkið aðeins vegna þess aö þannig telji þeir sig ná til flestra. Anarkismi CRASS vegur bæði að sósíalistum og hægri mönnum. Fyrir þeim er allt yfirvald slæmt. Þeir eru hins vegar á móti ofbeldi og leggja sig í líma við að sýna fram á aö ofbeldislausar baráttu- aðferðir séu þær bestu. Einnig telja þeir stéttaskil óþörf og skaðleg og vilja ekki greina á milli yfirstéttar og lágstéttar í áróðri sínum. Þarna skilur mjög á milli þeirra og marxista sem telja of- beldi illa nauðsyn í stéttabarátt- unni og aö þjóðfélagiö skiptist í tvær stéttir sem engan veginn geti lifað saman til frambúðar. En Crass telja sem sagt að fólk þurfi aðeins að meötaka boðskap anarkismans um stjórnleysi og frið og veröa anarkistar en þar skipti stéttaskil engu máli. Þetta kann að virðast undarlegt í ljósi þeirrar miklu áherslu sem CRASS leggja á baráttu og andstöðu gegn yfirvöldum af öllu tagi. Ég hef fjallað svona mikið um pólitíkina vegna þess að hún er mikilvægasta framlag CRASS. Tónlistin er líkt og undirleikur við pólitíkina. Hún er hörð og gróf pönktónlist. Líklega búast margir við að á CRASS sé því sem næst ómögulegt að hlusta en því fer fjarri. Tónlistin á Christ — the Album er töluvert áhugaverð. Þaö mundi þó ekki skaða neinn ef frumleiki tónlistarinnar nálgaðist meir frumleika í pólitískri hugsun. Til frekari ábendingar má geta þess aö hægt er aö hlusta á a.m.k. aðra plötuhliðina í lotu án þess að þreytast. I heild má segja aö CRASS sé einstakt fyrirbrigði í poppinu. Þeir eru fyrst og fremst anarkist- ar og svo tónlistarmenn. Einhver myndi segja að það kæmi niður á tónlistinni en líklega er CRASS ekki aö hugsa um 1. sætið á vinsældalistanum. Í3 Halogen aukaljós Sætaáklæði i úrvali Teppi í bíla i m2 Aukamælar í bíla Mælitæki t. bila Hleðslutæki 5Omm kerrulásar og kúlur Lyklahringir og gearhnúðar Áttavitar og hitamælar Álímdir listar og borðar Krómhringir og hjólkoppar Kveikjuhlutir Rúllu-öryggisbelti Bilstólar (sérpantaðir) Upphækkunarhringir og klossar i flesta bíla Leöursportstýri i flestar gerðir lólksbila og jeppa. Skiðagrindur Flauturi úrvali Ökuhanskar A urhlífar úr gúmmí Bílaryksugur 12V o.fl. o.fl. Síöumúla 17 Sími 37140 Pósthólf 5274 125Reykjavík Hjólatjakkar 1.5 og 2 tonn 44. tbl. Vikan *7

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.