Vikan


Vikan - 04.11.1982, Síða 37

Vikan - 04.11.1982, Síða 37
fyrsta verkefnið á starfsárinu. Texti: Jón Baldvin Ljósm.: Ragnar Th. Freygerður Magnúsdóttir sér um búningana. Viðar Garðarsson Ijósa- og hljóð- maður leikhússins. Fyrsta stórverkefniö var Fjalla- Eyvindur eftir Jóhann Sigorjóns- son, frumsýnt 21. janúar 1922. Leikfélag Akureyrar hefur á 65 ára ferli sínum sett á sviö 186 leikrit, þar af er þriðjungur íslensk verk. Auk þessa hefur Leikfélagið staðið fyrir leikritum í útvarpi og sjónvarpi. Það er eng- an bilbug að finna á leikhúsfólki á Akureyri og nú hefur enn veriö lagt á brattann meö sýningu Atómstöðvarinnar eftir Halldór Laxness í leikgerð Bríetar Héðinsdóttur sem jafnframt er leikstjóri. Sigurjón Jóhannsson hannar leikmynd og búninga og Ingvar Björnsson lýsinguna. Þrír leikarar, sem útskrifuðust úr Leiklistarskólanum í vor, hafa verið ráðnir til Leikfélagsins. Ragnheiður Tryggvadóttir er fastráðin en Kjartan Bjargmunds- son og Arnór Benónýsson ráðnir í Atómstöðina. Einnig hefur verið fastráðinn ljósa- og hljóðmaður fyrir húsið. Gamla leikhúsið hefur svipaðan tæknibúnað og Alþýðu- leikhúsið og Iðnó en stendur tals- vert að baki Þjóðleikhúsinu og því sem þekkist í öðrum löndum. Ljósaborðið er til dæmis 20 ára og handstýrt en í fullkomnari leikhúsum hafa tölvur tekið að miklu leyti við stjóm þeirra. Síðast en ekki síst veröur aö nefna að Leikfélagið hefur ráðiö nýjan leikhússtjóra. Hún heitir Signý Pálsdóttir og nam leikhúsfræði í Kaupmannahöfn á árunum 1971— 1975. Auk þess aö stjórna leikhúsinu er hún höfundur barna- leikritsins, Siggi var útisemverður á fjölum Samkomuhússins í vetur. Leikritið er mjög dularfullt því það er byggt á því sem Signý hefur getað komist að um refa- rannsóknir sem eru í gangi. Inn í fléttast tískubransinn, hjálp í viðlögum, stjörnufræði og fleira. i W 44. tbl. Vifcan 37

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.