Vikan


Vikan - 04.11.1982, Side 43

Vikan - 04.11.1982, Side 43
Ellefti hluti hennar íbúö og þeir vildu ekki að hann gleymdi því eitt andartak. Muhlen hershöföingi tottaði vindilinn sinn hugsi, var ekki leng- ur aö reyna aö egna fyrir Heidel. Því hershöföinginn sat, næstum dvergvöxnum Heidel hafði einnig verið boðið sæti og þunglamalegur gervileðurstóllinn bar hann ofur- liði og umlukti hann eins og til að halda honum uppréttum. Það var dæmigert fyrir Heidel að velja einmitt þennan stól þegar minni stólar voru fyrir hendi í ofhlaðinni skrifstofunni oghefðubetur hentað honum að stærð. Hann var fárán- legur að sjá og fætur hans náðu ekki niður á gólf en hershöfðinginn gerði enga athugasemd. Ef Heidel þurfti á þessum stól að halda til að finna til sín var honum velkomið að fá hann. Heidel skorti kannski kímni og ímyndunarafl en hann kunni að vinna verkefni vel. Þeir voru komnir þangað sem ekki varð aftur snúiö. Það var orðiö of seint að leita að göllum. Hershöföinginn yppti öxlum, hreyfingin sagöi margt hjá svo óálitlegum manni. „Duncan er þá tilfinningalega í gildru. Það ætti að duga að halda stúlkunni. Cor- bett má aldrei komast að þessu.” Heidel hlustaði, hörkuleg, lítil augu hans viku aldrei af Muhlen, þröngir nasavængirnir kipruðust stöku sinnum þegar Muhlen band- aði með vindlinum og reykurinn barst til hans. Hann skildi að hers- höfðinginn var aldrei þessu vant ekki að reyna að espa hann upp. Þetta mál var of viðkvæmt fyrir illkvittni. ,,Þó hefurðuáhyggjur af einhverju?” „Á þessu stigi hef ég áhyggjur dag og nótt. Ég var aö vona að Bandaríkjamenn yrðu búnir aö fást við Duncan með einhverjum árangri. Þeir gerðu honum bara gramt í geði. Ég get ekki virt óskir Corbetts nema að vissu marki. Um leið og einhver vafi leikur á verður Duncan að fylgja hinum.” Þungar brúnirnar sigu. Hann veif- aði vindlinum óþolinmóður. „Ég færi daginn aftur fram. Bretarnir bölva mér, en viö erum vanir gagnslausum skömmunum frá þeim. Ég vil að þessu ljúki sem fyrst. Og notaðuhvaða tæki sem til þarf til að hreinsa til í London. Þetta er ekki tími til að spara.” Austin Allegroinn bar skráning- arnúmer frá Irska lýðveldinu. Fremri platan var hvít meö svört- um stöfum, alþjóðlega viðurkennd litasamsetning, aftan á var skær- rauð plata og á skottinu stóö skýr- um stöfum IRL. Eftir þessu var tekið síðar og einhver mundi jafn- vel eftir hluta númersins, síðustu stöfunum, ZB. Cork-umdæmi. Ef satt skal segja var þetta óþörf varkárni. Bíllinn ók upp aö hjúkrunar- hælinu og ökumaðurinn dró húf- una yfir andlitið þegar hann fékk sér blund, hvíldi höfuðiö á sætis- bakinu. Farþeginn klöngraöist út með risastóran rósavönd sem hann hélt hátt á lofti. Hjúkrunar- kona, sem mundi eftir honum síðar, minntist þess að hafa bros- að með sjálfri sér þegar hann gekk gegnum anddyrið; þetta var dæmigert fyrir karlmann, að láta ekki blómvöndinn vísa niður svo safinn næði til blómanna. Hins vegar földu þau andlit hans full- komlega. Hann fór upp með lyftunni, full- vissaði sig um að hún væri auð áður en hann steig inn. Fyrirmæl- in, sem hann hafði hlotið, auðveld- uðu honum að finna stofu frú Duncans. Dyrnar stóöu opnar, því heitt var í veðri, og hann gægðist inn áður en hann fór inn. Þegar inn var komið lét hann rósirnar síga og lokaði á eftir sér. Smellurinn vakti gömlu konuna sem hafði dottað. Þunn augnalok- in titruðu, hún opnaði auj*un og bandaði æðaberri hendinni að manninum. „Það er of heitt,” nöldraðihún. „Opnaðudyrnar.” „Ég ætla að setja þetta frá mér fyrst.” Hann brosti til hennar, ekki sérlega sannfærandi, og lagði blómin á borðiö viö vegginn. Hún horfði á hann, hreifst fyrst af stórfenglegum blómvendinum áður en hún áttaði sig á að hún þekkti hann ekki. „Hver ertu?” Henni geðjaðist ekki að honum. Þannig voru við- brögð hennar við næstum öllum núna, þó að hún sæi sjaldan aðra en hjúkrunarkonumar. Russell var hættur að koma en það skipti ekki jafnmiklu máli og peningarn- ir hans. „Ég kem frá syni þínum,” sagði hann. „Þá hlýtur þú að vera vondur. Hann er einskis viröi.” „Ekki segja þetta. Hann sendi þér peninga.” Maöurinn brosti ennþá, það skein í skakkar og gul- ar tennurnar. Hann stakk hend- inni undir jakkann. „Peningar? Frá Jimmy? Hann á enga.” Þetta gerði hana tor- tryggna. Jimmy hefði komið sjálf- ur, jafnvel þó hann vissi að hún vildi ekki hitta hann. En maðurinn var með seðlabúnt í hendinni. Hann lagði það á náttborðið. Hún sneri sér til að skoöa búntið en hann hafði verið svo klókur að setja peningana innst á borðið og gerði henni erfitt fyrir að berjast við koddana. „Ég skal hjálpa þér,” sagði hann og dró upp koddana við hnakka hennar. Hann kippti snöggt einum koddanum undan, höfuð hennar hnykktist aftur og hann setti koddann yfir andlit hennar. Beinaberar hendurnar gripu um hendur hans en hún hafði eiginlega enga krafta, ekki einu sinni nóga til að klóra hann. Hann hélt koddanum yfir andliti hennar mínútu eftir að hendur hennar misstu tökin á honum. Hann fjarlægöi koddann og tók púlsinn á henni. Þegar hann hafði fullvissað sig um að hún var dáin lyfti hann gráu höföinu, setti kodd- ann á sinn stað og dró teppin yfir nef hennar og munn. Hann hirti seölabúntið, notaði vasaklút á huröarhúninn, gægðist fram og fór, en skildi hurðina eftir í hálfa gátt. Dottandi bílstjórinn virtist geta séð í gegnum þykka fléttuna á húf- unni sinni; um leiö og farþeginn birtist setti hann bílinn í gang og opnaði fyrir honum. Fyrsti hlekkurinn við Duncan var ekki lengur til. Endurbyggjum bílvélar Við endurbyggjum flestar gerðir benzín- og dieselvéla. Rennum sveifardsa. Plönum hedd og vélarblokkir. Borum vélarblokkir. Rennum ventla og ventilsæti. Eigum dvallt varahluti í flestar gerðir benzín- og dieselvéla. Þ JÓNSSON&CO Skeifan 17 s. 84515 — 84516 44. tbl. Vikan 43

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.