Vikan


Vikan - 04.11.1982, Page 44

Vikan - 04.11.1982, Page 44
Snemma um kvöldið var Duncan tilkynnt símleiðis um dauða fósturmóður hans. Starfs- maður hjúkrunarheimilisins fræddi hann á því að hún virtist hafa kafnað og hefði eflaust runn- ið sofandi niður í rúmið meö tepp- in yfir andlitinu. Þetta hlaut að hafa gerst skömmu eftir að hún fékk heimsókn karlmanns. Það var venja í slíkum málum aö kryfja líkiö, sem tefði fyrir öðrum undirbúningi. Allan tímann vissi hann að einhver var að hlusta. Hann lagði skjálfhentur á. Þeim Emily Duncan hafði ef til vill aldrei komið vel saman en engu aö síöur fann hann fyrir missinum og hann jók á þunglyndi hans. Karl- mannsheimsókninni skaut í sífellu upp í huga hans. Hver var hann? Rétt áður en hún dó? Voru þeir að hreinsa til? Slíta alla hlekki milli hans og Charles Corbetts? Það var erfitt að trúa því, ógerlegt að afneita því. Á þessari stundu varð hann að vantreysta öllum og tor- tryggja allt. Ef þeir höfðu drepiö vesalings Emily Duncan yröu þeir aö drepa Tammy, móður hans, Neil Russell og hann sjálfan. Hann gat ekki notað símann til að vara hin við. Neil Russell hafði á réttu aö standa. Corbett hafði skelfileg áhrif á allt og alla. Duncan hafði of mikinn tíma til að hugsa. Hann var hræddur viö að hreyfa sig ef síminn skyldi hringja.Hannbeið, hugsaði, óttinn óx, vonin þvarr, taugarnar biluöu; brátt yrði hann fús að gera hvaö sem þeir vildu. En hann var ekki maður sem gat beðið eftir að fólk yrði myrt. Hann neyddi sig til aö viðurkenna að hvarf Tammyar var staðreynd. Hann yfirgaf íbúðina, hélt á létt- um álstiga sem hægt var að draga sundur, læsti og fór upp stigann upp á efstu hæðina. Hann klifraði upp í risið, dró stigann upp á eftir sér og skildi hann eftir við hlerann sem hann var búinn að loka. Hann fór yfir bjálkana og lét lítið á sér bera. Dagskíman vísaöi honum leið meöfram þakskegginu. Stórt risið var fullt af kóngulóarvefj- um, loftið rykmettaö. Rykiö fyllti nasirnar. Stöðugt hvæsið í vatns- geymunum minnti á loft sem streymdi út. Hann kom að veggnum á húsinu viö hliðina, lýsti með vasaljósinu eftir honum. Þarna var engin rauf, ekkert gat sem hann gat skriðið í gegnum. Hann húkti jafn- nærri þakbrúninni og mögulegt var og vann að því aö losa um þak- stein. Hitinn undir þakinu hafði aukist í góðviðrinu. Odýr einangrunin milli bjálkanna fyllti lungu hans af örsmáum þráðum. Loks neydd- ist hann til að losa þaksteininn með stuttu stálverkfæri sem hægt var að nota til margs og hann hafði alltaf með sér í innbrotum. Þegar hann kom hendinni inn beitti hann aðeins snertiskyni. Útgangan var hættuleg en hann vann hratt og fagmannlega og vissi hvað hann var að gera. Hann skeytti ekki um þakrennuna eftir að hann haföi notað hana til aö halda sér í meðan hann seig út. Nú komst hann hratt áfram og þurfti enga hjálp eftir þakhliðinni. Hann fór niður reykháfinn á húshliðinni, lenti í litlum nágrannagarðinum. Eina leiðin út á aöalgötuna var í gegnum bak- dyrnar þeirra og út að framan- verðu. Hann fullvissaði sig um að eldhúsið væri mannlaust áður en hann gekk þar í gegn, eftir gangi, framhjá salerni þar sem hann heyrði aö einhver var inni og loks framhjá stofunni þar sem kveikt var á sjónvarpinu. Dyrnar voru í hálfa gátt þegar hann gekk fram- hjá. Hann sá andlit, diska á hnjám, augu límd við skjáinn. Einhver hlaut að hafa séð hon- um bregða fyrir þegar hann gekk framhjá því stúlka kallaði: „Ert þetta þú, Lou?” Þegar hún fór að velta fyrir sér af hverju hún fékk ekki svar var Duncan kominn út á götu eftir að hafa krækt í húfu í anddyrinu. Hann hljóp niður þrep- in og beygði fyrir hornið, svo til vinstri til að þræða aftur leiöina sem hann hafði farið eftir þakinu. Þegar hann komst að hinu horninu fór hann gætilegar. Hann heilsaði nokkrum krökkum og sparkaði í boltann þeirra án þess að láta sjást í sig fyrir hornið. Hann gaf sér tíma, hallaði sér að veggnum, álútur til að fylgjast með tvöfaldri bílarööinni hornrétt á sig. Hann fylgdi eftir rööinni góóir í vörninni Þó aó bíll hafi verió vel ryóvarinn sem nýr, þá er það ekki nægilegt. Bíl veróuraó endurryóverja meó reglu- legu millibili, ef ekki á illa aó fara Góó ryóvörn er ein besta og ódýrasta trygging sem hver bileigandi getur haft til þess aó vióhalda góóu útliti og háu endursöluverói bilsins Þu ættir aó sla a þraöinn eóa koma og vió munum - aó sjálfsögu - veita þér allar þær upplýsingar sem þú óskar eftir varó- andi ryóvörnina og þá áþyrgó sem henni fylgir ^ Ryóvarnarskálinn Sigtuniö — Simi 19400 — Pósthólf 220 44 Vikan 44- tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.