Vikan


Vikan - 04.11.1982, Side 51

Vikan - 04.11.1982, Side 51
Draumar Karlmannshringur með rauðum steini Kæri draumráðandi. Mig langar að biðja þig um að ráða fyrir mig tvo drauma. Mig dreymdi að ég fyndi karlmannshring með stórum rauðum steini á gólfinu og þegar ég horfði á hann var eins og það vceri búið að stíga ofan á hann og hann væri ónýtur. En þegar ég tók hann upp og setti hann á fingur mér var hann heill. Hinn drauminn dreymdi mig eftir nokkra mánuði. Mig dreymdi að ég væri með giftingarhring sem amma mín átti en mér fannst að það væri búið að stela honum frá mér. Það var maður sem hét X sem fann hann og lét mig hafa hann. Það var búið að saga í hann á tveim stöðum en þó ekki sundur. Svo kyssti ég X fyrir. Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna, 3330—0677. Ekki er hægt að ráða af draumunum hvort þú ert gift eða ógift en draumarnir benda fremur til þess síðarnefnda. Vera má að draumarnir séu ómur úr fortíðinni ef þú ert gift. Þessir draumar benda báðir til giftingar í náinni framtíð, og þá líklegast þinnar eigin. Fyrri draum- inn má ráða þannig að eiginmannsefni hafi eitthvað misstigið sig eða eigi við einhverja erfiðleika að stríða sem hafi komið niður á lífi hans, fremur til hins verra. Hins vegar er í draumnum skýrt að hjóna- band (það virðist vera með þér) lagfæri misfellurnar og gefi góð fyrirheit. Seinni draumurinn er nokkuð á sömu leið. I hon- um má þó sjá teikn um aðskilnað og endurfundi, fremur en eiginlegan skilnað, og saman gangi á ný (eða jafnvel nýtt samband). Tvö áföll (sem einnig tengjast einhverju ólöglegu eða því sem þjóð- félagið telur rangt eða slæmt) koma fram en ná ekki að skaða mikið. Kossinn bendir ekki til að maðurinn í draumnum sé sá sem hugur*þinn stendur (eða stóð) til. Hann er þó ekki úrslitatáknið. Kossinn er þér hins vegar fyrir ein- hverju sem heppnast vel. Hvítur hringur á lygnu vatni Kæri draumráðandi. Mig langar að biðja þig að ráða fyrir mig drauma sem mig dreymdi fyrir skömmu: Mér fannst ég vera úti skammt frá heimili mínu. Það var fallegt veður, sól og logn. Eg stóð við rauðan bíl og fyrir aftan mig var kona sem ég þekkti ekki. Svo sé ég að hundur kemur til mín. Hann var grár að lit og loðinn. Hann gekk hægt og er hann kom nær var hann rakur (ekki votur) og við þetta vaknaði ég. Hinn draumurinn var mjög skýr. Eg var við sjóinn. Það var mjög gott veður, sjórinn sléttur og sðl. En svo sé ég allt í einu að það myndast hvítur hringur á sjónum. Mér varð starsýnt á hringinn. Fyrir- fram þökk fyrir ráðn- inguna. Ein berdreymin. Fyrri draumurinn bendir til friðsæls og tíðindalítils lífs sem er fullt að gleði, auðsæld og hamingju. Á því verða litlar breytingar (eftir þessum draumi að dæma), nema hvað veðráttan (frost, harðindi) í vetur gæti sett mark sitt á tilveruna að einhverju leyti. Þú mátt líka eiga von á gestakomu sem verður þér til mikillar gleði. í seinni draumnum eru friðsældar- og hamingju- táknin enn mjög sterk, en í þeim draumi kemur fram eitthvað óvænt og óvenju- legt sem breytir lífs- mynstrinu. Sennilega er hér um eitthvað mjög jákvætt að ræða, en það veldur truflun og röskun á þeirri kyrrð sem er í til- verunni. Skop Þegar við sáum þessa mynd fyrst sátum við imyrku kvikmyndahúsi og hó/d- umst i hendur. 44. tbl. Vikan 51

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.