Vikan - 04.11.1982, Blaðsíða 62
POSTLRIW
Sé eftir að
hafa verið
svona
leiðinleg
við hann
Kœri frábœri lijálplegi
Póstur.
Ég er hér í alveg ferlegum
vandrœdum og var ad vona
ad þú gœtir hjálpad mér ad
leysa þau. Þannig er mál
med vexti ad bœdi í ágúst og
september hef ég tekid eftir
ad strákur sem ég þekki
dálítid hefur alltaf verid að
horfa á mig. Og einu sinni
þegar hann var fullur kom
hann til mín og spurdi hvad
ég héti. Ég hélt að hann vœri
bara ad stríöa mér og
svaradi einhverju nafni sem
ég heiti ekki. Svo kom hann
til mín og spurdi hvort ég
hefdi einu sinni verid rned
strák sem heitir X. Ég sagdi
já. Svo eftir þad var hann
alltaf ad koma og spyrja um
hitt og þetta, en ég hef alltaf
svarad einhverri vitleysu.
Eg tók hann ekki alvarlega.
En svo núna er ég ordin
hrifin af honum og sé eftir
því ad hafa verid svona
leidinleg vid hann því hann
hœtti að tala vid mig þegar
hann sá ad það hefði enga
þýðingu. Svo í dag vorum ég
og vinkona mín í bœnum og
hlupum í banka en þá var
búið að loka. Eg leit við og
sá að hann var að horfa á
mig (Hann vinnur beint á
móti bankanum) og ég var
náttúrlega œðislega fegin og
brosti til hans og fékk bros
til baka. Jæja, kœri Póstur,
heldur þú að hann meini
eitthvað með þessu? Ef svo
er hvað á ég að gera? Eg er
mjög feimin og ég þori ekki
að tala við hann. Jœja, það
er best að ég taki ekki meira
af þínu dýrmœta plássi. Með
fyrirfram þökk fyrir birt-
ingu.
Bless,
vandrœðagepill.
Strákurinn er sjálfsagt
mjög spenntur fyrir þér og
þá er bara að gefa honum
undir fótinn. Hagaðu þér
alveg öfugt við það sem þú
gerðir áður. Brostu meira,
vertu hress í viðmóti við
hann ef hann gerir aðra
atlögu að þér. Annars þýðir
ekkert að skjóta sér bak við
feimnina. Mikið skal til
mikils vinna. Næst tekur þú
á þig rögg og ferð til hans
þegar tækifæri gefst. Hann
hlýtur að skilja fyrr en
skellur í tönnum og þá ætti
þetta að smella.
Kœri Póstur!
Vér lásum í Vikunni um
daginn að yður vantaði upp-
lýsingar um heimilisföng
aðdáendaklúbba um heim
allan. Nú getum vér kannski
bœtt úr skák.
Kiss Army Fan Mail
251 Park Avenue South
New York
N.Y. 10010
U.S.A.
Go-Go ’s Fan Club
c/o I.R.S. Records
P.O.Box 118
Hollywood
California 90028
U.S.A.
Loverboy Fan Club
Information
St Waterstreet
40668 Vancouver B.C.
Canada
Cheap Trick International
P.O. Box 4321
Madison W.I. 53711
U.S.A.
Huey Lewis Correspondence
P.O. Box 779
Mill Valley
California 94942
U.S.A.
Paul McCartney
EMI Records Ltd
Hayes
Middlesex
England
LUKKUPLATAN
Ein virtasta hljómsveit landsins hélt upp á merkisafmæli sitt fyrir
skömmu. Hljómsveitin hefur starfað saman í fimm ár og getið sér
gott orð, ekki aðeins á islandi heldur og í Bretlandi. Tónlist hljóm-
sveitarinnar er það sem kallast jass-rokkbræðingur en sjálf er hljóm-
sveitin kölluð . . .
Hljómsveitin heitir ----------------------------------
Smndmndi ar:__________________________________________
--•••
rTMrrNIV ..
Póttnúmmr_______________________Pómtmtöð______________
Utanáskrlftln er: VIKAN, lukkuplatan '82-44
PÓSTHÓLF 533,101 REYKJAVÍK.
Lukkuplatan
Vinningshafar
'82-38
Hópurinn á myndinni var ÁHÖFNIN Á HALASTJÖRNUNNI.
Ingþór Halldórsson, Asparfelli 7, 108 Reykjavík. Una Erlingsdóttir,
Eiðshúsum, Miklaholtshreppi, 311 Borgarnesi. Kristinn Sverrisson,
Raftahlíð 52, 550 Sauðárkróki.
62 Víkan 44. tbl.