Vikan


Vikan - 06.01.1983, Side 5

Vikan - 06.01.1983, Side 5
Sveppaheitin: KÓNGSSVKPPIR (villtir): Franska = cépes þýzka = Steinpilz Enska = flap mushroom Lat = boletus edulis. KANTARILL (villtir): Franska = girolles þýzka = Pfefferlinge, enska = chantarelles, lat = cantharellus cibarius. MYRKILL (villtur): Franska = morilles, þýzka = Morscheln, enska = morels, lat '= morchella conica. SMJÖRSVEPPIR (villtir): Þýzká = Butterpilz, lat = boletus luteus. ÆTISVEPPIR (ræktaður), (sjampinjón): Franska = champignon, þýzka = champignons, enska = button mushroom, lat = agaricus-psalliota. BLAISIDAÐIR SVEPPIR Smjörsveppir: lat - boletus luteus, Broddasveppir: lat - sarcodon impricadus, Hnefasveppur: lat - russula vesca. (allir villtir) Eftir opnun pokans, geymið af- gangssveppi í lokaðri glerkrukku, þannig geymast þeir mánuðum saman, í kaldri geymslu. Hvernig á að bleyta upp í sveppunum: Þurrkaðir sveppir eru u.þ. b. 4-5 sinrtum léttari en ferskir. 1. Setjið sveppina í volgt vatn, um fimmfalda eigin þyngd, ef um mikið meira vatn er að ræða, geta þeir bæði misst eitthvað af lit, ilm og bragði. — Látið vera í vatninu minnst eina klukkustund. 2. Gott er að bleyta í sveppunum í volgri mjólk, en þá þarf minnst 2 klukkustundir fyrir þá að drekka hana í sig. Ath. sama magn og af vatni. Slík meðferð er sniðug eigi að nota þá í allt annað en steik- ingu, t.d. sósur, súpur, pottrétti, pizza, o.m.fl., þar sem er við hæfi að þeir séu matmeiri. 3. Einnig má bleyta upp í þeim í allskonar krydduðum vökva, en franskir kokkar eru á móti því, vegna hins gómsæta villibragðs sveppana og fersks ilmsins sem þá mun skaðast. Þegar búið er að bleyta upp í sveppunum, SKAL FARA MEÐ ÞÁ EINS OG UM FERSKA SVEPPI VÆRI AÐ RÆÐA, þ.e. skoía þá vandlega í vatni svo að sandur og önnur óhreinindi fari úr þeir, því þeir voru ekki þvegnir áður en þeir voru frostþurrkaðir, aðeins hreinsaðir eins og mögulegt var án vatns. Frostþurrkaðir sveppir eru bragðmeiri en ferskir sveppir vegna ákveðinna efnabreytinga sem eiga sér stað við frostþurrk- unina. Súpur — sósur Nóg er að setja sveppina þurra í súpur og sósur, sé það gert þegar við upphaf iögunnar sósunnar/ súpunnar. UPPSKRIFTIR: Uppstúf: Ef sveppir eru notaðir í uppstúf, ér gott að láta þá krauma í smjöri með salti, pipar og nokkr- um dropum af sítrónu í 10-15 mínútur. Hentar öllum teg. Brún sósa -eða- einir sér með mat: Steikið þá í smjöri eða salti, pipar, hvítlauk niðurskornum eða kreist- um, ásamt persilju - og alltaf - dropar af sítrónu. Hentar öllum teg. Steiktir með grilluðu kjöti: 1. Kjúklingar, kálfakjöt eða hamborgarahrygg (svokölluð hvít kjöt): bætið í ofnpönnuna, þegar steikin er næstum; steiktum Kantarell og 20 cl. rjóma. 2. Rjúpur, gæs, hreindýrakjöt, svartfugl (svokallað dökkt kjöt af villibráð). Farið eins að og með hvíta kjötið, nema notið: Myrkil eða Kóngssvepp (Karl Jóhann svepp). Svcppa/kjöt-búðingur: Setjið í olnpönnu cða cldl'ast lat, bland- aða sveppi og leyfar af kjölrétli, ásaml þykkri sósu, og þckjið mcð smjördeigi. Bakið í ofni við 180- 200°C þar til deigið er bakað. London lamb: Brún sósa, frekar þunn, bætið steiktum Kóngs- sveppum í sósuna og látið krauma dálitla stund. Bætið sherry, madeira eða rauðvíni útí sósuna rétt áður en framborið. Ætisvepp- ir (champignons), smjörsveppur passa einnig í þetta. MUNIÐ! Sveppir eru mjög ein- faldir og óvandmeðfarnir til mat- argerðar. Ástæðan fyrir því hve sjaldgæfir þeir hafa verið á ís- landi, er lítið geymsluþol og þar af leiðandi dýrir i innkaupum. Frostþurrkunin hefur leyst vand- ann!!! Lambakjöt: í þessu tilfelli verður að taka sérstaklega fram, að hið íslenska lambakjöt er viUibráð. Allir sveppir passa við þetta ljúsfenga kjöt. Ýmsir steiktir, soðnir, í sósum og hvað eina. í þessu tilfelli stingur franskur ráð- gjafi okkar í matreiðslu upp á því að hér sé um óplægðan akur, og fólk ætti að skiptast á uppskrift- um sem það finnur uppá sjálft. Partí snack: Tartalettur, restar af kjötréttum, t.d. blandað, í mjög þykkri sósu, blandað með steikt- um sveppum, teg. eftir smekk, rifinn ostur settur yfir, bakað í ofni, og borið fram þegar tarta- letturnar eru farnar að kólna. 2. Partí snack: Sama og að ofan, nema hér er notast við fiskmeti, t.d. ýsu, skötusel, humar, rækjur o.s.frv. Pottréttur: (cassarole). Nýru, lifur, beikon í smáum stykkjum, matskeið hveiti, dós uxahalasúpa (pakki + vatnefdós er ekki til), steiktir sveppir að ósk (helst Kantarell).

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.