Vikan


Vikan - 06.01.1983, Page 16

Vikan - 06.01.1983, Page 16
I faðmi fjölskyldunnar viðurkenndir úrvals pennar fyrir kennara og námsfólk. r®trmg atvinnumenn, og teiknláhöld ngum yr r Rotring teiknipennar fást i þægilegum ein teiknistofur. RÐIN •jrring Frú Hansen átti von á mannin- um sínum heim fyrir hádegi og þegar hún heyrði sýslað við dyrn- ar hrópaði hún fram: — Ég ligg hérna inni í rúmi, elskan, og bíð þín! — Augnabliks þögn og síðan heyrðist ókunn rödd: — Afsakið, en ég er nú bara í forföllum hér. Pósturinn er veik- ur. Solla hringdi stolt í móður sína: — Hugsaðu þér, hann Nonni tók fyrstu 27 skrefin í dag! - 27? — Já,hanndattniðurstigann! Eftir að hafa átt átta stúlkur fæddist Minnu loks sonur. Eigin- maðurinn var himinlifandi af stolti. — Hverjum líkist hann svo? spurðu vinnufélagar hans. — Hverjum, mér auðvitað! — í framan, segið þið? Ja, ég er nú ekki farinn að gá að því. . . — Gætirðu ekki notað svolítið minni augnskugga, vinan. Nágrannarnir eru farnir aö gefa mér auga því þeir halda að ég hafi gefiðþérþessiglóðaraugu. . . Dýra-lífið — Ef ég ætti að búa á eyðieyju vildi ég hafa með mér hæginda- stól, þúsund bjórkassa og górillu. — Hvers vegna í ósköpunum górillu? — Til að taka upp bjórflöskurn- ar, auðvitað. Hún er meö fjórar hendur, apinn þinn! Þegar umsátur var um París 1870 svarf hungrið svo að að menn , þökkuðu fyrir hvað sem til féll. Dupont-fjölskyldan neyddist til dæmis til aö leggj i sér hinn ást- kæra heimilishund, Fídó, til munns einn sunnudaginn. Þegar máltíðin var á enda ýtti frú Dupont diskinum sínum frá sér og sagði með tárin í augunum: — Ég vildi að Fídó væri með okkur nú. Hann hefði kunnaö að meta þessi bein. 16 Vikan 1. tbl

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.