Vikan


Vikan - 06.01.1983, Blaðsíða 17

Vikan - 06.01.1983, Blaðsíða 17
Hin fjölhæfa Judi Dench Hvaöan kannast maður viö þetta andlit? I hvaða myndum hefur hún leikið, í hvaöa sjón- varpsþáttum? Alveg rétt, í sjón- varpinu á mánudagskvöldum í Tilhugalífi (A Fine Romance). Konan er Judi Dench og er enginn nýgræöingur í leiklistinni þótt Tilhugalíf sé reyndar fyrsti sjón- varpsmyndaflokkurinn sem hún hefur leikið í. Túlkun hennar á Láru „sem ekki gekk út” (samkvæmt skilgreiningu sjón- varpsins) færöi þessari virtu og margreyndu leikkonu skyndilega landsfrægö í Bretlandi. I þátt- unum lék hún á móti eiginmanni sínum, Michael Williams (Mike „sem gekk illa að ná sér í konu”). Judi Dench segist hafa haft mjög gaman af að leika í þessum þáttum. Hún var í Thailandi á meðan þættirnir voru sýndir í Bretlandi og þegar hún kom aftur varö hún mjög undrandi á þessari skyndilegu frægð. „Maður þrælar sér út í 4 tíma á hverju kvöldi í 24 ár og þegar maður kemur fram í 35 mínútur í sjónvarpinu fer fólk að heilsa manni á götu. Sumir hafa meira að segja spurt mig hvort Tilhugalíf sé það fyrsta sem ég hef leikiðí.” Þættirnir hafa verið feiki- vinsælir víða um heim og fólk beðið um meira. Því var ákveðið að gera framhaldsflokk um skötu- hjúin Láru og Mike. Judi Dench er ekki síst ánægð með vinsældir sínar í Tilhugalífi vegna þess að þar með fær hún viðurkenningu sem gamanleikkona. Judi Dench á að baki langan feril í Shakespeareverkum og ýmsum öðrum sígildum leik- ritum. „En fólk viröist haldið þeirri meinloku að ef maöur leikur mikið í sígildum leikritum sé manni ómögulegt að leika í gamanleik. Staðreyndin er sú að ef maður getur komið fólki til að hlæja að gamanleikjum Shake- speares þá er maður örugglega meðhæfileika.” Fjölhæfni Judi Dench er einstök. A afrekaskrá hennar má finna jafnólík hlutverk og Ofelíu í Hamlet, Anya í Kirsuberjagarð- inum eftir Tjekof, Sally Bowls í Kabarett og aðeins slitin sin kom í veg fyrir að hún léki, syngi og dansaði hlutverk Grísabellu í söngleiknum Cats. Judi Dench er læknisdótt- ir frá New York. Eftir að hafa margskipt um skoðun á því hvað hún ætlaöi að verða endaði hún í leiklistarskóla og komst að námi loknu strax að hjá Old Vic leik- félaginu. Fyrsta hlutverk hennar var Ofelía og var hún hjá Old Vic í fjögur ár. Eftir það var henni boðið til Royal Shakespeare. Hlut- verk hennar í leikritum Shake- speares undir leikstjórn hins fræga Trevor Nunn eru orðin mýmörg. Einhverjir muna ef til vill eftir henni sem Lady Macbeth í hinni frábæru sjónvarps- uppfærslu Trevor Nunn á Macbeth sem sýnd var hér í sjónvarpi fyrir nokkum árum. Judi Dench lauk í sumar við að leika í kvikmyndinni Saigon eftir David Hare. I vetur hefur hún farið meö tvö hlutverk hjá National Theatre (Þjóðleik- húsinu), bæði undir stjórn Peter Hall. Annað þeirra er kerlingar- uglan Lady Bracknell í The Importance of Being Earnest eftir Oscar Wilde. Sumum finnst Judi Dench of ung til að fara að leika kerlingar en Peter Hall taldi að Judi Dench væri best til þess fallin að gæða kerlinguna lífi og sýna hana á annan hátt en hingað til hefur tíðkast. Hitt hlutverkið er í einum af þremur einþáttungum Harold Pinter sem sýndir eru undir nafninu Other Places. Þættimir hafa vakið mjög mikla athygli eins og alltaf þegar ný Pinter-leikverk koma í fjalirnar. Þátturinn sem Judi Dench leikur í heitir A Kind of Alaska. Þar leikur hún konu sem fellur í eins konar óminnisdá 16 ára og vaknar aftur til meðvitundar 45 ára. Þessi þáttur þykir sá langbesti af ein- þáttungunum og Judi Dench fékk einróma lof gagnrýnenda fyrir frábæran leik. Judi Dench hefur nokkrum sinnum áður leikið á móti eigin- manni sínum, Michael Williams. I fyrra fengu hjónin afbragðsdóma fyrir leik í gamanleik eftir Shaw, Village Wooing. Hjónin eiga tíu ára dóttur, Finty, og þrátt fyrir litríkan feril segir Judi Dench aö fjölskyldan og heimilið komi ávallt í fyrsta sæti. l.tbl. Vikan 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.