Vikan - 06.01.1983, Blaðsíða 20
Þjóðhöfðingjar munu heimsækja okkur og forseti jslands aðrar þjóðir.
Sophia Loren gerist bandarískur rikisborgari og nær sér í nýjan eiginmann
þar vestra.
Ef ég einbeiti mér aö forsætis-
ráöherra til dæmis — þeir eru hér
í rööum, allir í biöstöðu. Það
verður leitaö til svo margra.
Steingrímur er einn þeirra.
Einnig Birgir Isleifur. Þessir
menn eru svo sterkir og skera sig
úr þeim mannfjölda, sem ég sé
fyrir mér, aö þeir hljóta aö hafa
forystuhlutverki aö gegna.
Næst þeim standa þau Kjartan
Jóhannsson, Ragnar Arnalds og
Ragnhildur Helgadóttir. Eg heyri
til þeirra, þau munu tengjast
sterklega öllum viðræðum um
stjórnarmyndun. — Albert Guð-
mundsson virðist hafa þarna ein-
hverju mikilvægu hlutverki aö
gegna sem ráögjafi eöa milli-
göngumaður. Eg sé hann með
símtól í hendinni og þaö liggja
þræöir milli hans og allra þessara
aöila.
Prófkjör virðist mér ekki ætla
að breyta miklu í þeim kjördæm-
um sem prófkjör verður í. Mér er
næst að halda að sömu menn
veröi kjörnir og áður. Aðeins í
Reykjaneskjördæmi sé ég breyt-
ingar og þá hjá Sjálfstæöisflokki.
Þar hverfur maður eða mennúr
þeim flokki til annarra starf a.
I Suöurlandskjördæmi sé ég
miklar væringar vegna framboðs
sjálfstæðismanna og veröur ekki
útséð hvernig því lyktar fyrr en
undir voriö.
En það sem örlagaríkast er á
sviði stjórnmálanna er að áhrifa
þeirra mun gæta á nánast öllum
sviöum þjóðlífsins og á svo beinan
hátt aö ég sé atvinnu- og efnahags-
mál komast í mun fastari tengsl
við hið opinbera en áður hefur
þekkst hér á landi.
Þetta munu margir ekki sætta
sig við og það kemur los á fólk. Eg
sé fararsniö á fólki, það horfir til
hafs. Þetta þýðir í mínum augum
ekkert annað en það aö fólk flyst
af landinu. Hversu margt, þaö get
ég ekki séð.
Ef ég reyni að beina huganum
að árferði og veðurfari sé ég þar
engin stórtíöindi. Og þótt þau yröu
í einhverjum mæli þá eru það
stjórnmálin og aftur stjórnmálin
sem allt snýst um hér á árinu 1983.
Samdráttur —
niðurskurður —
ríkisafskipti
Sjávarútvegur mun eiga erfitt
uppdráttar þótt allt veröi gert til
þess að láta hann hafa forgang að
fjármagni. Orkumál munu
skýrast og óvæntur fundur nýrrar
orkulindar hér við land eða á landi
mun taka upp mikinn tíma stjórn-
málamanna á Alþingi.
Já, sjávarútvegur mun smám
saman dragast saman og lúta allt
öðrum lögmálum en nú eru
ríkjandi. Stjórnun í sjávarútvegi
mun færast til hins opinbera í
formi veiðileyfa og úthlutunar
þeirra.
Almálið mun fá nokkuð
snöggan endi í byrjun ársins og
mun það verða okkur í hag.
Eignaraðild mun breytast og ein-
falda málarekstur fyrir okkur Is-
lendinga.
I iðnaði verða mikil umbrot. Ný
samtök, sem telja sig í forsvari
fyrir iönaðarframleiöslu hvers
konar, munu stofnuð og fyrir
þeim fer maður gustmikill og stór-
huga. Hann mun eiga traust
flestra stjórnmálamanna og fá
ýmsu framgengt. Þaö mun verða
bryddað upp á merkum nýjungum
í atvinnugreininni og færðar út
kvíarnar í útflutningi. Þar ber
mest á matvælum og tískuvörum.
U.S.S.R. COSMOS 990
I InmannnH Q r mn ♦ i f ir
Samtök íbúflahverfa í Reykjavík munu taka sig saman um að setja upp
loftnet til að taka á móti erlendu sjónvarpsefni. . .
20 Víkan x. tbl.