Vikan


Vikan - 06.01.1983, Side 21

Vikan - 06.01.1983, Side 21
Margir munu þar leggja hönd á plóg. I listum hvers konar mun veröa þröngt í búi. Ríkið mun draga saman fjárveitingar og styrki til þessara greina. Þetta á einnig viö um fjárveitingar til námsmanna. I þeim efnum verður þröngt fyrir dyrum og mun nefnd á vegum hins opinbera leggja til að einungis þeir sem komnir eru á lokastig náms eða sýna umtalsverða hæfi- leika haldi réttindum til láns- möguleika. Einkenni ársins í fjármálum eru: samdráttur, niðurskurður og ríkisafskipti. Þetta tekur mig sárt að þurfa að opinbera en þegar ég kalla fram fyrirboða í huga mér um ólíklegustu hluti veröur alls staðar veggur fyrir, þar sem á eru letruð þessi orð „Bíöið — sýnið þolinmæði”. Eg túlka þetta á þann veg að hér séu bein skilaboð um minnkandi fjármagn og viövörun til landsmanna um aö ekki verði komist hjá breyttum lífsvenjum. Ráðamenn fyrirtækja munu reyna aö sameinast um breytt fyrirkomulag vinnutíma, gegn því að orlofstími starfsmanna verði sveigjanlegur milli árstíða. Þetta mun marka tímamót í sam- skiptum launþega og atvinnu- rekenda. Leitað aðstoðar frá Noregi í fjármálum og furtdin lausn á flugstöðvar- byggingu Ég sé aukin samskipti íslenskra stjórnvalda við norsk stjórnvöld og einhvers konar að- stoðar verður leitað við þessa frændur okkar. Mér sýnist við þiggja umtalsverða fjárhagsað- stoð, auk þess sem tækniaöstoð verður til umræðu. Skemmtiferðum Islendinga til útlanda mun fækka til muna, einkum til Suðurlanda, svo sem Spánar og nærliggjandi landa. Fólk mun taka upp annan ferðamáta. Það verður mikil ásókn í ferðir með skipum héðan, einkum til Bretlands, og sú nýjung að geta tekið bíla með mun mælast vel fyrir. Skyndileg hækkun á erlendum gjaldeyri mun hins vegar setja strik í reikninginn, ef ekki bein gjaldeyrishöft. Hópar fólks munu þó ekki láta slíkt á sig fá, það er að segja þeir sem efni hafa á og sækja um yfirfærslur vegna ferðalaga. Álmálið mun fá snöggan endi og mun þaö verða okkur í hag. . . Straumur erlendra ferða- manna til Islands verður hins vegar geysimikill og verða gisti- hús og feröamannastaðir yfirfullir og anna hvergi nærri eftirspurn. Þessi ferðamannastraumur verður aðallega frá Bandaríkjun- umogSviss. I blaðaheiminum veröa tals- verö umbrot. Hinum hefðbundnu Sólarlandaferðum fækkar á árinu, enda verða erfiðieikar með gjaldeyri. dagblöðum fækkar, að minnsta kosti um eitt — ef ekki tvö, og rit- stjóraskipti verða tíð er líða tekur á árið. Nýir, ferskir straumar berast til þeirra blaöa sem eftir verða, meö nýjum mönnum. Ríkisútvarpið tekur upp, eða öllu heldur verður látið taka upp, nýja innheimtuaðferð sem eykur tekjur þess aö mun. Myndbanda- væðingin nær slíkum vinsældum aö Ríkisútvarpiö, sjónvarp, mun hverfa í skuggann. Samtök íbúða- hverfa í Reykjavík munu koma sér upp aðstöðu til móttöku á sjón- varpsefni frá gervihnöttum, fyrst þeim rússneska og síðan öðrum hnetti. A árinu rísa upp deilur um hvort Póstur og sími skuli fara fram á það við varnarliöið á Keflavíkur- flugvelli að fá afnot af því efni sem varnarliðið kaupir í raun af Pósti og síma með því að taka á móti efninu frá gervihnetti um jarð- stöðina Skyggni, — eða hvort Pósti og síma sé heimilt að leigja þaö efni beint til notenda, vegna þess að stofnunin sé orðin dreif- ingaraðili. Allar verða þessar umræður og deilur háðar opinberlega og munu koma til kasta Alþingis og raunar byrja þar. Þær fá endi sem allir landsmenn munu fagna. Ný hugmynd kemur fram um lausn flugstöðvarmálsins á Kefla- víkurflugvelli. Þaö verður látið heita svo að byggingin verði X. tbl. Víkan 21

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.