Vikan - 06.01.1983, Side 46
Framhaldssaga
þetta var ekki óviljaverk. Hvíta
Benzinum var ekið utan í mig af
ásettu ráði.
— Vitleysa! sagði Becker yfir-
lætislega.
Ég ýtti diskinum frá mér. —
Þetta er engin vitleysa. Ég sá öku-
manninn greinilega. Hann hefur
veitt mér eftirför allt frá því í
gærkvöldi —lítill maður meö
kringluleitt, veðurbitiö andlit, eins
og á apa. Það er jafnvel hugsan-
legt, að hann hafi verið kominn á
hæla mér strax í gærmorgun og
hafi þá verið valdur að því, að ég
hentist af sleöa á mikilli ferö og
mátti þakka fyrir, að ekki fór
verr. Ég hef ekki sönnun fyrir því,
en eftir allt, sem síöan hefur gerst,
þykir mér ekki ótrúlegt, að þar
hafi sami maöur veriö að verki.
Jon Becker hleypti brúnum. Þar
eö ég var hætt að borða, tróö hann
sér í pípu og kveikti í. — Þú viröist
hafa lent í ýmsu síðan við sáumst
síöast, sagöi hann. — en þú manst
kannski líka, að ég ráðlagði þér að
æöa ekki út og suður og spyrja
spurninga varöandi dauða vinar
þíns, Danby.
— En ég hef alls ekki ætt út og
suður og spurt spurninga, ansaði
ég gröm. — Ég skal viöurkenna,
að þaö var upphaflega ætlun mín,
en ég skipti um skoöun. Stephen
Marsh benti mér á, aö Matt kynni
aö hafa veriö aö fremja eitthvert
fífldirfskuverk, þegar hann fórst,
og þar sem ég þekkti minn
mann. . . Eg sem sagt ákvað að
hætta öllum eftirgrennslunum, og
ég held mér hafi tekist aö sætta
mig við dauða hans. Svo að ég hef
hvorki verið að snuðra né spyrja
né ónáða nokkurn mann og samt
hefur þessi maður veitt mér eftir-
för og reynt að koma mér fyrir
kattarnef.
— Æ, hættu nú, Kate! Nú ertu
farin að skálda. Eg var á leiöinni
yfir götuna og sá, hvaö geröist.
Bíllinn einfaldlega rann til. Mig
undrar ekki, að þú yrðir skelkuð,
en þú varst ekki í neinni raunveru-
legri hættu.
— Oöruvísi leit það út í mínum
augum, sagði ég biturlega.
Jon stóð á fætur og leitaöi að eld-
spýtum og öskubakka. — Það er
náttúrlega til lausn á málinu,
sagði hann óvænt. — Ef þú vilt
taka boði mínu og koma hingað til
aö líta eftir Bruno, það sem eftir
er af dvöl þinni hér, ætti ekkert
fleira óþægilegt að geta hent þig.
Eg reis á fætur. — Hvað veldur,
aö þú telur þig geta ábyrgst það?
spurði ég.
Hann kveikti á eldspýtu. — Eg
get það ekki. Allt og sumt, sem ég
get boðiö þér, er vernd. Ég tel, að
þú yrðir betur sett hér en að snúa
aftur til Alte Post, og ef þú fellst á
það, skal ég senda einhvern eftir
farangri þínum. Ég á ekki von á,
aö þú verðir fyrir frekari áreitni,
ef þú aðeins heldur þig fjarri
Kirchwald.
Mér rann kalt vatn milli skinns
og hörunds, þrátt fyrir hitann í
íbúðinni. Ég haföi tæpast vald á
rödd minni. — En hvers vegna
ætti ég að þarfnast verndar? I
guðs bænum segöu mér, hvaö um
er aö ræöa!
Hann stóö og horföi á mig meö
þessum yfirlætissvip, sem æsti
mig svo upp. — Ekkert, sem þú
þarft að hafa áhyggjur af, sagði
hann valdsmannslega. — Þú verö-
ur örugg, ef þú dvelst hér og lætur
vera aö hnýsast í það, sem þér
kemur ekki við. Varðandi farang-
urinn. . .
— Hættu aö tönnlast á farangr-
inum. — Ég tek engar ákvarðanir,
fyrr en ég hef fengið aö vita jafn-
mikið og þú um þetta mál. Ég er
ekkert barn, sem þarf að leyna
sannleikanum og láta segja sér,
hvað þaðáaðgera.
Yfirlætissvipurinn vék fyrir
brosgrettu. — Barn? Þú sagðist
ekki hafa lag á börnum, en ég vissi
ekki, að þú hefðir ekki einu sinni
hugmynd um, hvernig þau væru.
Ef þú heldur, að nútíma barn geri
eins og því er sagt, án þess að
mögla klukkustundum saman,
geturðu ekki hafa kynnst þeim
mörgum.
— Þvert á móti, sagöi ég gröm.
— Ég hef kynnst þeim svo mörg-
um, að mig langar ekki að kynnast
fleirum.
Jon Becker lyfti brúnum van-
trúaöur. — Svo? Komdu og segðu
mér meira um þetta frammi í eld-
húsi, meðan ég hita kaffi handa
okkur.
Hann var augljóslega að skipta
um umræðuefni, en ég skildi, aö
ekkert gat fengiö hann til aö segja
mér meira um það, sem væri að
gerast í Kirchwald. Það var sann-
arlega erfitt að átta sig á Jon
Becker. Ég óttaðist ekki, aö hann
eitraði kaffið mitt, en ég gat með
engu móti treyst honum fyllilega.
Viö þekktumst ekki hót, og ég fékk
ekki skiliö áhuga hans á því aö
draga mig burt frá Kirehwald —
nema hann leyndi mig einhverju.
Eg virti hann fyrir mér, meöan
hann sýslaöi í eldhúsinu, hár og
grannur og óneitanlega glæsileg-
ur, klæddur dökkbláum buxum og
peysu. Hann hafði verið dökk-
klæddur síðast þegar við sáumst, í
dökkgrænum skíðabúningi. Haföi
það kannski verið hann, sem kom
þjótandi rétt yfir sleöann okkar?
— Þú ætlaöir að segja mér,
hvers vegna þú þykist vera á móti
börnum, áminnti hann mig.
Ég tók strax eftir aö hann notaði
orðiö „þykjast”. Hann trúöi mér
augljóslega ekki. Það fór svo í
taugarnar á mér, að ég gleymdi
tortryggni minni. Þess í stað réöst
ég af ákefð á dæmigert viðhorf
hans sem karlmanns, aö hverju
búnti af kvenlegum hormónum
fylgdi innpökkuð eðlislæg ást til
barna.
Jon Becker var furöu góöur
hlustandi. Hann greip ekki einu
sinni fram í fyrir mér til að
spyrja, hvort mér líkaði kaffið,
heldur ýtti þegjandi til mín sykrin-
um og rjómanum. Þaö endaði meö
því, að ég ljóstraði upp skamm-
vinnum og misheppnuðum kenn-
araferli mínum. Venjulega kýs ég
aö þegja yfir þeim þætti ævi minn-
ar, þar eð það hlýtur að teljast
ósegjanlega aumingjalegt að hafa
reynst ófær um að hafa stjórn á
svolitlum hópi barna. Þegar ég
hins vegar gengst viö því, staöhæfi
ég alltaf um leiö, að enginn, sem
aldrei hefur reynt að hafa stjórn á
rúmlega 30 níu ára ólátabelgjum,
hafi nokkurn rétt til aö gagnrýna
mig.
— Þaö er hægara um að tala en
í aö komast að halda uppi aga í
skólabekk, hélt ég áfram. —
Oreyndum kennara getur það
orðið hrein martröð. í lok fyrsta
kennslutímabilsins var mér stein-
hætt að líka við þessi börn, sem ég
kenndi. Þau komu úr fremur óró-
legu hverfi, og ég var meira að
segja hrædd viö sum þeirra. Loks
gafst ég upp og læröi í staðinn til
einkaritarastarfa. Reyndu því
ekki að segja mér, að börn séu
yndisleg, því ég veit betur.
— Hann kinkaði kolli grafalvar-
legur. — Ég skil afstöðu þína og
trúi þér alveg, þegar ég minnist
þess, hvernig við kvöldum suma
kennarana okkar, þegar ég var
skólastrákur. Það var hárrétt af
þér að gefa kennsluna upp á bát-
inn, úr því að þér féll hún ekki, en
þaö er engin ástæöa til aö blygöast
sín fyrir slíkt. Engin heilvita
manneskja heldur því fram í al-
vöru, að það sé létt verk að fást við
hóp ærslafullra barna. En mér
finnst synd, ef þessi reynsla hefur
gert þig fráhverfa öllum börnum
yfirleitt. Sem einstaklingar eru
þau virkilega indæl, jafnvel
þótt. . . Jæja, nú heyrist mér minn
vera á leiöinni. Hann er dálítið
þungstígur, blessaður. Mér hefur
ekki enn tekist að komast að því,
hvers vegna átta ára börn telja
nauðsynlegt aö þramma í stað
þess að ganga á eölilegan hátt.
Fótatakið, sem nálgaðist dyrn-
ar, hljómaði fremur sem fótatak
tánings í skíðaskóm en lítils
drengs. Hann kom þjótandi inn í
eldhúsið og skildi eftir sig slóð af
ytri flíkum á gólfinu. Hann snar-
stansaði, þegar hann sá mig. Von-
brigði hans leyndu sér ekki. — Ö,
ég heyröi í ykkur og hélt, að þú
værir Jane.
Bruno Becker var hávaxinn eft-
ir aldri og þróttmikill að sjá, með
stórt, fallega lagað höfuð og mik-
iö, ljóst og liðað hár, sem hann
hlaut að hafa frá móður sinni. Það
leyndi sér þó ekki, aö hann var
sonur fööur síns. Hann bar höfuðið
á sama hátt, og nú horfði hann á
mig með sama yfirlætislega
svipnum. Þá varö mér ljóst, að
þessi svipur var ættareinkenni,
sem ekki átti endilega neitt skylt
við skapgerð. Feðgarnir höfðu
sömu þungu augnalokin yfir sömu
stóru, grænu augunum, sömu var-
irnar, sama beina bakið.
Ég var þó ekki í vafa um, að
þessa stundina lýsti svipur barns-
ins nákvæmlega því, sem inni fyr-
ir bjó. Það var þess konar óvildar-
svipur, sem dró úr mér allan
kjark, þegar ég gekk inn í kennslu-
stofuna forðum daga. Hvað svo
sem föður hans fannst, þá var and-
úð sonarins augljós.
— Auðvitað er þetta ekki
Jane, sagði faðir hans hvasst. —
Ég var búinn aö segja þér, aö hún
varð að fara aftur til Englands.
Hún er sennilega komin þangað
núna. Þetta er ungfrú Paterson.
— Kate, sagði ég. Eg kærði mig
ekki um aö vera minnt svo ræki-
lega á kennaraárin. Ég geröi mitt
besta til að brosa til drengsins. —
Halló, Bruno! Hvernig er kvefiö?
Hann hefði ekki getaö oröið
meira hissa, þótt ég hefði talað
arabísku. — Betra, þakka þér fyr-
ir, sagði faðir hans fljótmæltur. —
Bruno, heilsaðu Kate!
— Sæl, sagði drengurinn dræmt
og rétti fram höndina til að heilsa,
eins og tíökast á meginlandinu.
Hönd hans var heit og kámug, og
ég var fegin að þurfa ekki að sjá til
þess, aö hann þvægi sér.
Hann sneri sér strax aftur að
pabba sínum. — En hvers vegna
þurfti Jane að fara svona allt í
einu? nöldraði hann. — Ég hélt
hún ætlaði að vera hér fram á
sumar. Ég sakna hennar.
46 Vikan X. tbl.