Vikan - 06.01.1983, Blaðsíða 50
Eldhús Vikunnar
Umsjón:
Jón Ásgeir
Sigurðsson
Vinnustaður:
Veitingahúsið Lækjarbrekka á mótum
Lækjargötu og Bankastrætis í Reykjavík.
Höfundar:
Walter Ketel, Eiríkur Ingi Friðgeirsson
og Garðar Halldórsson — allir
matreiðslumeistarar
Hátíðarstroganoff
(fyrir fjóra)
600 grömm nautalundir
100 grömm sveppir
2 tómatar
50 grömm skinka
súrar gúrkur í ræmum
Sósan:
1 laukur
3 rif hvítlaukur
1 /4 lítri kjötkraftur
1 /8 lítri rjómi
1 matskeið sinnep
6 sentílítrar hvítvín
salt
1 /4 teskeið majoran (eftir smekk)
80 grömm smjör
40 grömm hveiti
4 matskeiðar sýrður rjómi
steinselja
Tilreiðsla: saxaður laukur og
hvítlaukur kraumaður í smjöri,
hveiti bætt út í og hrært vel
saman, síöan hvítvíninu og kjöt-
kraftinum. Sinnepi og majoran
bætt út í og látið sjóða í 10—15
mínútur. Rjóminn settur út í
síðast.
A meðan sósan sýður er kjötið
skorið í fingurlangar ræmur og
snöggsteikt, sveppir, tómatar og
súrar gúrkur síðan sett út í og
látið krauma í stuttan tíma. Sós-
unni bætt saman við og látið sjóöa
smástund.
Rétturinn er skreyttur með
sýrðum rjóma og steinselju áður
en hann er borinn fram. Vel við-
eigandi að bera fram kartöflu-
mauk, hrísgrjón eða núðlur með
réttinum.
Silungurí
möndlurauðvínssósu
(fyrirfjóra)
8 silungsflök
salt
sítrónusafi
hveiti
2 desílítrar rauðvín
4 teskeiðar kartöflumjöl
200 grömm möndluspænir
smjör
Tilreiðsla: Silungsflökin látin
liggja með salti og sítrónusafa í
10 mínútur. Síðan eru þau þurrk-
uð og velt upp úr hveiti og steikt í
smjöri. Silungurinn tekinn af
pönnimni. Rauðvíni hellt saman
við smjörið og látið sjóða í um það
bil 3 mínútur. Kartöflumjöliö
hrært saman við vatn og bætt á
pönnuna og látið sjóða. Möndlurn-
ar steiktar í smjöri, settar yfir
fiskinn og sósunni hellt yfir. Borið
fram með hvítlauksbrauði og
grænmetissalati.
Skinkurúllur fylltar
með kotasælusalati
og maríneruðu
blómkáli
8 skinkusneiðar
800 grömm kotasæla
100 grömm rækjur
1 mjög fínt saxaður laukur
1 matskeið malað kúmen
steinselja
sýrður rjómi
salt og pipar
blómkál
1 teskeið sinnep
2 matskeiðar kryddedik
4 matskeiðar olía
Tilreiðsla: Blómkál soðið og kælt,
olía, sinnep og kryddedik hrært
saman og hellt yfir blómkálið og
látið bíða um stund.
Kotasælu, lauk, kúmeni, stein-
selju, rækjum og sýrðum rjóma
blandað saman og bragðbætt með
salti og pipar. Kotasælusalatið
síðan sett á skinkusneiðarnar og
þeim rúllað saman. Blómkálið
sett á fat og skinkurúllunum rað-
að fallega umhverfis það. Borið
fram ásamt ristuðu brauði og
smjöri.
50 ViKan I.tbl.