Vikan


Vikan - 06.01.1983, Qupperneq 63

Vikan - 06.01.1983, Qupperneq 63
Pósturínn Liggur þín leið og þeirra saman í umferðinni? SÝNUM AÐGÁT ||U^ERÐAR. Til einnar ráðþrota: Pósturinn getur ekki í neinu tilviki gert undan- tekningu og svarað bréfum sem ekki eru birt, það væri ósanngjarnt gagnvart öðrum sem skrifa Póstin- um. Einn tilgangur Pósts- ins er einmitt að sýna fólki fram á að margir eiga við sömu vandamál aö stríða og svo á einnig við í þínu til- viki. Þú þarft ekkert að skammast þín fyrir bréfið þitt og Póstinum væri greiði gerður að fá að birta það. Stelpa f rá Uganda Kœri Póstur! Ég er hér með nafn á 16 ára stelpu í Uganda og hana langar svo mikið í íslenskan pennavin. Ahugamál hennar eru margvísleg. Meira veit ég ekki um hana, en gerðu það fgrir mig að birta nafn hennar og heimilisfang eins fljótt og þú getur. Bœ, bœ, Guðrán Ólafsdóttir. Og heimilisfangiö og nafnið er Kata Kabuye, P.O. Box 18, Lugazi, Uganda og nú ættu penna- glaðir að senda henni línu sem allra fyrst. HEFUR ÞÚ LESIÐ Sýnishorn af forsmáðri ást Kœri elskulegi, ástkœri, frá- bœri, mergjaði, hjálpsami Póstur. Ég skrifa þér vegna þess að ég er í vanda stödd. Ég þyrfti ekki að skrifa þér ef ekki vœri við nein vandamál að etja. Þá er best að gera langa sögu stutta og þá er að byrja. Ég er yfir mig hrifin af strák sem er 17 ára en ég er 14. Ég skrifaði þér í fyrra og fékk ágœt svör því að nú þekki ég hann frá toppi til táar. Ég myndi segja HÆ við hann á götu ef ég sœi hann og geri það og hann líka. Ég er búin að vera hrifin afhonum í tœpt ár. En um daginn hringdi ég í hann og samtalið var svona: Hann: Já. Ég: (Sagði nafn hans.) H: Já. É: HÆ! H. Hver er’etta? É: Gettu? H: Ég veitþað ekki. É: (Ég sagði nafnið mitt.) H: Já, hvað ? É: Ertu að gera eitthvað sér- stakt í kvöld (föstudags- kvöld)? H: Já. É: Hvað ertu að fara að gera ? H: Kemur þér það við ? É: Já. H: Afhverju? É: Af því að ég þarf að tala við þig. H: Mig. Þú getur það ekki. É.Ha? H: Ég er með stelpu. É: Þú með stelpu, hahaha, seg mér brandara. H: Já, ég er víst með stelpu. Ég skal bara sýna þér hana l kvöld. É: Og hvar verðurþú? H: Nið ’rá plani. É: Ég séþig þá kannski. H: Já, bless. É: Bless. Hvernig líst þér á þetta? Finnst þér hann ekki montinn og barnalegur: Ég fór svo niður á plan og spurði hann hvar stelpan vœri og hann sagði: Hún er í hinum bílnum þarna, talaðu bara við hana. Ég að tala við hana, ég sœi mig í anda tala við stelpu sem ég veit ekki einu sinni hvað heitir. Eða er það, Póstur? Nú er ég flutt í X og hann á heima í bœnum. Stutt á milli. Þegar ég kom í nýja húsið dreymdi mig hann fyrstu nóttina. Merkir það eitthvað ? Ég er eins og þorskur á þurru landi sem er hjálpar- vana og bíður eftir því að einhver bjargi honum. Þess vegna verður þú að hjálpa mér og gefa mér fleiri ráð en þú hefur gefið mér. Þorskur áþurru landi. Ur vöndu er að ráða, þorskur minn. Pósturinn vill alls ekki hryggja þig en allt bendir nú samt til þess að gaurinn hafi um annað að hugsa en þig alla daga og allar nætur. Fyrst hann er með stelpu vill hann sjálfsagt bara fá aö vera með henni í friði. Þú getur svo sem haldið áfram að fylgjast með honum og athuga hvort eitthvaö breytist en ef ekki þá er um lítið annaö að ræða en beina tilfinningunum á aðrar brautir. Þú ert ekki sú fyrsta sem verður að þola mótlæti í ástamálum. Það hafa sjálfsagt flestir, bæði karlar og konur á öllum tímum, einhverja svipaða sögu að segja. Og 99,999% náðu sér aftur áður en á löngu leið, þó vissulega sé erfitt að kyngja því á meðan það gengur yfir. X.tbl. Vikan 63
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.