Vikan


Vikan - 29.11.1984, Qupperneq 13

Vikan - 29.11.1984, Qupperneq 13
Unnur Berglind, Gunnar, Arni Henry og Henny eru oftast heima fram yfir hádegi en þá hefst vinnudagurinn i dansskólanum. Unnur Berglind fer oft með mömmu í vinnuna og hjálpar til en yngsti meðlimur fjölskyldunnar lætur sár nægja að taka sporin heima hjá barnapíunni. aðkasti út af. Þegar ég var að sýna dans á unglingsárunum fékkst varla þrettán ára strákur á svið, það þótti asnalegt og hallærislegt, svo ekki sé nú talað um ef maður átti að brosa í þokka- bót. Nú fer varla sú danskeppni af stað að ekki þyrpist að unglingar af öllulandinu.” öfundin kom fram í hring- ingum og lygasögum „Verst þótti mér öfundin og umtaUð sem fylgdi því að vera þekktur unglingur, bæði fyrir og eftir Japansferðina. Ég fékk stundum upphringingar frá fólki sem vUdi segja áUt sitt á því hversu mikið ég væri í sviðsljós- inu. Mér fannst gaman að sýna föt og dans og þetta var vinnan sem ég hafði vaUð mér. Eftir Japans- ferðina tók ég þá ákvörðun að láta móralinn og umtaUð ekki fá á mig en auðvitað kom það fyrir að ég heyrði eitthvað sem særði mig og lá þá stundum andvaka yfir hlutunum. Hver vUl láta ganga um sig lygasögu? Veistu að mér hefur aldrei Uðið vel að ganga niður Laugaveginn. Kannski er það vegna þess að ég er svo ðmann- glögg á aUt það fólk sem ég hef hitt í gegnum árin og er þá kannski áUtin merkileg með mig ef ég heilsa ekki. Ég hef líka orðiö vör við að fólk hefur snúið sér við og hvíslast á um mig, sem mér finnst óþægilegt. Ég get bara sagt þér litið dæmi. Vinkonu minni og vini hennar, sem ég þekkti ekkert þá, var boðið í partí tU kunningja hans í menntó. Þau voru varla mætt á staðinn þegar farið var að ræða um mig og rægja. Þessi kunningi vinkonu minnar stóð þá upp og gekk út ásamt vinkonu minni. Sem betur fer átti ég góða vini.” Vinur er sá sem getur glaðst með þór á gieðistundum „Ég hef oft hugsað um það eftir á hversu mjög reynir á vini og kunningja í svona málum. Vinur á ekki aðeins að reynast vel á sorgarstundum, hann á líka að geta glaðst með þér á gleðistund- unum í lífinu og vera glaður þegar þér gengur vel með það sem þú tekur þér fyrir hendur. Ég gat sorterað vini og kunningja á þessum árum. Ég ýtti þeim til hliðar sem öfunduðu mig og rægðu. Sönnu vinimir tóku svo aftur þátt í þessu með mér og í dag á ég marga kunningja en fáa en góða vini. Það hefur líka mikið að segja að eiga skilningsríka for- eldra. Mínir foreldrar hvöttu mig í því sem mig langaði til að gera.” Er gift manni sem áleit mig vera eins og umtalið sagði „Ég kynntist Gunnari, mann- inum mínum, í útilegu 1980 þegar ég var tuttugu og átta ára og þá búin að vera einstæð móðir í tvö ár. Þótt hann hefði aldrei hitt mig áður var hann löngu búinn að dæma mig. Ég fékk aldeilis að heyra sögusagnir um mig í þeirri ferð og það hversu montin ég væri og allt það. En hann þurrkaði í burtu þessar sögusagnir, sem auð- vitað voru allar skáldaðar og hreint alveg ótrúlegt að fólk skuli hafa nennt að velta mér svona fyrir sér, og kynntist mér sem ósköp venjulegri manneskju og við giftum okkur um það bil ári seinna eftir að gengið hafði verið frá skilnaðinum við fyrri mann- inn. Tengdamamma, sú besta í heimi, „vissi líka allt um mig” en þekkir mig ekki sem þá sem talað var um. Nei, fólk á ekki að dæma manneskjuna án þess að þekkja hana.” „Þegar ég lít til baka þá sé ég ekki eftir neinu. Maður verður ekki ungur aftur. Ég er þrjátíu og tveggja ára, gift og tveggja bama móðir, og þegar ég hugsa til baka þá finnst mér í rauninni frekar að ég hefði átt að nota tækifærin enn betur. Ég giftist fyrri manninum mínum tuttugu og tveggja ára og eignaöist Unni, sem nú er sex ára, ekki fyrr en tuttugu og sex ára og hafði því góðan tíma áður fyrir þessi tækifæri. I Japan bauðst mér til dæmis að leika í kvikmynd. Ég Só ekki eftir neinu 42. tbl. Víkan 13
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.