Vikan


Vikan - 29.11.1984, Blaðsíða 14

Vikan - 29.11.1984, Blaðsíða 14
þótti svo lík leikkonunni Evu Aulin og kom því til tals aö við lékum tvíburasystur saman. En ég fór heim í danskennsluna og var við hana í eitt ár í viöbót. Þetta var vorið 1970. Um haustið fór ég síðan sem Miss Young Intemational í þriggja mánaða tískusýningar- ferðalag til Ástralíu og aftur til Japans 1971 til að krýna arftakann sem var frá Svíþjóð. Þegar ég svo kom heim frá Japan fannst mér einhvem veginn ég vera búin að stússast nóg í þessu, vera í sýningarstörfum, taka þátt í keppni hér heima og verða Miss Young Intemational svo ég ákvað að hætta þessu og fór að gera aðra hluti. Kannski var það vegna móralsins hér heima og til að sanna að ég gæti annað en að dansa og sýna föt. En þetta var þroskandi tímabil og ég held ég hafi ekki haft neitt nema gott af þessu.” A ekki við mig að vinna frá níu tii fimm „Það urðu umskipti þama í lífi mínu, ég fer aö vinna á Kefla- víkurflugvelli og síðan að fljúga, kynnist fyrrverandi manninum mínum og eignast bam. Ég opnaöi líka tískuverslun og var þar innan borðs frá níu til fimm eða sex sem er nokkuð sem á ekki við mig. Það varð alltaf minna og minna úr dansinum hjá mér, pabbi veiktist og dansskólinn okkar lagðist niður sem heils vetrar skóli. Af og tU vorum við með námskeið en síðastliðin sjö ár hefur skólinn ekki verið starfandi sem slíkur. Nú er ég komin á fullt í dansinn eftir að við opnuðum Dansskóla Hermanns Ragnars aftur í haust með pabba og mömmu. Dans- kennaradraumurinn er nú vem- leiki aftur, ég hef hrærst í dansi meira og minna í tuttugu og átta ár og ætti því að geta miðlaö ein- hverju. Það má líka kaUa það umskipti í lífinu þegar ég kynntist manninum mínum, honum Gunnari, í útUegunni í Bolabás. Hann hvatti mig mjög þegar ég talaði um það hversu mikið mig langaði aftur tU að kenna dans. Við eignuðumst svo Áma Henry og strax og hann var orðinn nógu gamaU drifum við okkur til Dan- merkur þar sem við höfum verið síðastliðiðár.” Lærðum og nutum iífsins „1 rauninni hefði ég kannski aldrei farið út í dansinn aftur ef Gunnar hefði ekki hvatt mig. Samt var hann enginn áhuga- maður um dans, kunni ekki spor þegar við kynntumst. En hann hefur nú ráðið bót á því, fór í dans- tíma í Danmörku og var aUur af vUja gerður og er framkvæmda- stjóri skólans nú. Þetta var annars dýrlegur tími, dýrt nám, en við lærðum margt og nutum lífsins. Mér finnst líka aUtaf gott að vera í útlandinu. Þar getur maður horfið í fjöldann. Svo þykir mér aUtaf vænt um Dani f rá því ég var í Danmörku á sumrin með pabba og mömmu. Það er líka skemmtileg tUvUjun en ég var fimm ára þegar ég dvaldist þar með þeim í fyrsta skipti og Unnur Berglind dóttir mín var nýorðin fimm ára þegar við Gunnar fórum út í sömu erindagjörðum og meira segja á sama skóla og að hluta tU til sömu kennara. Eg haföi eigin- lega ætlað mér mest í upprifjun þegar ég fór út en fékk strax mikinn áhuga á að kynna mér bamadanskennslu sérstaklega og eyddi því kröftunum og tímanum að mestu í það. Unnur Berglind var líka eins og grár köttur á eftir mér og þegar ég sá hversu mikið hún fékk út úr þessu lagði ég annað meira á hiUuna en einbeitti mér að bömunum. Og ég endaði með því að kynna mér ekki ein- göngu samkvæmisdansa heldur líka jassdansa fyrir yngstu kyn- slóðina og er núna með jassleik- skóla fyrir böm frá þriggja tU fjögurra ára aldri. Nú, ég hef líka umsjón með öðrum sérhópum eins og jassbaUett og acrobatik en af og tU bregð ég mér í fín föt fyrir samkvæmisdansana. Mér finnst alveg ótrúlega gaman að kenna bömum og dansinn kemur þeim til 14 Vikan 42. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.