Vikan


Vikan - 29.11.1984, Blaðsíða 22

Vikan - 29.11.1984, Blaðsíða 22
 Pósturinn AIRMAIL PAR AVION Gullhamstrar Kœri Póstur. Við erum hér tvœr sem langar að eignast gull- hamstra. Hvar fáum við þá ? Eru þeir dýrir? Hvað lifa þeir lengi ? Hvað borða þeir? Gullhamstraóðar. Gullhamstrar fást í gæludýra- verslunum og kosta líklega eitt- hvað í kringum eitt hundrað krón- ur en þú skalt leita til þessara verslana og spyr ja nánar út í verð- iö. Þeir þurfa lika búr sem kostar sitt en gullhamstrar verða að vera í búrum. Þessi litlu grey lifa að meðaltali í þrjú ár og borða fræ- blöndu sem einnig á að fást í gælu- dýraverslunum en einnig má gefa þeim grænmeti og epli og sumir segja að fíflablöð þyki þeim herrramannsmatur. Ástarsorg Kœri Póstur. Ég er hér ein utan af landi í mikilli ástarsorg. Þannig er mál með vexti að kona bróður míns á bróður sem er 18 ára (ég er 13 ára en mjög þroskuð eftir aldri). Um helgina fór ég í bæinn í brúðkaup bróður míns og mágkonu og var bróðir hennar þar auðvitað. Mér sýnist hann vera hrifinn af mér en ég er allt of feimin til að rœða um þetta við hann. Hvað á ég að gera ? Nafnnúmer. Þegar maður er 13 ára er maður oft skotinn í hinum og þess- um og það er oft spennandi. Þetta þarf þó ekki alltaf að leiða til fasts sambands. Þú ert rétt aö byrja unglingsárin og ættir því ekkert að vera að flýta þér í þess- um efnum. Það getur verið að bróður mágkonu þinnar finnist þú bæði sæt og skemmtileg án þess að hann hafi samband í huga. Það getur oft verið mikill þroskamun- ur á þessum árum en þó svo að þú sért þroskuð eftir aldri ráðleggur Pósturinn þér að flýta þér ekki um of með þetta allt. Þú ættir því ekk- ert að vera að hugsa allt of alvar- lega um þetta. Njóttu þess að vera 13 ára og hrifin. Einmana Heittelskaði Póstur. Ég er einmana og langar mjög að kynnast fólki sem er hresst og skemmtilegt. Hvað get ég gert? Eru til einhverj- ir klúbbar eða félög sem gœtu látið drauma mína rœtast. SÓ. Það kemur ekki fram í bréfi þínu hversu gömul þú ert, SO, en þó álítur Pósturinn þig vera á grunnskólaaldri. Hefurðu prófað að fara á þær skemmtanir sem skólinn býður upp á og reynt aö kynnast skólafélögunum? Sumir fara í ýmsa starfsemi utan skóla og kynnast þar sínum vinum og má til dæmis nefna dansskóla, skátana og þess háttar. Ferða- félög eru líka góður vettvangur til að kynnast fólki svo ef þú hefur gaman af að ferðast ættir þú að athuga þann möguleika. Margir hafa komist í samband við góða vini í gegnum pennavinadálka en aðalatriðið er að loka sig ekki inni og segja sem svo: Ég hitti aldrei neinn. Öfrísk? Kœri Póstur. Ég fór nýlega í partí og hitti þar sœtan strák. Ég fór að tala við hann og við fórum inn í nœsta herbergi og fórum nokkurn veginn að gera það. Finnst þér að ég œtti að byrja með honum? Heldurðu að ég verði ófrísk? 13 ára í vandrœðum. Eins og Pósturinn hefur áður og oft bent á á svona lagað ekki að koma fyrir. Unglingar sem eru byrjaðir að hafa samfarir eiga ekki að segja eftir á: Við notuðum engar getnaðarvamir. Þannig er líka mál með vexti að stelpa og strákur þurfa ekki endilega að byrja að sofa hjá þótt þau séu skotin hvort í öðru. Stelpa sem hittir strák í partíi eina helgi þarf ekki endilega að hafa samfarir við hann þótt hann sé sætur. Þú ert ung og ættir ekki að leggja út í þá áhættu sem því fylgir að stunda kynlíf án getnaðarvama. Ekki verður aftur snúið ef þú verður ófrísk. Fóstureyðingar eiga aldrei aö koma í stað getnaðarvarna. Þær eru neyðarúrræði og því átt þú ekki að taka þá áhættu að vera að sofa hjá þeim sem þú verður skotin í. Þú getur alveg átt vin án þess aö kynlíf sé strax á dagskrá hjá þér. Þegar síðan að því kemur að þú ferð að stunda kynlíf þarf að undirbúa hlutina vel í sambandi við getnaðarvamir ef bam á ekki að koma í heiminn. Á meðan skalt 2. þú líta í bækur eins og Æsku og kynlíf, Við erum saman og Nýja kvennafræðarann. Spurningaflóð Hœ, hœ, kœri Póstur. Ég er hér ein að vestan með nokkrar spurningar: 1. Er eðlilegt að maður sé ekki byrjaður á túr 14 ára? 2. Hvort er Pósturinn karl- kyns eða kvenkyns ? 3. Er asnalegt að vera hrifin af strák sem er fimm árum eldri en maður sjálfur? 4. Hvernig getur maður sagt við strák að maður sé hrifin af honum án þess að hann roðni eða tali ekki við mann í lengri tíma á eftir? 5. Hvernig heldur þú að strákar sem eru frekar rólegir og eiginlega ekk- ert œstir í stelpur bregð- ist við ef maður segir við þá að maður sé mjög ást- fanginn afþeim? 6. Hvernig verður maður áskrifandiað Vikunni? Svörin: 1. Tíöablæðingar byrja oftast á aldrinum 12—14 ára. Þetta er þó engin algild regla því stundum byrja blæöingar þegar stúlkur eru 10 ára og stundum ekki fyrr en um 17 ára aldur. Það þroskast ekki allir jafnhratt og sumar stúlk- ur fá fyrstu blæðingar snemma og aðrar seinna án þess að nokkuð óeðlilegt sé á ferðinni. Ef fyrstu blæð- ingarnar eru ekki komnar um 16 ára aldur er oft talað um hægfara kynþroska og í lang- flestum tilfellum koma svo blæðingarnar af sjálfu sér fyrir 18 ára aldur. Pósturinn hefur hingað til haldið þessu leyndu og er bara að hugsa um aö halda því áfram. Takmark Póstsins er einungis að leitast við að gefa greinargóð svör. 3. Það er alls ekki asnalegt að vera hrifin af strák yfirleitt en stundum geta fimm ár skipt miklu máli hvaö þroskann snertir. Þú gefur ekki upp aldur þinn en kannski ert þú 14 ára (samanber spumingu 1) og þá strákurinn 19 ára. Þarna getur þroskamunurinn skipt miklu máli ef um fast samband á að vera að ræða. En svo er allt í lagi að vera hrifin í f jarlægð, það gerir lífið spennandi. 4. Það er ekki gott aö segja alveg nákvæmlega hvernig á að bera sig að í þessu, það fer dálítið eftir persónunni sem á að fá hólið. Strákar á unglings- aldrinum eru oft feimnir, sem er mjög eðlilegt, og er þá betra að fara varlega að hlutunum. Best er líklega að grípa tæki- færið á einhverju skólaballinu, til dæmis í miðjum dansi ef málin þróast þannig. Svo er líka hin leiðin að láta vin- konuna njósna dálítið um hug stráksa og koma síðan þínum hug á framfæri við hann. 5. Líklega færu þeir mjög hjá sér en það er samt aldrei að vita. 6. Áskrift að Vikunni fæst í Þverholti 11, Reykjavík, og er síminn þar 91-27022 (Biður um áskrift). 22 Vikan 42. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.