Vikan


Vikan - 29.11.1984, Qupperneq 30

Vikan - 29.11.1984, Qupperneq 30
Fræknir bakarar Þegar við starfsmenn á ritstjórn Vikunnar vorum að bræða með okkur tilhögun kökublaðsins iár skutu ýmsar hugmyndir upp koiiinum. Á undan- fömum árum hafði verið ieitað tilalls kyns bökunariistamanna, i fyrra voru það handverksbakarar og þar á undan kennarar og nemendur hússtjórnar- skólans að Laugarvatni. Því ekki að leita til einhverra sem eru nýbyrjaðir og baka við góðan orð- stir? Þessari hugmynd var tekið fagnandi og fyrir valinu varð bakari sem hóf starfsemi i febrúar síðastíiðnum, Borgarbakariið við Grensásveg i Reykjavik. Bræðurnir og bakarasynirnir Haukur og Smári Haukssynir tóku erindi okkar frábæriega vel, brugðu skjótt við og hár sjáum við árangurinn. Við þökkum þeim fræknu bræðrum aðstoðina og óskum iesendum alls góðs við baksturinn. (Tilsögnin hár fyrir neðan er fengin úr bók Karis O. J. Bjömssonar, Brauð og kökur, en hún kom út fyrir 51 ári.) Smári Hauksson bakarameistari. Heukur Hauksson bakari. Lyfting á deigL Deig er ýmist látifi lyfta sér metS geri etSa lyftiduftL Er ger- itS oftar notað til stœrri brauða, sökum þess, að brauðin þykja halda sér betur af því; eru líka ávalt nokkuð blautari og mýkri. Lyftiduft er meira notað í allar kökur. Það er einnig meira haft í minni brauð, þau, sem framreidd eru ný eða alveg heit. Hér er í stuttu máli gerð grein fyrir, hvemig lyfta á deigi, eem lagað er með geri. Köld lyfting. Þegar lyft er með kaldri lyftingu, er deigið lagatS atS kveldinu og látið standa á köldum stað um nóttina; þó ekki þar, sem frost getur gert því skaða. Deigið er byrgt vel. Lagt er í það með köldu, vatni eða mjólk, eftir því sem við á. — Deigið er að morgninum, eftir 8 til 10 tíma, búið að lyfta sér það, að það er allt að því helmingi stærra en þegax það var lagað. Sé það eigi, þarf að lofa því að standa á hlýjum etað, til þess að lyfta sér betur. Þegar lyfting er komin í deigið, eru búin úr því brauð. Þau eru látin lyfta sér við góða hlýju, helzt þar sem hægt er að halda þeim rökum, annað hvort með gufu eða með þvi að strjúka þau yfir úr vatni eða mjólk. Brauðin mega hvorki blotna það mikið, að þau renni út, eða þoma svo, að þau fái skel. Heit lyfting. Lagt er í deigið með volgu, vatni eða mjólk, eftir því sem við á, hitastig um 30° C. Þó er undhntekning á um vínar- brauð og önnur þau deig, sem mikið er í af smjöri, enda þar þá gerð grein fyrir lyftingu. Sé að ræða um franskbrauð, eúrbrauð, sigtibrauð eða önnur þau brauð, sem þurfa nokkra hnoðun, er deiginu hnoðað saman, tvisvar til þrisvar, meðan á lyftingu stendur. Deigið ætti að vera sæmilega lyft eftir einn til tvo tíma; þá er það búið út í brauð. Þau em látin lyfta sór á hlýjum stað. Sjá kalda lyftingu, síðari hluta, bls. 5. Lyftiduft. Lyftiduftið er mjög gjamt á að hlaupa í kekki, ef það er látið í deig, þar sem væta er fyrir. Hefi eg því ráðlagt að hræra það út í vatni eða mjólk, þar sem því verður við komið. Ef þess er eigi kostur, þá að blanda það í mjölið. Deig, sem búin em lyftidufti, ættu aldrei að standa lengi óbökuð, því að lyftiduftið linast á að standa. Súrdeig. Eg hefi lítið ráðgert að notað yrði súrdeig í þeim upp- 8kriftum, sem em að finna hér í bókinni. Þó em ýmsir, er nota enn súr, einkum þá í rúg- og normalbrauð. Hér er því hand- hæg uppskrift af súrdeigi: 200 gr. rúgmjöl. 1 dsl. volgt vatn (30° C.). 20 gr. salt. Þetta er hnoðað saman í deig, sem er látið standa tvo til þrjá daga, á hlýjum stað. Súrdeig þetta ætti að vera nægilegt í um 20 kg. af rúgdeigi, og þá í heldur minna af hveitideigi. Til þess síðan að viðhalda súmum, má taka nokkuð frá af deiginu, sem búið er að laga, og geyma það í súr. Ger. Blautger er mikið notað i brauð, og þykja þau halda sér betur af því en lyftidufti. Einnig er gott að geta breitt til á báða vegu. Nýtt ger er vanalegast ljóst og mjúkt. Það þolir illa geymslu og verður þvi að notast eftir hendinni. Þess ber að gæta, að gerið þolir ekki meiri hita en 45° C. án þess að skemmast. Skal því varast að leysa það upp í heitu vatni. Ger er sem stendur óvíða hægt að fá nema í brauðgerðarhúsum.. Leiöbeiningar. 1. Vigt rétt, má slétt. Svo skal gera alla hluti vel, að enginn só útundan. 2. Hafið alla hluti við hendina, sem til heyra, áður en bök- unin byrjar. 3. Hafið pönnurnar hreinar og smyrjið þær með góðri feiti, helzt með smjöri. 4. Þegar brauð em smurð yfir með eggjum, smjöri, mjólk eða vatni, er bezt að nota til þess lítinn pensil. 6. Kökur, sem eru hrærðar, verða betri, ef það er vel gert, og þess gætt, að þyrillinn rofni sem minnst. 6. Mótkökur þurfa að kólua nokkuð áður en þær eru losaðar úr mótunum. Reynist erfitt að losa kökumar, mætti vefja mótið heitu, blautu klæði. 7. Merki þess að brauð sé bakað, er að það losi sig frá um hliðamar á mótinu. Annað merki er það, að stungið er með prjón eða spýtu gegnum brauðið; loði þá ekkert við, er brauðið búið. 8. Heitur er ofninn, ef pappír verður fljótt dökkur í hon- inn. Mátulegan má kalla þann ofn, sem fljótt gerir pappír- inn gulan, en vægur er sá hiti, er ver treinist. 9. Ráðlegt er fyrir þá, sem baka nokkuð að ráði, að eiga minnst 4 til 6 pönnur. 10. Hrærið jafnan til sömu handar, ef hægt er. Þá er minni hætta á að þyrillinn rofni. Smjörlíki má nota í stað smjörs alls staðar nema þar, sem annað er framtekið sérstaklega. 30 Vikan 42. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.