Vikan


Vikan - 29.11.1984, Blaðsíða 46

Vikan - 29.11.1984, Blaðsíða 46
m Vikan og tilveran Það er miður febrúar 1925. Halaveðrið er nýlega gengið yfir með sínum hörmulegu af- leiðingum. Ég er 18 ára og legg af stað til Reykjavíkur í félagi við tvo jafnaldra mína og æskuvini. Ætluðum viö að reyna að afla okkur fjár með lausavinnu í Reykjavík til þess að kosta skóla- vist næsta vetur. Þegar til Reykjavíkur kom réðst ég í fæði hjá frænku annars félaga míns en sveitungi minn, sem hafði á leigu kjallaraherbergi í Uppsölum, leyfði mér að sofa í flatsæng á gólfinu. Maður þessi stundaði eyrarvinnu og fór ég nú meö honum morgun hvem klukkan fimm niður að höfn og biðum við þess að einhver togari kæmi inn með saltfisk til löndunar. Oftast kom einn eða tveir togar- ar en þá biðu á bryggjunum á annað hundrað manns til að biðja um vinnu. Verkstjórinn kallaði menn til vinnu hér og þar úr hópnum en alltaf stóð meiri- hlutinn vinnulaus á bryggjunni þegar vinna hófst og alltaf var ég í þeim hópi. Þegar svo hafði gengið í hálfan mánuð hætti mér að lítast á blikuna. Fór ég þá að fylgjast með auglýsingum í Vísi. Þann 3. mars sá ég þar auglýsingu um að mann vantaði til skepnuhirðingar í Þorlákshöfn. Fór ég strax til fundar við um- boðsmann auglýsanda og þar sem mér þótti kaup það er í boði var viðunandi réð ég mig í starfið. Átti ég að fara strax um kvöldið til Hafnarfjarðar og þar um borð í bát sem fara átti daginn eftir til Þorlákshafnar hlaðinn salti. Þeg- ar ég sagði félögum mínum frá á- kvörðun minni þótti þeim mjög miður að ég ætlaði að slíta félags- skapnum og gerðu allt sem þeir gátu til þess að fá mig til að hætta við áform mitt, en án árangurs. Fór ég svo um kvöldið á vörubifreið til Hafnarfjarðar með ferðakistu með bókum og fleiru, fann bátinn við hafskipa- bryggjuna og kom mér um borð. Var þetta gamall trébátur, um 30 tonn að stærð, fullhlaðinn salti. Svaf ég um borð um nóttina. Nokkru fyrir hádegi miðvikudaginn 5. mars var lagt úr höfn og stefna tekin út á Faxaflóa. 1 áhöfn bátsins voru 4 menn, skipstjóri, vélamaður og tveir há- setar. Telja mátti þetta mína fyrstu sjóferð á vélbáti. Veður var hið besta og þegar við komum út á flóann út af Garðskaga sigldum við í gegnum stóran flota fiskibáta frá Keflavík, Njarðvíkum og öðrum nálægum veiðistöðvum. Fékk ég þá að taka í stýrið af og til. Báturinn var heldur gang- tregur en þó náðum við fyrir Reykjanes um miðnættið og var svo tekin stefna austur með landi. Fór þá fljótlega að kula á austan og jókst vindurinn eftir því sem austar dró. Um hádegi á fimmtudag vorum við komnir austur á móts við Selvog. Þá hófst ráðslag á milli skipstjóra og vélamanns um að tilgangslaust væri að berja þetta áfram því sjálfsagt væri ófært í Þorlákshöfn í þessu austanveðri. Lauk þessum viðræðum með því að ákveðið var að snúa við og halda undan veðrinu sömu leið til baka. Þegar við höf ðum lensað vestur með tvo til þrjá tíma breyttist veðrið allt í einu, austanáttin gekk niður en vindur snerist til suð- vesturs og jós upp stórsjó sem sífellt færðist í aukana. Leið ekki á löngu þar til í ljós kom að báturinn var farinn að leka. Voru þá háset- amir settir til þess að fara út á þilfar og dæla með þilfarsdælunni. Stöðugt herti veðrið og sjógangur færðist í aukana. Var þá gripið til þess að setja bönd á dælumennina svo að þeim skolaði ekki út er sjór gekk yfir bátinn. Auk þess æpti skipstjórinn aðvaranir til þeirra þegar verstu ólögin gengu yfir. Svona var baksað móti veðrinu klukkutíma eftir klukkutíma. Enginn fékk neina næringu, hvorki vott né þurrt. Kabyssan í káetunni var komin á hvolf og engir möguleikar að hita neitt. Ég stóð lengst af uppi í stýrishúsi hjá skipstjóra og vélamanni, en um miðnættið fór ég niður og lagðist upp í eina kojuna. Erfitt var að halda sér í skorðum því báturinn kastaðist sitt á hvað og tók stórar dýfur er hann stakkst fram af ölduhryggjunum og af og til heyrðust köllin ofan úr stýris- húsinu þegar skipstjórinn var að aðvara þá sem við pumpuna stóðu. Ég taldi víst að báturinn mundi sökkva þá og þegar. Var mér nú ljóst að ferð mín var algjört feigðarflan og að ég hefði betur farið að ráðum félaga minna og þraukað lengur í Reykjavík. Svo fór ég að hugsa heim. Verst þótti mér að hafa ekki komið boðum heim um ráðbreytni mína, um ferð mína vissi enginn nema félagar mínir og matseljan þvi ekkert bréf hafði ég sent. En ég var alveg rólegur og var búinn að sætta mig við að farast þama ein- hvers staðar nærri Reykjanesi. Þrátt fyrir veltinginn fór svo að lokum að ég sofnaði. Þegar ég vaknaði aftur fann ég að báturinn lá kyrr á sléttum sjó. 46 Vikan 42. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.