Vikan


Vikan - 29.11.1984, Side 53

Vikan - 29.11.1984, Side 53
ana sjálfa. Ég spurði hann líka hvort maður þyrfti að eiga kjólföt til að komast inn og út á hvað þetta gengi nú allt saman. Og hvort pen blá jakkaföt gætu ekki komið í staðinn fyrir kjólinn. — Hvar er pípuhatturinn minn? spurði Larsen á móti. Ég sagði honum að hann hefði fariö í salí- bunu með vatnsflauminum og allt útlit væri fyrir að vindurinn hefði tekið við þegar straumiðan sleppti honum. — Mér sýnist hann vera á floti í rennusteininum þama niður frá, sagði ég. — Bíddu bara augnablik, ég skal reyna að góma hann. Ég hljóp á eftir hattinum, fullur hjálpfýsi og lánið var með mér, mér tókst að skella fætinum á hann í rennusteininum áður en vindhviða hreif hann með sér út í veður og vind. Skömmu síðar gat ég fært eigandanum hattinn og var þá heldur betur stoltur. — Þetta er nú eitt það eftir- minnilegasta sem ég hef nokkum tíma lent í, sagði hann. Ég gat ekki að mér gert að brosa. Ég var einmitt að hugsa um gamla Chaplinmynd þar sem hafði verið svipað atriði, nema í hvert sinn sem Chaplin teygði sig eftir hattinum sínum fauk hann lengra út í veður og vind. — Stendurðu þama og hlærð upp í opið geðiö á mér? sagði Larsen og stakk hausnum næstum á kaf í limgerðið. Hann var mjög heilbrigður og rjóður í framan. Ég sagði honum frá Chaplinmyndinni sem ég hafði verið að hugsa um. Það haggaðist ekki hrukka í andlitinu á honum. — Það er eiginlega ekki hægt að segja frá þessu, maður veröur að sjá það. — Fábjáni! sagði hann. Hvort hann var að tala um Chaplin eða ekki vissi ég ekki, mér finnst Chaplin alltaf skemmtilegur. En það eru ekki allir sem hafa sans fyrir fínan húmor. Og þó ég vilji nú ekki vera að segja neitt ljótt um hann Larsen þá verð ég að viðurkenna að hann á af mörgu meira en húmor. Hann fór inn og skellti hurðinni fast á eftir sér, og þegar ég var bú- inn að þurrka mér um hendumar á lúnum tvisti fór ég líka inn. Það var komið kaffi. Þegar ég var bú- inn aö drekka kaffið mitt bað ég Maríönnu um að fara í kjallarann og skrúfa frá krananum þar svo ég gæti lokið við að þvo bílinn. — En endilega ekki opna fyrr en ég hrópa OPNA, sagði ég. Ég hef engan áhuga á að lenda í stæl- um við Larsen aftur. Svo fór ég niður í innkeyrsluna og greip slönguna, þar sem hún lá, og um leið opnaði Larsen dyrnar til að athuga hvort leiðin væri greið fram undan svo hann kæmist út. Hann var greinilega ekki enn kominn yfir skrekkinn frá því áðan. Nú var hann kominn úr kjólfötunum og kominn í smók- ing. Hann hætti sér greinilega ekki af stað þegar hann sá mig þama með slönguna. Hann gat ekki vitað að það var ekki skrúfað frá. — Þér er óhætt AÐ OPNA! hrópaði ég róandi til hans. Hann opnaði dymar alveg og kom út á tröppumar. En um leið skrúfaði Maríanna frá vatninu. Og það lenti beint á Larsen. — Úbbosí! sagðiég. Hrúturinn 21. mars- 20. april , Sannkölluð letivika er fram undan, ekki mikil sól en þeim mun meiri sæla. Þú hefur þörf fyrir félagsskap og því veröur þú feginn þeg- ar þér verður boöiö í mikinn gleöskap á næstunni. Nautið 21. apríl 21. mai Þú færö tækifæri til að auka viö þekkingu þína á málefni sem þú hefur rosalegan áhuga á. Líklegast eykst sjálfstraust þitt til muna við þetta, svo mikiö að þú ættir aö passa þig ofurlítið. Krabbinn 22. |úni - 23. júli Þú ert upp á þitt besta þessa dagana og þér gengur erfiö- lega aö skilja að aörir eru kannski ekki alveg eins vel upplagðir og þú! Taktu tillit til annarra og haföu samband við góöan vin. um þig eru duglegir að segja álit sitt á öllu sem þú gerir. Hvemig væri aö þú lokaöir nú eyrunum og hagaöir lífi þínu akkúrat eftir eigin höfði. L|ónið 24. |úli 24. ágúst Þú nýtur góös af skapferli þínu og fólk á gott með aö um- gangast þig. Gættu þín á aö enginn mis- noti góðvild þína og láti þig gera hluti sem ekki eru í þínum verkahring. Sporðdrekinn 24. okt. 23. nóv Þú getur rólegur tekið orö náins vinar trúanleg og treyst því aö hann vill þér vel. Þú kemur til með aö segja álit þitt hreint út á ákveðnu máli og lætur óánægju ekki hafa áhrif á þig. Steingeitin 22. des. 20 |an. Þú hefur trassað aö gera ákveöna hluti nú lengi og þaö kemur beint í hausinn á þér næstu daga. Láttu samt ekki bugast því þetta eru tímabundn- ar annir og þú munt njóta lífsins bráölega. Vatnsbermn 21. jan. 19. febr. Þú ert fullur af orku og langar til aö taka til hendinni en því miöur er lítið af verk- efnum sem þú getur leyst á næstunni. Þú ferö í burtu á næst- unni og það verður kærkomin tilbreyting. Tvíburarnir 22. mai 21. júni Þú hefur ekki notiö þín nægilega mikiö á því sviöi sem þú ert betri en aðrir. Þú ættir aö vera dug- legri viö aö ota þín- um tota, þaö eru frumskógarlögmál sem gilda í þessu máli sem öörum. IVIeyiaii 24. ágúst 23. sept. Þú hefur mikinn áhuga á aö hrinda í framkvæmd áætlun sem mörgum finnst helst til stórtæk og hafa of mikla áhættu í för meö sér. Þú stendur á tímamótum núna en ert í góöu andlegu jafnvægi. Bogmaðurinn 24. núv. 21.des. Þessir tímar veröa mjög rómantískir og þú lifir hátt í skýjunum á næstunni. Þú ættir samt aö tylla tánum niöur á jöröina eitt andartak því þú þarft aö taka til hendinni heima hjá þér. Fiskarnir 20. febr. 20. mars Þú heyrir uppástungu sem kemur sér illa fyrir þig og þú átt aö taka á öllu þínu til aö hindra aö hún komist í framkvæmd. Þú þarftaölæra að standa á eigin fótum og halda í skoöanir þínar. 42. tbl. Vikan 53

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.