Vikan - 29.11.1984, Side 58
sjáiö fyrir framan ykkur höfuðs-
mann úr fótgönguliðinu, tutt-
ugustu herdeild ef ég les rétt úr
röndunum hans. Þið kannist við
þessa karla, strákar. Eftir fyrir-
mælum manna eins og hans hafið
þiö varpað ykkur á girðingar úr
gljáandi byssustingjum, á sverð
riddaraliðssveita, gengið í átt að
stórum, svörtum fallbyssukúlum
sem æða yfir valinn og kippa höfð-
um og limum af í leiðinni. Það
sem verra er, að fyrirmælum
manna eins og hans hafið þið verið
bundnir við vagna og húðstrýktir
þangað til holdið hékk á ykkur
eins og blóðugar tuskur. Aö fyrir-
mælum hans hafið þið líka mynd-
að hring og staðið og fylgst með
einhverjum félaga ykkar hengd-
um fyrir þann svívirðilega glæp að
slá foringja.”
„Það er hárrétt!” hrópaði
einhver hinum megin í hringnum.
Sá hafði handlegginn um naktar
axlir Suzie og neyddi svertingja-
stúlkuna til aö borða af kjötinu
með sér. „Þú hefur hreina silfur-
tungu í munninum, þjálfi, og það
erhreina satt.”
„Hengið hann!” hrópaði annar.
„Við skulum horfa á hann dansa í
trjátoppi!”
„Við finnum upp á nokkru betra
en svo,” kunngjörði liðþjálfinn.
„Fyrst skulum við skoða hvernig
maður er þarna undir öllum þess-
um borðum og axlaskúfum. Þú
þarna” — hann benti á vesældar-
legan manninn fyrir framan sig —
„farðu úr þessum fallega jakka.”
Tredegar gerði skjálfhentur það
sem honum var sagt, lét ein-
kennisjakkann falla í rauðan flekk
við fætur sína.
„IJr skyrtunni!” skipaði lið-
þjálfinn. „Nú, það eru ekki svo
afleitar á honum herðarnar. Þeir
fóðra þá vel í foringjamessanum.
Það er næringin sem gerir gæfu-
muninn. Þeir éta eins og svín. Nið-
ur með buxurnar, svín! ”
Flóttaleg augu Tredegar leituðu
til Emmu, eins og bæði hann hana
rm að tala máli sínu við ruddana í
kringum hana og hlífa blygðun
hans. Aftur leit hún niður og af
honum. Þegar hún leit aftur upp
varhann nakinn.
„Prýðilegt,” sagði liöbjálfinn.
„Af ofdekruðum spjátrungi að
vera ertu hreint ekki illa vaxinn
niður, hreint ekki. Hvenær
gagnaðistu síðast konu, ha?
Svaraðu strax.”
„Um — um borð,” tautaði
Tredegar næstum ógreinanlega.
„Talaðu hátt svo allir heyri til
þín, svín,” skipaði kvalari hans.
„Um borð, segirðu. Hvenær um
borö og hverri gagnaðistu? Var
það lafðin hérna?”
„Það var sv-svertingjakonan,”
stamaði Tredegar. „Eg — ég hef
ekki haft — náin kynni af lafði
Devizes.”
„Og þaö er mildi fyrir þig aö þú
hefur ekki snert lafðina, ég get
svarið að ég hefði gelt þig með
eigin hníf,” hrópaði liöþjálfinn.
„Svo þú gamnaðir þér með surtlu,
ha? Komið með hana, þarna. Setj-
iðhanaímiðjuna.”
Suzie var dregin óttaslegin á
fætur, klæðistutlunni kippt af
henni og henni ýtt inn í miðjan
hringinn. Þau stóðu þar saman:
Hann hár, fölur og beinvaxinn;
hún lítil, svört, þrýstin og lagleg.
Bæði skelfingu lostin.
„Sækið svipu,” skipaði liðþjálf-
inn. Og Suzie veinaði.
Glottandi liðhlaupi kom með sex
feta leðursvipu, af þeirri gerð sem
múldýrarekar hersins notuðu.
„Hvort læt ég fá hana, þjálfi?”
spurðihann. „Höfuðsmanninn?”
„Fjandinn hirði þig, nei!”
hrópaði liðþjálfinn. „Léti ég eyði-
leggja góöa konu áður en þið
strákarnir eruð búnir að svala
girnd ykkar á henni? Nei, láttu
hana fá svipuna. Byrjaðu, stelpa!
Hýddu svínið og haltu áfram að
hýða það þangað til ég segi þér að
hætta. Og ef þú lætur hann ekki
kenna nógu vel á því kem ég og
leyfi þér að bragða á ólinni! ’ ’
Suzie leit á húsmóöur sína til
leiðsagnar en Emma gat ekkert
ráðlagt henni. Vesalings Tredegar
starði á svipuna í hendi svert-
ingjastúlkunnar eins og dökkir
hringirnir væru slanga. Hann
skalf frá hvirfli til ilja.
„Byrjaöu, surtla!” drundi lið-
þjálfinn, gerði sig líklegan aö rísa
á fætur, „eða ég húðstrýki þig þar
sem þústendur!”
Æðisgengin til augnanna af
skelfingu og kvíða lyfti Suzie
hendinni meö svipunni. Við þetta
lyftist hægra brjóst hennar,
breytti örlítið um lögun við það og
fór ekki fram hjá viðurstyggi-
legum og spilltum mönnunum, en
knúði fram ánægjutuldur frá
öllum hliöum.
Emma lokaði augunum áður en
svipan féll. Þegar hún heyröi
smellinn á holdinu og kvalavein
sem Tredegar rak upp greip hún
höndunum fyrir eyrun. Sem betur
fer útilokaði það hljóöin sem
fylgdu pyndingunum er á eftir
komu, þá því fremur sem áhorf-
endur hrópuðu hvatningarorð til
svertingjastúlkunnar og fögnuðu
hverju höggi. Emma húkti heila
eilífð, með lokuð augu og eyru,
meðan skelfilegur hávaðinn var
allt í kringum hana. Þegar hann
loks þagnaði og hún tók hendurnar
frá og leit í kringum sig haföi síð-
degissólin lengt skuggana yfir
rjóðrið. Þrír liðhlaupanna voru að
draga Suzie burt í átt að kofunum
og hinir, þar með taldir nokkrir
indíánar, eltu þau. Til Tredegar
sást ekkert.
Langdreginn ropi við hlið
hennar gaf til kynna aö liðþjálfinn
væri enn hjá henni. Hann gaut til
hennar augunum, kastaði frá sér
nöguðu beini og þurrkaði munninn
með erminni á jakkanum.
„Og nú er komið að okkur, lafði
mín,” sagði hann. „Nema þér sé
að skapi að slást í hóp með blökku-
stúlkunni og liggja með þeim öll-
um.”
Það fór hrollur um hana. „Nei,”
hvíslaði hún.
„Þú ert óvitlaus, lafði mín,”
sagði hann. „Nú skal ég segja þér
frá strákunum mínum og hvernig
þeir fara með stelpur. Það sem
þeim þykir best er að binda stelp-
una upp á úlnliðunum viö grein á
handhægu tré í búðunum og þar
hafa þeir hana, dag og nótt, til-
tæka til að skreppa og fá sér drátt
þegar þá langar til.” Hann teygði
fram höndina, greip um handlegg
Emmu, þar sem hann var mjúkur
fyrir ofan olmbogann, þrýsti
hrjúfum fingrum sínum í eftirlátt
holdið þangað til hún hrópaði upp
yfir sig af sársauka. „Segðu mér
það hreint út, lafði, er það það sem
þig langar í sjálfa — að vera fest
upp fyrir alla aökomumenn að
taka þegar þeim sýnist? Svaraðu
mér nú.”
„Nei-nei-ei! ” hvíslaði Emma.
Hann glotti af einskærri ánægju,
eins og kennari sem hefur tendrað
ljós sannleikans í huga tossa með
rökum, dæmum, reglum og út-
skýringum.
„Þarna sérðu, laföi,” sagði
hann. „Ég vissi að þú værir
óvitlaus. Þú hefur hlotið gott upp-
eldi og veist hvað þarf margar
baunir í fimm.” Hann drap tittl-
inga. „Núna hef ég aðra spurn-
ingu fyrir þig. Hugleiddu þetta —
hvernig kemstu helst hjá því að
vera hengd upp fyrir alla aðkomu-
menn, eins og surtla þín? Svaraðu
mér hreintút.”
„Ég. . .” Emmu svelgdist á því
ónefnanlega.
„Já?” Aftur kreisti hann hand-
legg hennar nístingsfast og fúll
andardrátturinn lék um andlit
hennar. „Ég kann ekki við að
þurfa að bíða. Og ég skipti oft um
skoðun...”
„Ég — ég verð að láta undan
þér,” hvíslaði Emma.
„Þú verður að gera fjandanum
betur en það, lafði mín,” glotti
hann. „Ojá, andskotinn hafi það!
Ef þú hefur í hyggju að vera stelp-
an hans Dick Mendigo liðþjálfa og
bara hans þá verðurðu að gera
fjandanum betur heldur en að
leika lamb til slátrunar leitt.”
Hann beraði brotnar tennurnar í
lostafullu glotti og hallaði sér
áfram til að hvísla — og eflaust
ekki af neinni siðprýði — uppá-
stungu, berorði, siðlausri og svo
nákvæmri að Emma saup hveljur
af hryllingi og leit niður fyrir sig.
Hann var enn að tala við hana,
hella yfir hana viðbjóði. Emmu
fannst sem hún væri aftur komin á
dimmu götuna bak við Drury
Lane með tiginbornum ofbeldis-
seggjum sem bjuggu sig undir að
svívirða hana með sömu viður-
styggilegu nautninni; hún heyrði
til ruddamennisins Snakey sem
tíundaði töfra hennar í sömu
subbulegu og ósiðlegu orðum og
skepnan við hlið hennar, meðan
hann káfaði á líkama hennar.
Og svo sá hún — hana...
Skammbyssan í belti hans var
ákaflega lík þeirri sem Nathan
Grant hafði þrýst í hönd hennar á
dekkinu á Delaware hinn
ógleymanlega morgun eftir upp-
hafna næturástríðu þeirra...
Þegiðu. Hugsaðu. Gleymdu
munni skepnunnar sem spýr við-
bjóði, gleymdu fálmandi, siðlaus-
um höndum hans.
Hvað var það sem Nathan hafði
sagt henni? „Þegar hamarinn á
skammbyssunni er hálfspenntur
er hún alveg örugg.”
Þannig að til að bera hlaðna
byssu í beltinu (og myndi eitthvert
þessara manndýra bera vopn sem
ekki var hægt að drepa með fyrir-
varalaust?) var hamarinn hafður
hálfspenntur, þaö er að segja tinn-
an í hamrinum var tryggilega frá
kveikjupúðrinu í pönnunni — það
er að segja örugg fyrir neista sem
óvæntur hnykkur gat valdið. Var
skammbyssa þessarar skepnu
hlaðin eða óhlaðin...?
„Heyrðu? Hvað segiröu um það,
lafði mín?” Hann ávarpaði hana á
þann hátt að hún neyddist til að
svara, ýtti hranalega undir höku
hennar og neyddi hana til að líta í
augu sín. En hvað hafði hann
spurt um?
„Já-á,” stamaöi Emma í svara-
skyni. Og til að bæta um betur:
„Að sjálfsögöu.”
Framhald í næsta blaði.
58 Vikan 42. tbl.