Vikan - 29.11.1984, Page 69
Paul Young
kemur aftur
Þaö blés ekki byrlega fyrir Paul Young nú
fyrir örfáum mánuðum. Það vildi nefnilega
þannig til að hann missti gersamlega efri
skalann af raddsviði sínu. Ástæða þessa er sú
að hann ofreyndi vöðvana í kringum radd-
böndin við að ná hinum geysiháu tónum sem
hafa fært honum nafnbótina „soulkóngur
Bretlandseyja og þó víðar væri leitað”.
Eins og athyglisgáfaðir einstaklingar hafa
kannski tekið eftir hefur hann þó náð henni
aftur (ekki nafnbótinni, hann hafði hana allan
tímann, heldur röddinni). Það sannaöist
þegar fyrsta smáskífa hans í langan, langan
tíma kom út. Hún inniheldur lagið I’m Gonna
Tear Your Playhouse Down og er það mál
manna að þar sé vel að verid staðíð.
Það er samt svolítil saga á bak við það. Er
hafist var handa við gerð lagsins var rödd
Pauls engan veginn komin í lag. Reyndar var
hann alvarlega að íhuga að gerast bílasmiður
hjá Vauxhall Motors en gaf það upp á bátinn
og ákvað að láta undan hinum mikla þrýst-
ingi, sem plötufyrirtæki hans hafði á honum,
og gera eins og eitt stykki plötu fyrir þá bless-
aða.
En hvað haldið þið að hafi skeð? Nei, það
var ekki það, heldur: Um leið og Palli sté inn í
stúdíóið fannst honum eins og töfrar umlykju
hann allan. Hann hóf upp raust sína og viti
menn! hann var með alveg sömu röddina og
hann hafði þegar hann var að senda inn
umsóknina hjá Vauxhall. Niðurbrotinn maður
settist hann niður og fékk sér kaffibolla til að
jafna sig eftir þetta áfaU þegar vonir hans
brustu. (Hann vissi ekki að þetta var DUetto
kaffi.) Stuttu seinna stóð hann fyrir framan
míkrófóninn og ákvað þó aUtént að reyna, það
dræpi nú engan. En hvað haldiö þið að hafi þá
skeð? Gamla, góða röddin var komin aftur.
Hann ærðist af gleði, faðmaði kaffikerlinguna
og þakkaði forsjóninni að hann hafði reynt.
Þetta var þá bara sálfræðUegt atriði eftir aUt
saman. (Við vitum nú betur!)
Um þessar mundir er síðan að koma út
ávöxtur þessara stúdíótíma í formi stórrar
plötu. Vart er hægt að hugsa sér annað en að
hún komi tU með að ganga vel hér á skerinu
því eins og aUir vita var fyrri plata hans, No
Parlez, með þeim söluhæstu á síðasta ári og
var númer eitt á LP-Ustanum í aUlangan
tíma. Á meðan við tölum um Island; Paul
virðist hafa fengið nasasjón af velgengni sinni
hér á skerinu. I nýlegu viðtaU í bresku popp-
riti var kappinn spurður hvemig hann héldi
íslenska Paul Young aðdáendur vera. „Ég
hef aldrei séð neinn (enda misstum við af hon-
um á síðustu Ustahátíð) en ég býst við að þeir
séu róandi eins og brjálæðingar upp
jökulámar á kajökum tU næstu plötubúðar.
Eg hef ekki ennþó komiö til Islands.” Áf
þessu má ráða að annaðhvort er Paul geig-
vænlegur húmoristi eða þá að hann er bara
„stupid”. Hið fyrmefnda er sennUegra en
það má líka ráða fleira af þessu. Hann virðist
alveg vera tíl í að koma hingað. Hvemig væri
haraaðfáhann?
Texti: Hörður