Vikan - 13.06.1985, Page 11
I
Hótel Loftleiöir kynntu fyrir
skömmu nýjan matseðil. Þar
eru margir gimilegir réttir,
matreiddir í anda frönsku
línunnar í matargerö sem
miðar aö því að brasa matinn
sem minnst og leyfa bragði
hráefnisins, sem ávallt er nýtt
og ferskt, að njóta sín sem
best. Matseðillinn sjálfur er
hinn vandaðasti meö mynd af
Reykjavíkurmynd A. W.
Fowles og á honum er heiti
réttanna fyrst á frönsku.
Sömuleiðis er sérstakur
matseðill fyrir böm, 12 ára og
yngri, sem samanstendur af
eftirlæti bamanna, hamborg-
urum, samlokum, kjúklingum
og frönskum kartöflum. Mat-
seðillinn er í laginu eins og kan-
ínuhaus og má nota fyrir
grímu! Börn geta einnig fengiö
hálfa skammta af aðalseðlin-
um.
Hótel Loftleiöir hefur í 19 ár
verið með kalt borð í hádeginu
í Blómasalnum og hefur þaö
notið mikilla vinsælda hjá
íslendingum jafnt sem
erlendum gestum. Þar er mikil
áhersla lögð á fiskrétti og
þjóðlega rétti.
1 hádeginu á föstudögum
munu Rammagerðin og
Islenskur heimilisiðnaður
veröa með tískusýningar á
fatnaði úr ull og skartgripi
frá Jens Guöjónssyni.
Kynningar fara fram á ensku
enda eru þessar sýningar
einkum ætlaöar erlendum
ferðamönnum.
MATSEÐILL
MENU
HÓTEL LOFTLEKJIR
é
Nýr matseðill
og ullarvörur
á Hótel
Loftleiðum
24. tbl. Vikan II