Vikan - 13.06.1985, Page 13
aldrei pening og gat varla keypt sér
verkfæri, varð bara að smíöa þau.
Enda eru öll verkfæri á einhvern hátt
smíöuð, og hví þá ekki aö ég geti
smíöað þau eins og einhver annar,
jafnvel þó hann sé í útlöndum? Já, já.
Annars voru þaö gjaman feröalög sem
ég var kenndur við, ekki síöur en
dútliö.
,,Þú ert Mývetningur."
„Já, í Mývatnssveit var ég til
þrítugs. Eg er frá Helluvaöi. Afi minn,
Jón Hinriksson, Skagfiröingur aö ætt
og Eyfiröingur, giftist konu úr
Mývatnssveit og settist þar aö ungur, á
erfiöu tímabili í kringum 1880 eða þar
um bil, þegar allir voru aö lognast út af
hér og fara til Ameríku. En Mývatns-
sveit hefur síst verra veöurfar en aörir
staöir. Þetta er frekar úrkomulítiö
svæði, stendur það hátt aö strandf jöllin
eru búin aö taka úrkomuna mikið úr
loftinu. Á Mývatnsöræfum er ágætis
haglendi og á þessum árum var litiö
upp til Mývetninga, hvemig sem þaö
er núna. Og þá voru sögö fræg orö um
Mývetninga, aö þeir væru ekkert meiri
en aðrir menn ef þeir heföu ekki átt
„silunginn, austurfjöll og Jón á Gaut-
löndum”. Og þaö var nokkuð til í
þessu. Silungurinn bjargaöi mönnum
ákaflega mikiö og þaö jafnvel dala-
mönnum líka sem sóttu þama upp eftir
og þess vegna litu þeir upp til
Mývetninga. Þegar fóöurleysiö varö
og erfiöleikarnir var eina ráöiö aö reka
á Mývatnsöræfi og láta guö sjá um féö,
sem bjargaði oftar en hitt.”
Ef menn hafa viljann til að prófa
eitthvað þó geta menn.
„Þú minntist á ferðalög."
„Af því aö sveitin er afskekkt hlutu
að veröa ferðalög og kaupstaðaferöir
gátu orðiö dálítið erfiöar því þaö eru
60—70 kílómetrar til Húsavíkur og þaö
var alltaf fariö aö minnsta kosti einu
sinni eða tvisvar á vetri aö sækja
vörur. Þá var farin beinasta og stysta
leið noröur úr Mývatnssveit, svipaö
því sem Kísilvegurinn liggur nú, aö
vísu vestar, en yfir Hólasand og noröur
í Reykjahverfi. Eg fór nokkrar svona
feröir. Þetta voru miklar skemmti-
feröir og reyndi oft dálítið á karl-
mennsku. Þama er langt milli bæja,
20—30 kilómetrar, og um óbyggöir aö
fara, en það var valinn tími, aö þaö stæöi
vel á tungli og færi væri gott. Og aldrei
Það sr kannski gott að bölva
svolítið.
fariö ööruvísi en í flotum. Og maöur getur
hugsaö sér aö það hafi veriö upphafið aö
þessari samvinnu sem Þingeyingar eru
frægir fyrir, kannski meira en aörir, aö
menn þurftu aö vinna saman.”
„Hvert fórst þú þegar þú fórst fró
Helluvaði þrítugur?"
„Hingað til Akureyrar og hef veriö
hér síöan.”
Jón spilar ó mörg hljóðfœri — þeirra ó meðal þetta orgel sem hann hefur sjólfur smiðað og er hægt að
öll verkfæri eru á einhvern hátt
smiðuð, og því þá ekki að óg geti
smíðað þau eins og einhver
annar?
„En þú hefur ekki hætt að ferðast
fyrir því."
„Nei, síöur en svo. Þá fékk maður
eiginiega betri tíma, því þær fer.öir
sem maður fór þama heima voru bara
svona nauöþurftaferðir, en nú gat
maöur fariö aö nota sumarfrí í
skemmtiferöir.”
„Hvað fórstu að starfa þegar þú
komst hingað?"
„Ég fór í lögregluna og var þar í
þrettán ár, yfir stríöstímann og fram
yfir 1950. Jamm. En þaö var nú
ómerkilegt tímabil í ævi minni, fannst
mér, og illa variö. Nema það aö þaö
var létt verk. Maöur safnaði holdum og
þaö var ekki starf fyrir mann eins og
mig. En maöur fer út úr því reynslunni
ríkari. Maöur kynnist því hvað menn
eru vitlausir. Starf lögreglunnar
byggist mest á því aö berjast viö blá-
menn og berserki vegna drykkju-
skapar og því sem af því stafar oftast
nær. Já, já. Ég hef ekki mikla samúö
heldur meö brennivínsmönnum, ég
verö aö segja þaö eins og er. Eg held
aö þaö ætti aö refsa mönnum fyrir aö
fara út á þá braut. Þetta er sjálfsdekur
og ekkert annaö, og fyrir þaö aö menn
vantar einhver verkefni. Þaö væri
miklu betra aö menn heföu einhverja
kjallaraholu eins og ég hérna og hefðu
þar einhverja aöstööu til aö föndra og
framleiða í staöinn fyrir aö drekka
brennivín.”
„Hvað tók við þegar lögreglu-
ferlinum lauk?"
„Þá réöst ég héma aö spítalanum.
Brynjólfur Sveinsson menntaskóla-
kennari var framkvæmdastjóri spít-
alans og hann vildi endilega fá mig,
hélt ég væri svo ákaflega heppilegur
fyrir spítalann. Eg var líka hundleiöur
á þess'um þarna lögreglustörfum svo
ég fór á spítalann og var þar viö
smíðar og aöhiynningu og aila skapaða
hluti — nema náttúrlega ég skar ekki
upp! Brýndi bara hnífana, því þá voru
ekki einnota hnífar, og þaö var
áreiöanlegt aö Guömundur blessaöur
Karl henti ekki hnífunum þó aö þeir
væru farnir aö bíta illa. Þeir voru bara
hvattir.
Þarna á spítalanum var gott starfs-
liö og góöir félagar. Og ágætt aö vinna
meö kvenfólki. Þaö var náttúrlega þaö
sem stjórnaöi mér. Þeir spáðu nú ekki
vel fyrir meö þaö, kollegar mínir í lög-
reglunni. En það er nú svona samt aö
þaö er yfirleitt gott aö vinna meö kven-
Þetta voru miklar skemmtiferðir
og reyndi oft dálitið á karl-
mennsku.
fólki. Þaö er alltaf einhver metingur í
karlmönnum, svona hverjum út í
annan, og hver þykist vera meiri og
betri en hinn.”
„Þú sagðir mór i símanum að
þetta hús væri partur af gamia spit-
alanum."
„Þaö er rétt. Spítalinn var byggöur
skömmu fyrir aldamót, ansi mikil
timburbygging. Upp úr 1920, eftir
stríöiö, var þetta hérna hús byggt. Af
vanefnum. Þaö var erfitt að fá efnivið
en það var samt byggt til þjónustu viö
spítalann. Hér voru aldrei sjúkra-
stofur eða skuröstofur heldur voru
fyrstu röntgentækin sem hér komu sett
upp í þessu húsi. Hér var líka
borðstofa, eldhús og nokkrar skrif-
stofukompur.
Um skeið stóð tii aö endurbyggja
spítalann hér, en þegar til kom
reyndist of þröngt og nýr spítali reistur
á Eyrarlandstúni en gamli spítalinn
færöur upp í fjall þar sem hann er nú
skíðahótel. En ég fékk þaö sem eftir
stóö. Þetta er steypt og varö ekki flutt.
Starf lögreglunnar byggist mest á
þvi að berjast við blámenn og ber-
serki vegna drykkjuskapar og þvi
sem af þvi stafar oftast nær.
Eftir fimm ára dútl í frístundum var
þaö komiö í þaö horf sem þiö sjáiö nú.
Þetta er ágætis hús. Þaö er eins og
maöur sé hér úti í sveit. Hér er fugla-
söngur á vorin og gott að vera.
Þaö má geta þess til gamans aö þaö
er hérna „kleppur” — geöveikra-
deildin er hér fyrir ofan okkur á brekk-
unni. Konan mín var dálítið rög viö að
koma hér í nágrennið þess vegna, en
viö höfum aldrei haft nema gott af
þessu fólki aö segja. Þetta passaöi
börnin fyrir mann, og þegar viö fórum
aö heiman báöum viö bara karlana
þarna efra aö passa húsiö og þeir
stjákluöu hér og geröu þetta af
trúmennsku.”
„Það hefur þá ekki verið
árennilegt fyrir neinn að reyna að
fara hór um."
„Nei, þaö var þaö ekki. Nágrenniö
var gott. Jóhann Konráösson bjó þá
þarna í stóra húsinu, hann var deildar-
stjóri á geödeildinni. Kom þar upp
stórum barnahópi og þeir voru
stundum hávaðasamir, drengirnir,
Ágætt að vinna með kvenfólki.
Það var náttúrlega það sem
stjórnaði mór. Þeir spáðu nú ekki
vel fyrir því, kollegar mínir i lög-
reglunni.
hvolfa saman og gera úr þvi koffort að ferðast með.
24. tbl. Vikan 13