Vikan


Vikan - 13.06.1985, Qupperneq 25

Vikan - 13.06.1985, Qupperneq 25
Umsjón: dr. Óttar Guðmundsson ÍÖI Eldhús Vikunnar Ungverskur matur Flestir sem mikiö ferðast um heiminn eiga sér einhverja óska- borg, borgina þar sem stúlkurnar eru íturvaxnari og glæsilegri en annars staðar, maturinn bragð- betri og bæjarbragur allur stór- fenglegri en í öðrum borgum. Þannig eru til virðulegir eldri menn sem tárfella og handfjatla lúðar alpahúfur í tregablandinni sorg þegar þeir heyra minnst á París og Signubakka, aðrir fara í hrifningarvímu þegar þeir heyra minnst á Kaupmannahöfn sem þeir telja vera nafla siðmenn- ingarinnar (þetta síðastnefnda á einkum við um drykkfellda verk- fræðinga). Sjálfur er ég alltaf hrifnastur af höfuðborg Ungverja- lands, Búdapest. Þangað kom ég eitt sinn í glampandi sumarhitum, dvaldist í borginni í rúma viku og upplifði lífsnautnina frjóvu. Þetta var góður tími, borgin falleg og ægir þar saman róm- verskum, austurrískum, tyrk- neskum og þýskum menningar- áhrifum. Þessa gætir ekki hvað síst í matargeröinni en veitinga- hús eru mjög mörg í borginni og ungversk matargerðarlist einhver hin besta í heimi. Á mörgum veitingastaðanna leika nokkrir skrautklæddir eldri menn dapur- lega sígaunatónlist undir borðum á strengjahljóðfæri og ásláttar- hljóðfæri svo andrúmsloftið verð- ur hlaðiö dulrænni spennu þeirrar tónlistar sem á sér engin takmörk í tíma eða rúmi. Eitthvert frægasta veitingahús Ungverjalands er Hungaria á Lenin körut 9. Þetta veitingahús hét eitt sinn New York og var þá miðstöð menningar og lista í Mið- Evrópu enda má finna í gestabók- inni nöfn eins og Richard Strauss, Thomas Mann, Eurico Caruso og fleiri. Sagt var að þjónarnir á New York gleymdu aldrei fastagestun- um, svo þegar fastagesturinn Jenö Kálmán kom heim eitt sinn eftir margra ára fangelsisvist í Rússlandi var hann vart kominn inn fyrir dyrnar þegar einn þjónn- inn hrópaði: „Þennan vanalega kaffibolla handa herra Kálmán! ” Ég sat á Hungariu eina kvöld- stund og naut ótrúlega góös matar og hlustaði á þunglyndislega sígaunatónlistina. Um salina gengu gráhærðir, kjólklæddir þjónar, töluðu þýsku og stjönuðu við gestina með stimamjúkri virð- ingu sem betur hefði hæft aðal- bomum Habsborgara en stóreyg- um og sveittum Islendingi. Uti fyrir mátti heyra drunurnar í ein- um og einum þreyttum og illa stilltum Trabant sem rauf nætur- kyrrðina og dapurleg tónlistin hæfði vel þessu musteri íburðar og frægðar gamals keisaradæmis. Heimur veitingahússins virtist ekkert eiga sameiginlegt með þeim heimi sem ríkti utan dyra, þar sem ágengir unglingar og alls kyns kaupahéðnar voru sífellt á höttunum eftir erlendum gjald- eyri og vesturlensku drasli. Sæl- kerum er bent á að leggja leið sína á Lenin körut nr. 9 og snæða eina kvöldstund á Hungariu þar sem virðuleiki evrópskra aðalsmanna og andagift ungverskra lista- manna svífur yfir vötnunum, matargerðarlistin er einhver hin besta í heimi og tónlistin endur- speglar sorg og eftirsjá þess tíma sem aldrei kemur aftur. Ekta gúllas Bogrács- gulyás Á ungversku þýðir orðið gulyá kúahirðir eða smali og þaö er ekki erfitt að sjá sambandið milli kúa- smalans og matarins sem hann sýður í einmanaleik sínum á steppunum. Á Vesturlöndum er allt mögulegt kallað gúllas en til að fyrirbyggja allan misskilning vil ég benda á að ungverskt gúllas og Chileréttir eiga fátt sameigin- legt. Flestar uppskriftir að gúllasi sem ég hef séð á Vesturlöndum innihalda mikið hveiti. Það á gúllas ekki að gera. Eina hveitið, sem á þarf að halda, er notað í csipetke, en það er önnur saga sem ég kem að síðar. Kúmen er mjög algengt í gúllasi og síöast en ekki síst, notið aldrei hrísgrjón. 750 g magurt nautakjöt 50 g smjörliki eða svinafeiti (bacon) 2 dl finhakkaður laukur 1 tesk. paprikuduft Smávegis af cayennepipar 1/2 tesk. kúmen vatn 2 paprikur 2 tómatar 1 kg kartöflur 2—3 tesk. salt 2 hvítlaukslauf I CSIPETKE: 11/4 dl hveiti 1 egg Skerið kjötið í stóra bita, ca 4 cm á kant. Afhýðið kartöflurnar og skerið í teninga. Leggið þær í skál meö vatni svo þær dökkni ekki. Skerið niður paprikurnar og hakkið tómatana. Bræðið smjör- líkið og steikið laukinn þar til hann er gegnsær. Stráið paprikuduftinu yfir, lækkið hitann og steikið lauk- inn í nokkrar mínútur og hrærið í á meðan. Leggið kjötið í, blandið vel og saltið. Setjið í hvítlaukinn og kúmenfræin. Hellið yfir nokkrum matskeiðum af vatni, setjið lok á pottinn og sjóðið á vægum hita. Hrærið oft í og setjið meira vatn ef allt er að þoma. Þegar kjötið er orðið mjúkt setur maður paprikurnar út í, tómatana, svo og kartöfluteningana. Hrærið í og bætið við vatni. Sjóðið þar til kartöflurnar eru tilbúnar og kjötið meyrt. Csipetke er haft í gúllasinu og er gertáþennan hátt: Hrærið upp eggið og blandið mjölinu í þar til um deig er að ræða. Takið smádeigbita og sjóðið í sjóðandi söltu vatni. Þeir eru til- búnir þegar þeir fljóta upp á yfir- borðið. Leggið csipetke í gúllasið og berið fram sjóðandi heitt með brauði. 24. tbl. Vikan 25
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.