Vikan


Vikan - 13.06.1985, Síða 32

Vikan - 13.06.1985, Síða 32
skipulögð er best að fara upp í Sig- urbogann viö enda Champs Ely- sées. Þaðan sést hvernig Hauss- man, skipulagsfræðingur Napó- leons, skar borgina í búta sem eru eins og risastórar tertusneiðar. Önnur hæð og ekki minna spenn- andi er Montmartre — lista- mannahverfið þar sem sú ægi- fagra kirkja Sacre Coeur trónir í hásæti. í kirkjuna er tilvalið aö fara og hlýða á messu — jafn- vel enn betra en skoðunarferð í Notre Dame — og kveikja á kerti til góðra dýrölinga. Hins vegar ætti enginn að kaupa „listaverk” á þessari hæð — til dæmis á Place du Terre þar sem alltaf er mikið að gerast, en fæst þarna á nokkuð skylt viö raunverulega list. Og ekki batnar það þegar í litlum verslunum eða á hliðartorgum er boöið dýrindis málverk eftir vel þekkta franska samtíðarmálara — suma búsetta eða með vinnu- stofu á Montmartre. Fölsun er iðn- aður þarna — nýlega kom franska lögreglan upp um heila prent- smiðju þar sem „franskir” lista- menn sátu og máluðu og prentuðu ódauðleg listaverk. Enginn þeirra kunni stakt orð í frönsku og flestir voru Pólverjar, Portúgalir og Jap- anir. Eins er líka iðkað aö fara með ljósmyndir af verkum mál- ara í akademíuhúsunum til Tai- wan og þaðan koma síðan mörg listaverkin f jölfölduö á markaðinn fyrir ferðamenn sem langar í „frönsk” listaverk. Til þess að gera langa sögu stutta — ferða- langar ættu að vara sig vandlega á svikum og prettum — kaupa alls ekki fyrir háar upphæðir nema í viðurkenndum verslunum. Rollur í rétt í Lido Til þess að komast að raun um hvað er aö gerast í París hverju sinni er kjörið að kaupa Pariscope eða L’Officel Spectacles — upplýs- ingakálfa sem geyma alla helstu viöburði vikunnar. Þar eru einnig heimilisföng safna eins og Louvre, opnunartímar einnig tíundaðir og skal sérstaklega bent á aö vinda sér í skoðunarferð um Versali. Óperan er með glæsilegri byggingum og þar er upplifun að sjá það sem Frakkarnir hafa á fjölunum. En betra er að tryggja sér miða í tíma. París er alltaf falleg — þetta er i janúar, tekið frá öðrum bakka Signu og yfir á hinn. Forum er miðstöð ýmissa atburða i Parísarborg, nánar tiltekið Forum des Halles. Arkrtektamir Claude Vasconi og Georges Penreac'h teiknuðu Forum og uppbyggingin hófst 1972 eftir að fyrrum markaðirnir les Halles voru rifnir. Byggingin nær margar hæðir niður i jörðina og hýsir bæði mikla metró- og RER-stöð ásamt kvikmyndahúsum, verslunum, bönkum og svo mœtti endalaust telja. Markmiðið var að skapa almenningstorg eins og á dögum Rómverja þar sem lýðurinn gæti rætt sin á milli og tengja það verslunarkjarna des Halles hverfisins. Þarna hefur verslun blómstrað frá miðöldum en fyrri byggingar orðnar mjög úr sér gengnar. Mikið er deilt um ágæti endurbyggingarinnar sem er í nútimalegum stil — sumir eru geysi- hrifnir en aðrir telja þetta eins og krabbamein í miðju hverfi gamalla bygginga frá liðnum öldum. í miðju Forumsvæðisins er opið svæði — eða hola — þar sem listamenn af ýmsu þjóðerni koma saman og stunda list sina án tillits til hvort einhver áhorfandi er eða ekki. Oft getur þarna orðið býsna margt um manninn og stundum koma afkomendur afriskra ættbálka i fullum skrúða og dansa að gömlum hefðum. Þar sýna dansendur oft ótrúlega takta sem kannski sjást hvergi annars staðar — leikgleðin ein ræður. 32 Vikan 24. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.