Vikan


Vikan - 13.06.1985, Síða 48

Vikan - 13.06.1985, Síða 48
—11 — imm dögum fyrir sýninguna kom Guy æðandi inn í herbergið til Júdýjar. Hún var of þreytt til þess að vinna eina mínútu í viðbót og hafði ákveðið að fara snemma í háttinn fyrir hið óumflýjanlega at á síðustu stundu fyrir sýninguna. Hún hallaði sér fram með olnbogana á gluggakarminum og heitur júlíandvari bærði blúndutjöld- in. Parið á móti var rétt byrjað á sínu venjulega kvöldrifrildi. ,,Þeim hefur verið stolið! Allt horfið! Meira að segja fylgihlutirnir! Þeir hafa hreinsað hvert einasta snitti, sex mánaða vinna er horfinl öll fötin mín eru horfln úr vinnustofunni. ” ,,Ertu búinn að hringja á lögregluna?” spurði Júdý þegar hún gerði sér grein fyrir því að hann var ekki að grínast. ,,Að sjálfsögðu. Strax. Þeir virtust ekki hafa mikinn áhuga. Þá hringdi ég í þig en hótelsím- inn var bilaður svo ég hljóp yfxr. Það er hvert einasta snitti horfið, en ekki bara fötin. Það sem er einkennilegt er að þjóf- arnir tóku ekki litla silfurkaffi- settið eða ritvélina eða efnis- strangana eða neitt annað verð- mæti. Aðeinsfötin.” Þau hlupu saman yflr á tóma vinnustofuna. „Viðverðum að láta laga hurðina hér í kvöld,” sagði Júdý. ,,Við getum ekki látið hvern sem er ganga hér inn og hirða efnin. ’ ’ , ,Ég ætla að sofa hér í nótt, ’ ’ sagði Guy í öngum sínum. Þá hringdi síminn og þau stukku bæði hæð sína í loft upp. Karl- mannsrödd spurði eftir Júdý. Hún var undrandi og tók tólið af Guy. ,Júdý Jordan hér. ” , ,Ef þú vilt fá fötin þín aftur fyrir föstudaginn verður pabbi hans að borga milljón franka í seðlum,” sagði maðurinn á frönsku. rÁ> sonn. að heyrðist Júdý leit á Guy. ,,Þetta er f)ár- kúgun!” Hún endurtók það sem maðurinn hafði sagt og bætti við með óttablandinni lotningu: ,,Þeir vilja næstum því tuttugu og níu þúsund dollara.” „Hvernig veit hann að sýningin er á föstudaginn? ’ ’ ,,Það vita margir, allir sem við höfúm boðið. Eins gott að hringja aftur í lögguna. Það sem eftir var kvöldsins voru þau hjá lögreglunni. Einungis lögregla í París gat borið skynbragð á hvaða ógnar- einhverja óvini? Hvaða máli skipti þessi sýning fjárhagslega fyrir utan verðmæti fatnaðar- ins? Og svo framvegis. fl m síðir fóru Júdý og Guy aftur heim á hótelið. Innkaupapoki hékk á hvíta postulínshurðarhúninum á herbergi Júdýjar. í honum var rauð taftblússa rifin í tætlur. Hún hélt skelfingu lostin á tætlunum í höndunum þegar tjón það var fyrir fatahönnuð að missa þær fjörutíu og tvær flíkur sem var allt sem Guy ætlaði að sýna. Ef hann sýndi ekki fötin, þegar kaupendurnir væru í París í kauphugleið- ingum, fengi hann engar pant- anir frá þeim. Þar að auki var þetta spurning um orðstír Guys. Án efa myndu allir þeir kaupendur og allir þeir blaða- menn sem máli skiptu mæta á sýninguna. Guy liti út eins og kærulaus áhugamaður í augum þessa merkisfólks sem ekki mátti nokkurn tíma missa þennan hálfa mánuð sem sýningarnar stóðu yfir. Og — það sem var verst — áreiðan- leiki Guys yrði dreginn í efa. Ef hann gæti ekki haldið sýning- una sína á fyrirhuguðum tíma myndu kaupendurnir ekki hætta á að hann afhenti pant- anir á umsömdum tíma. Orðrómur þess efnis að Guy væri óábyggilegur yrði dauða- dómur yfir Guy í faginu. Lögreglan þráspurði Júdý. Var ungfrúin viss um að hafa heyrt rétt? Gat hún lýst rödd- inni? Átti annað hvort þeirra síminn við rúmið hennar hringdi. ,,Ertu búin að fá rauðu blússuna? Fínt. Vertu á kaffi- húsinu Rubis við kjötmarkað- inn klukkan fjögur síðdegis á morgun. Þeir verða með pakka handa þér.” Tveimur hæðum neðar hafði Guy einnig fundið innkaupa- poka á hurðarhúninum. I honum voru saffrangular flauelsbuxur, gróflega klipptar í tvennt. ,,Eigum við að segja lögregl- unni?” spurði Guy. ,,Ekki strax,” sagði Júdý, ,,þeir láta okkur bara fylla út hundrað skýrslur í viðbót. Ég held að þeir gruni mig mest. Við skulum reyna að afla okkur meiri upplýsinga áður en við förum aftur til lögreglunnar. Reynum að gera okkur grein fyrir því litla sem við vitum. ’ ’ Allt x einu hristi hún höfuðið. ,,Bæði símtölin voru til mín. Af hverju ekki til þín? Það vita allir hvenær þú ætlar að sýna en mjög fáir hafa heyrt mín getið eða vita hvar ég bý. Þar fyrir utan er ég útlend- ingur. Eg get ekki svo glatt lýst frönskumælandi rödd í síma nema sagt til um hvort það var karlmaður, kona eða barn. Því hlýtur þetta að vera einhver sem við þekkjum, einhver á vinnustofúnni eða kaupandi, ef til vill blaðamaður eða jafn- vel einhver sem við kaupum af. . . Við skulum búa til lista yfir þá eftir pöntunarbókunum og heimilisföngum blaðanna.” Morguninn eftir var pakki fyrir utan dyrnar á vinnustof- unni og á hann hripað , Júdý” með blýanti. í honum var tópasgul silkiskyrta, rifin yfir miðjuna. uy var örvii.glaður. ,,Þeir eru bara að sýna okkur að þeir séu karlar í krapinu,” ályktaði Júdý. ,,Þeir rífa ekki öll fötin því annars hafa þeir ekkert að selja okkur. Þeir hafa aðeins eyðilagt tvær blússur og einar buxur en enga jakka. Kannski höfum við tíma til þess að sauma það aftur. Marie saumaði þetta allt, er það ekki?” Hún þagði stundar- korn. ,,Þetta er merkilegt! José saumaði ekkert af þessum flík- um. Það kann að vera að sú sem saumar jafnlistavel og José geti alls ekki eyðilagt sín eigin verk.” Guy neitaði að trúa því að José, sem hafði verið hjá honum sxðan hann byrjaði, gæti rænt hann. ,,Hvað með sníðinn?” spurði Júdý en Guy vildi ekki trúa því að neinn af fámennu starfsliði hans hefði svikið hann. Allir höfðu séð hve hart hann lagði að sér, hve hann hafði miklar áhyggjur og hve mjög honum var annt um að ofbjóða þeim ekki. Þá minntist Guy skyndilega nokkurs. „Maðurinn hennar José er kjötburðarmaður og Rubis kaffihúsið er nálægt kjöt- markaðnum. Ég skutlaði José einu sinni þangað að hitta hann. Ég fór með hana þangað í sendiferðabílnum. Ætli hún muni nokkuð eftir því?” ,,Það getur varla verið tilvilj- un þegar hægt er að velja um alla Parísarborg.” 48 Vikan X4> tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.