Vikan - 03.10.1985, Qupperneq 5
„Das Kabiltal" stendur á öskutunnuporti við verslunarmiðstöð í einu af úthverfum
Reykjavíkur. Þarna mun eiga að standa „Das Kapital" en þó mun skrifarinn hvorki
eiga við höfuðrit Karls gamla Marx um auðmagnið né mun þetta vera einhver sneið
til þeirra auðmagnseigenda sem þarna reka fyrirtæki. „Das Kapital" er nafnið á
hljómsveit Bubba Morthens.
Þarna er eina skritlan. Hitt eru nöfn á hljómsveitum, nöfn á lögum eða bara eitthvert
meiningarlaust bull.
aö finna á rústum Egyptalands, en
segja má meö nokkrum sanni aö þaö sé
enn eldra. Þaö er ef menn segja aö
hellaristur og ýmsar myndir á steinum
séu í raun fyrirrennari veggjakrotsins.
STUTT INNLEND RITHEFO
ísland á sér ekki langa hefö í veggja-
kroti. Elsta krot er trúlega aö finna á
veggjum hellanna á Suöurlandi og
hefur þaö heillað margan manninn.
Ekki verður sagt að hér opinberist nein andans auðgi.
Hve margir skyldu þeir vera sem bíða eftir strætisvagninum og lesa skýlið
á meðan?
Einar Benediktsson skáld rannsakaöi
hellana og fékk Jóhannes Kjarval til
þess aö draga upp krotið. Frummyndir
Kjarvals eru glataöar en ljósmyndir
eru til af teikningunum. Ungir fræöi-
menn, Árni Hjartarson jarðfræðingur,
Hallgeröur Gísladóttir á þjóöhátta-
deild Þjóöminjasafnsins og Guö-
mundur J. Guðmundsson sagn-
fræðingur, hafa nokkur undanfarin ár
stundaö rannsóknir á sunnlenskum
hellum og því kroti sem þeir hafa aö
geyma. Rannsóknir þeirra benda ekki
til þess að krotið sé eftir írska munka
eins og sumir héldu fyrrum. Mest af
krotinu viröist ritaö af vinnumönnum
viö gegningar en margir hellanna voru
einmitt notaöir sem fjárhús.
í Reykjavík var líka til skamms
tíma aö finna krot á klöppum en þaö er
sömu ættar og veggjakrotið. Elsta
áletrunin var í Örfirisey en hún mun nú
vera komin undir uppfyllingu vegna
olíutanka sem þar voru reistir.
VERÐUR ALDREI GAMALT
Veggjakrot nútímans í Reykjavík er
ekki eins merkilegt og það gamla.
Kannski fyrst og fremst af því aö þaö
er aldrei mjög gamalt. Þaö fær ekki aö
eldast. Raunar áraöi sérlega illa til
rannsókna á veggjakroti sumarið 1985.
Veöur var þurrt í höfuðborginni allt
sumarið. Auk þess er 200 ára afmæli
Reykjavíkur á næsta ári og íbúar borg-
arinnar hafa lagt kapp á aö sanna aö
þeir séu hreinlegri og snyrtilegri en
aörir menn. Reyndar má segja aö þaö
sé eins og aö skrifa doktorsritgerð um
Gauks sögu Trandilssonar eða, svo
nafn guös sé lagt við hégóma, um eyö-
una í Konungsbók Eddukvæöa, aö rita
um veggjakrot sem búiö er aö mála
yfir og má af. En þrátt fyrir allt hafa
menn lika ritaö læröar ritgeröir um
eyöur í handritum. Og öfugt viö Gauks
sögu Trandilssonar, sem er meö öllu
óþekkt nútímamönnum, er talsvert vit-
aö um þaö hvaö stóö á veggjum
40. tbl. Víkan 5