Vikan - 03.10.1985, Síða 7
Til er fólk sem fullyrðir að „stjarnan og hálfmáninn" sé kona. Ef svo er er hún fallin
kona eftir þessari áletrun að dæma. En ekki vitum við hvernig það gat orðið að
aðferðin felldi hana. Það mun vera nýmæli.
Alltsaman lásí grúbbur segir þar með yfirlæti þess sem veit. Innar á veggnum eru
fjölmörg hljómsveitanöfn. Það liggur hins vegar utan verksviðs textarýnandans að
meta sanngildi þessa.
ensku þótt oröaval og stafsetning gefi
vissulega ekki til kynna djúpstæöa
þekkingu á því tungumáli. Algengast
er enska oröiö „fuck” ritað á ýmsa
vegu. Til dæmis má finna þessa stefnu-
yfirlýsingu á einum staö í Reykjavík:
„Fouck is all I kear aþout.” Sögnin aö
ríða, en þaö er íslensk systir ensku
sagnarinnar, er líka algeng. Mest er
það þó í einhverjum ómerkilegum sví-
viröingum um nafnkennda krakka úr
bekknum eöa skólanum. Ekki er lík-
legt aö krotarinn vilji láta standa sig
aö verki viö þess háttar skriftir. Sumir
krotararnir eru líka væntanlega betur
aö sér í hinni „teoretísku hliö
kvennafarsins”, eins og skáldiö sagöi,
en hinni praktísku. Á stöku staö er aö
finna svíviröingar og ummæli um
skóla og kennara auk sóöalegra skrifa
um stelpuna eöa strákinn sem maöur
er skotinn í. Á vegg í nágrenni skóla í
Breiöholti stendur: „Kennarinn er
asni.” Staðurinn sést ekki frá skólan-
um og kennarinn er ekki nafngreindur.
En þetta hefur sjálfsagt veitt krotar-
anum nokkra svölun.
Myndskreyting er fremur fátíö í
kroti á veggjum og heldur er hún klén.
Mest er þetta einhvers konar staöl-
aðar klámmyndir sem maöur veröur
aö læra aö vita hvaö eiga aö vera. Lítiö
er um fyndni. Eina skrýtlan, sem viö
komum auga á í þessari flausturslegu
yfirferð, var á hliöi í gamla bænum:
„Þetta hliö má einnig fá á snældu í
helstu hljómplötuverslunum.” Heim-
ildir okkar greina frá því aö svipuö
skrýtla þekkist í enskumælandi
löndum. Og þegar allt er tekiö saman
virðist íslenskt veggjakrot vera heldur
fátæklegur samsetningur, aö mestu út-
lendur misskilningur fremur en
þjóðleg iöja á gömlum merg. Hella-
krotiö hefur ekki náö aö eiga neina af-
komendur. Svo þrátt fyrir allt kann svo
aö fara aö engin eftirsjá veröi að því
þegar Davíð Oddsson skrúbbar burtu
síöasta „fokkið” fyrir afmæliö mikla.
Þar fara engin óbætanleg menningar-
verðmæti forgörðum.
Þessi krotari virðist hafa lekið niður af drykkjuskap.
Úr bresku
alfræðiorðabókinni
Veggjakrot er nýlegt orð í íslensku og skýrir sig sjálft. í ýmsum
erlendum málum nota menn orðið graffiti sem er fleirtala ítalska
orðsins graffito sem þýðir krass eða krot. ítalskan kemur upp
um ætternið. í „Encyclopædia Britannica” segir svo um þetta í
lauslegri þýðingu: „Orðið hefur verið tekið í brúk af fornleifa-
fræðingum til þess að tákna almennt ýmislegt tilfallandi krot,
ruddalegar teikningar og athugasemdir á fornum byggingum og
auðkenna þetta frá hinum formlegri áletrunum sem finna má á
slíkum byggingum. Veggjakrot þetta, sem ýmist er rist á stein
eða múr með oddhvössu verkfæri eða, sem er sjaldgæfara, ritað
með rauðkrít eöa viðarkolum, er afar algengt til dæmis á hinum
fornu minjum Egyptalands. Krotið, sem talið er ritað af
strákum, iðjuleysingjum eða vegfarendum, er einatt grófar skop-
myndir, kosningaávörp eða brot úr ljóðum. Eigendur mannvirkja
hafa lengi þurft að þola óþægindin af krotinu og er til marks um
það að á vegg í Róm, nálægt Porta Portuensins, má finna áletrun
sem biður fólk um að krota ekki á veggina.
Veggjakrot kemur fornletursfræðingum að gagni því þar má
finna hvernig fólk skrifaði stafróf tímans og hvaða „villur” þaö
gerði. Það getur einnig hjálpað til við að ákveða aldur bygginga.
En aðalgildi veggjakrots er tvenns konar. í fyrsta lagi veitir það
málfræðingum mikilsverðar upplýsingar um talmál hvers staðar
og tíma, stundum reyndar einnig um önnur tungumál og skrift
svo sem eins og þegar grískir málaliðar krotuðu nöfn sín á mál-
lýsku frá Kýpur á egypskan Sfinx eða þegar grískur ferðamaður
krotaði nafn sitt á pýramírann mikla í Giza. í annan stað er
veggjakrot gagnlegt sagnfræöingum vegna þess að það varpar
ljósi á líf almennings og vegna hinna nákvæmu upplýsinga sem í
því er að finna um siði og hefðir. Af því tæi er sérstaklega at-
hyglisvert krotið sem fjallar um keppni skylmingaþræla í
Pompei.
Frægasta veggjakrot allra tíma er það sem talið er vera skop-
mynd af Kristi á krossinum og fannst á „Domus Gelotiana” á
Palatínhæðinni í Róm. Myndin er nú í Kircher-safninu í Collegio
Romana.
40. tbl. Vikan7