Vikan - 03.10.1985, Page 12
Texti: Þórey Einarsdóttir Ljósmyndir: RagnarTh.
Þar fer enginn
í banka og slærvíxil
Helga Briem de Mayen hitti manninn sinn
og settist að í Mexíkóborg
Fyrir um sjö árum fór
ung stúlka úr Reykjavík,
Helga Briem, til Mexíkó
að læra spænsku. Dvölin
varð heldur lengri en upp-
haflega var áætlað því
eins og oft vill verða
kynntist hún ungum
manni, gifti sig og settist
að í Mexíkóborg. Maður
Helgu heitir Sergio Mayen
og þau eiga tvö börn,
fimm ára strák sem heitir
Esteban Dagur og tveggja
ára stelpu, Karen Sonia.
Hvernig er það fyrir
unga stúlku úr Reykjavík
að setjast að í jafnfram-
andi umhverfi og Mexíkó,
eignast börn og ala þau
upp í órafjarlægð frá ætt-
landi og fjölskyldu?
Helga var hér í heim-
sókn í sumar ásamt börn-
um sínum, en þegar þetta
birtist er hún komin aftur
suður í hið sólríka Mexíkó.
— Hvernig atvikaðist það að þú settist
að i Mexíkð?
Ég var að læra spænsku í útlendinga-
deildinni í háskólanum þar eftir
stúdentspróf. Ég var búin að vera þar í
nokkra mánuði þegar ég kynntist
manninum mínum sem er mexíkansk-
ur. Við vorum búin að þekkjast í nokk-
urn tíma þegar ég fór heim og fór að
vinna hérna um sumarið eins og maö-
ur gerir. Síðan fór ég út aftur og fór í
skóla sem kennir hótel- og ferðaþjón-
ustustörf. En svo átti ég fyrra barnið
mitt og skólinn var svo strembinn að
það var ómögulegt að stunda námið
með barn svo ég hætti í honum. Síðan
hef ég búið þarna en komið heim þrisv-
ar með þessari heimsókn.
— Varstu ekkert lengi að gera upp við
þig hvort þú vildir vera þarna?
Jú. Maðurinn minn og ég vorum hér í
sex mánuði en honum tókst ekki að að-
laga sig nógu vel og auk þess var hann
að ljúka laganámi í Mexíkó. Eftir aö
hafa verið í Mexíkóborg — ætli það búi
ekki um 18 milljónir manna þar núna
— þá fannst honum Reykjavík svo
hræðilega lítil, þaö var svo fátt fólk úti
á götu, bara ein og ein hræða á stangli.
Svo kom hann um vetur sem voru mikil
mistök hjá mér. Það var svo hryllilega
kalt. Honum líkaði ekki nógu vel til
þess aö byrja á því að læra íslensku og
fara síðan út í eitthvert annað nám.
Það var ekki eins og hann væri í verk-
fræði eöa einhverju námi sem hann
hefði getað notað í öörum löndum
þannig að hann hefði orðið að byrja
alveg upp á nýtt. Ég sætti mig bara við
það þá að ég yrði að búa í Mexíkó og þá
var bara að taka upp þá lífshætti sem
þar tíðkast. Ég hélt jafnvel að hann
myndi geta vanist því að búa hér. Ég
vonaði það hálft í hvoru. Við komum
Helga Briem de Mayen með börnin sín tvö, Esteban Dag sem er fimm ára
og Karen Sonia, tveggja ára.
hingað af því að mér gekk illa að að-
laga mig lífinu þar. Ég saknaði svo
fjölskyldunnar og íslands og alls, en
þegar maður stillir sig inn á þetta þá
getur maður það alveg. Ég ákvað bara
að sætta mig við þá hluti sem fóru í
taugarnar á mér og læra að taka því
sem ég gat ekki sætt mig við.
Óstundvísir Mexíkanar —
og keyra eins og þeim sýnist
— Hvafl var það sem þér fannst erfið-
ast afl sætta þig við?
Eitt af því sem ég man núna í augna-
blikinu er til dæmis óstundvísi og
óformlegheit... ef maður átti að mæta
einhvers staðar kom manneskjan, sem
maður átti að hitta, kannski 45 mínút-
um of seint og það þótti allt í lagi. Hún
var alveg í besta skapi þegar hún kom
en maöur var sjálfur orðinn brjálaður
á að bíða. En hérna og annars staðar
þar sem ég hef verið, í Þýskalandi og
Englandi, þá er þetta allt öðruvísi. Svo
er það lögreglan sem maður getur
borgað undir borðið og þaö þoldi ég
ekki. Svo bara hvernig fólk keyrir, það
er algjört brjálæði. Þar hefur enginn
fyrir því aö gefa stefnuljós og þar er
varla verið að hafa fyrir því að mála
línur á göturnar vegna þess aö fólk
keyrir bara eins og það vill. En ég vil
hafa allt skipulagt. Ég er kannski bara
svona gerð, ég veit þaö ekki, en fyrir
manneskju eins og mig að búa í landi
eins og Mexíkó! (Nú andvarpar Helga
og hlær í senn.) Síðan var auðvitað erf-
itt aö venjast þessu gjörólíka loftslagi,
og loftið í borginni er ofboðslega meng-
að. Borgin er niðri í dal og það eru fjöll
allt í kring, og mökkurinn liggur yfir
henni. Mengunin er svo mikil að veður-
farið, sem venjulega hefur verið mjög
stöðugt, er farið að breytast. En strax
þegar maður kemur út úr borginni er
loftiö miklu hreinna.
Einn og hálfan tíma að
komast niður í bæ
— Búifl þið i úthverfi borgarinnar?
Já, núna búum við í úthverfi en þaö
er samt inni í borginni því það eru
önnur hverfi enn utar.
Ég þarf að aka í einn til einn og hálf-
an tíma til að komast niður í miðbæ.
Manni finnst það ekkert langt þegar
maður býr þarna þó það virðist langt
þegar talað er um þaö hér. Ég man að
mér fannst langt að fara til Hveragerð-
is hér einu sinni og það er ekki nema
um 40 mínútna akstur frá Reykjavík.
En maöur venst þessu.
Ég er húsmóðir og heima með lítil
börn en kenni að vísu dálítiö ensku,
börnum sem eiga í erfiðleikum með
námið.
— Kennirfiu börnunum þinum ein-
hverja íslensku?
Já, ég tala alltaf íslensku við þau og
þau við mig. Þau tala svolítiö bjagaö
því ég er eina manneskjan sem talar
við þau íslensku. Ef enska væri til
dæmis móðurmál mitt gætu þörnin far-
ið í enskan skóla. En þau heyra aldrei
íslensku nema ef einhver kemur í
heimsókn. Það er mjög gaman í þessu
fáu skipti sem við komum hingað
heim, þá geta þau talað við afa og
ömmu og frænkur og frændur. Mér
12 Vikan 40. tbl.