Vikan


Vikan - 03.10.1985, Síða 22

Vikan - 03.10.1985, Síða 22
Dýrlegur fjarsjoður fundinn — nema hvað það er eftir að grafa hann upp! Texti: Andrés Carpintero Myndir: Patricia Coyeolea Argentínskur sölumaður hefur komið fram með nýjar og forvitnilegar kenn- ingar um pýramídana í Egyptalandi. Hann reisir kenningar sínar á spádómum Nostradamusar og á fjarlægðarhlutföllum þriggja egypskra pýramída sem tengja þá fjarlægðarhlutföllum milli þriggja reikistjarna. Niðurstaða hans er að 1469 metra frá Keopspýramídanum séu ævaforn verðmæti sem innihalda þekkingu frá þróuðum samfélögum utan úr geimn- um, frá sólkerfinu Epsilon, en íbúar Epsilon hafi strandað á jörðinni er náttúru- hamfarir hröktu þá að heiman. Hann telur að það þýði þúsund ára menningarstökk fram á við ef takast megi að afhjúpa þennan leyndardóm. Hann lítur út eins og venjulegur maður. Hann er hvorki áberandi magur né hefur hann bauga undir augunum. Hann klæðist ekki kufli og er ekki í sandölum. Hann líkist einna helst sölumanni. Ástæðan fyrir því er einfaldlega sú að á milli klukkan 9 og 5 starfar hann sem sölumaður. Hann heitir Hector Moracci Bauvier Vila. Hann er 38 ára og er tveggja barna faðir. Eftir hann liggja nokkrar vísindaskáldsögur og bókin The Pyramidal Theory, Kenningin um pýramídana. í þessari bók segir hann til dæm- is að egypskir pýramídar séu ein- hvers konar arkir og sérhver þeirra hafi að geyma dýrlega f jár- sjóði sem eru eldri flóðinu mikla, Nóaflóðinu. Þessir fjársjóðir til- heyra löngu horfinni siðmenningu, siðmenningu sem hafði svo mikla yfirburðaþekkingu aö ef við fynd- um lykilinn að leyndardómum arkanna myndi siðmenning okkar færast fram um þúsund ár. Hector Moracci bætir því einnig við að sá sem uppgötvar leyndar- dóma fjársjóðanna muni örugg- lega deyja samstundis. Uppgötvanir úr 20 þúsund kílómetra fjarlægð Moracci setur á borðið á milli okkar þrjá stóra pýramída úr pappa og þrjá minni og litla pappírskúlu sem táknar sólina. Hann byrjar að útskýra: Eftir margra ára rannsóknir og athuganir er ég orðinn sérfræðing- ur í egypskum fornleifum. Þó hef ég aldrei til Egyptalands komið, hef ekki yfirgefið Buenos Aires en er með mínar kenningar þrátt fyr- ir það. Eflaust finnst mörgum þetta óhugsandi en ég fullyrði að þetta sé bara spurning um að setja saman árangur rannsókna sinna og nota ímyndunaraflið. Ég nota alltaf sem dæmi argentínskan fornleifafræðing, Alvarez Lóp- ez að nafni, sem gerði mikilvægar uppgötvanir á pýramídunum þeg- ar hann var staddur í 20 þúsund kílómetra f jarlægð frá þeún. Síðar meir ferðaðist hann þangað og gat þá fullvissað sig um réttmæti kenninga sinna. Með röksemdaleiðslu og útilok- unaraðferðinni hefur mér tekist aö uppgötva fjársjóðinn. Hann finnst fyrr eða síöar en þrátt fyrir mikla löngun mína til að sjá pýra- mídana hef ég ekki áhuga á að stjórna þeim leiðangri sem þang- að fer. Hvers vegna ekki? Vegna þess að pýramídarnir hafa sitt eigið varnarkerfi sem kemur í veg fyrir að f jársjóðurinn finnist of auðveldlega. Ég vil frekar halda lífinu. Leiðarvísir til ársins 3000 Þú segir óhikað í bók þinni að þetta sé mesta visindalega upp- götvun allra tíma. Hljómar það ekki frekar ýkjukennt? Ekki ef þú íhugar að fjársjóður- inn huldi er sameiningartákn hinna fyrri tíma og hefur fram að færa óvenjulega þekkingu í stjarn- fræði, stærðfræði og trúarbrögð- 22 Vikan 40. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.