Vikan


Vikan - 03.10.1985, Page 29

Vikan - 03.10.1985, Page 29
Merki vogarinnar hefur oft verið tengt því hve skammt getur verið milli lifs og dauða. Einnig eru tengsl talin vera milli þessa stjörnumerkis og uppskerunnar í Nílardalnum sem vegin var i uppskeru- lok. Loks er vert að benda á að vogin er tákn réttlætisins. Helstu kostir voganna eru heillandi framkoma, jafnaðargeð, góðsemi, ást- leitni, hæfileikar til að finna málamiðlun i hverju máli, hugsjónaeldur og fágun. Gallarnir eru á hinn bóginn nokkur tilhneiging til að sleppa auðveldlega frá erfiðum verkefnum, einkum því sem varðar mannleg samskipti, óákveðni sem getur jafnvel virkað sem eða verið fals, daðurgirni, áhrifagirni og óáreiðan- leiki. Vogir krefjast mikils af fólkinu í kringum sig. Þær eru örlátar á sjálfar sig en vilja að það sem þær geri sé metið að verðleikum. Þær eiga yfirleitt auðvelt með að tjá sig en erfiðara með að skilja að ekki eiga allir eins létt með það. í tilfinningamálum þurfa þær á mikilli uppörvun og helst aðdáun annarra að halda og leggja talsvert á sig til þess að öðlast hana. Einn af meginþáttunum í skapgerð allra sem fæddir eru í vogarmerkinu er hvað þeir leggja mikið á sig til að sleppa við ósætti og deilur. Þeir vilja helst hafa alla góða og líður best ef þeir geta fengið alla til að líka vel við sig og hlýða sér, án þess að taka eftir. Vogum hættir til að lenda i mótsögn við sjálfar sig þegar þær eru að reyna að falla öllum í geð, þær segja kannski það heppilegasta á hverjum stað og forða sér svo þegar komið er í óefni. Óákveðni er oft talin veikasti þátturinn í skapgerð voganna en réttara væri að tala um linkind. Vogum hentar mjög vel að bíða og sjá hvað setur — og afskaplega illa að þurfa að höggva á hnúta sem myndast geta í mannlegum samskiptum. Þess vegna gætu þær lent í að safna upp drjúgum stafla af óleystum málum og reyna síðan að koma ákvörðunum, eða alla vega þeim óþægindum sem fylgja því að framfylgja þeim, á aðra. Stundum er vogum brigslað um leti eða sérhlífni, venjulega að ósekju. Þær eru rólegar í tíðinni, víkja sér að vísu undan óþægilegum verkefnum ef þær geta en eru lúsiðnar og lunknar við að leysa mál á einfaldan hátt. Þeim tekst venjulega að gera það sem þeim er falið þó þær finni stundum aðrar leiðir að markinu en títt er. Heima við eru vogir á heimavelli. Þær eru skemmtilegar heim að sækja og hafa meira gaman af að taka á móti gestum en fara í heimsóknir. Vogir eru oft mjög greint fólk, þær eiga létt með að sjá hluti frá öllum hliðum og það sem er veikleiki tilfinningalega getur verið styrkur vits- munalega. Réttlætiskenndin er í góðu lagi þó þeim láti betur að dæma en vera dæmdar. Þeim vogum sem leggja sig fram um að gera upp hug sinn í hverju máli vegnar yfirleitt betur en hinum sem láta undan vingulshættinum. Yfirleitt er vogin félagslynd og glaðleg í framkomu, skapið fremur gott og áhyggjur plaga hana ekki oft. Vogir eru oft með hóp vina út um allt sem þær skrifast á við eða hafa samband við reglubundið og ræða stærstu sem smæstu mál við þá áður en þær taka ákvarðanir. Ástin er einn af grundvallarþáttunum í eðli vogarinnar. Hún lifir fyrir ástina, er blíðlynd en stundum líka fjöllynd. Hún ætti að velja sér umburðarlyndan maka. í starfi eru líkur á að vogin halli sér að einhverju sem kemur til móts við fegurðardýrkun þá sem flestar vogir þekkja. Vogum lætur mjög vel að vera í tískuiðnaði, auglýsingaiðnaði, utanrikis- þjónustu, viðskiptum eða listum eða listiðnaði. Þær sækjast eftir störfum sem gefa mikið í aðra hönd og eru umvafin glæsileik. Þær sætta sig sjaldan við lág laun en frekar það þó en niður- drepandi umhverfi. Ef þær verða að velja á milli góðrar vinnuaðstöðu og góðra launa er líklegra að þær velji hið fyrr- nefnda. Það getur komið sér illa því flestum vogum er eðlilegt að vera eyðslusamar. Vogin velur sér nánast aldrei starf sem einyrki. Vogir eru í æsku alger draumabörn, þæg og meðfærileg og afskaplega kurteis. Það á að mörgu leyti vel við þær að vera í hlutverki barnsins alla ævi og láta aðra ákveða fyrir sig stefnuna. Hins vegar vakna þær stundum upp við vondan draum þegar að því kemur að þær hafa lent í einhverju sem er þeim lítt að skapi. Vogum lætur mun verr að vera í hlut- verki uppalandans. Þær eiga nógu erfitt með að ákveða fyrir sjálfar sig þó þær þurfi ekki að vera að ala upp barn í leiðinni. Sem betur fer er fátítt að vogir giftist vogum, þó það sé til í dæminu, þannig að foreldrahlutverkið lendir oft á maka vogarinnar. Þær láta sér það vel líka og ná oft góðu vinasambandi við börn sín. 40. tbl. Víkan 29

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.