Vikan - 03.10.1985, Page 30
Slúður
Reykjavíkursögur
í steinkjallara
„Það hefur lengi blundað í mér að setja upp leikverk byggt á Reykja-
víkursögum Ástu Sigurðardóttur,” segir Helga Bachmann leikkona og
leikstjóri. „Og þegar listahátíð kvenna var í bígerö ákvað ég að láta
verða af því.” Með þessu verki mun Helga kynna fyrir hátíðargestum,
ekki einasta nýtt leikhúsverk heldur einnig nýtt leikhús. „Veggirnir eru
meira en hundrað ára gömul steinhleðsla og hluti af leikmyndinni, en
einn uppáhaldsmyndhöggvarinn minn, Steinunn Þórarinsdóttir, hefur
að öðru leyti séð um leikmyndina, eitthvað hvítt og eitthvað gagnsætt,”
segir Helga og hlær við.
Þessir steinveggir eru í Kjallaraleikhúsinu að Vesturgötu 3, í hluta
þess húsrýmis sem konur hafa í sameiningu keypt nú nýverið. Umhverfi
sem virðist eiga vel við smásögurnar sem Ásta Sigurðardóttir skrifaði á
árunum 1951—1961 og komið hafa út á bók undir samheitinu „Sunnu-
dagskvöld til mánudagsmorguns”. Leikverk Helgu er byggt á fimm
þeirra en fjórir leikarar eru í aðalhlutverkum í verkinu, tvær konur,
tveir karlar. Guðni Fransson hefur samið tónlist við verkið en andblær-
inn í sögunum og samúð Ástu með öllu sem lifir er það sem tengir þessar
sögur í heilsteypt verk.
„Ég þekkti Ástu ekki,” segir Helga. „En ég man vel eftir henni. í eitt
af fyrstu skiptunum sem ég fór í partí var mér boðin sígaretta og ég var
svo vel upp alin að ég kunni ekki við að neita og stakk henni í töskuna
mína. Á heimleiðinni mætti ég Ástu og hún spurði mig um sígarettu. Ég
dró þessa upp úr veskinu mínu.” Það liggur við að þessi litli atburður
gæti verið úr sögu eftir Ástu. Helga neitar því hvorki né játar, en þær
mundu þetta atvik báðar þau skipti sem þær sáust aftur.
Myndlistarkonan
Joni Mitchell
Þetta er ekki prentvilla, Joni Mitchell, sem hefur fram til þessa
verið frægust fyrir tónlist sína, er að slá í gegn í New York sem
myndlistarkona. Hún hélt tvær sýningar í einu um svipaö leyti og
seinasta stóra platan hennar, Wild things run fast, kom út. Hún
fékk lofsamlega dóma bæði fyrir plötuna og sýningarnar.
Þaö er ekkert nýtt að myndlistarfólk fari út í tónlist og öfugt, þaö
þarf ekki annað en líta á Talking Heads og Bryan Ferry og Oxsmá,
Bruna BB og Jonee Jonee hér heima til að sjá þaö. Joni Mitchell
var í myndlistarnámi er hún sló í gegn sem tónlistarmaður á sjö-
unda áratugnum og hún er í hópi fárra sem hafa haldiö áfram á
báöum brautum, með hléum þó. Ýmsir telja aö hápunktur ferils
hennar hafi verið í samstarfi hennar við djassleikarann Charles
Mingus um 1975 (platan sem var afrakstur þess samstarfs kom út
1976) en einmitt þegar hún var að vinna í því samstarfi fór hún af
stað á nýjan leik í myndlistinni. Nú er hún búin að skapa sér gott
nafn í hinum harða listaheimi á austurströnd Bandaríkjanna.
1 viðtali sem Guy D. Garcia tók við Joni fyrir tímarit Andy War-
hole, Interview, spyr hann hana um áht hennar á vídeólistinni og
vídeóskreytingu tónlistar, sem veröur æ snarari þáttur í allri tón-
list jafnt hér sem vestanhafs. Hún segist lítiö horfa á þetta tónlist-
arsjónvarp sjálf, ekki vera áskrifandi að þeirri rás sem mest iðkar
þetta, MTV (það er einmitt sjónvarpið sem Dire Straits deilir
hvað harðast á í laginu Money for Nothing). Henni finnst of mikill
sadismi og ofbeldi í þessum vídeómyndum. Myndir Joni eru im-
pressjónísk verk og allt annars eðlis, kannski myndræn hliðstæða
tónlistarinnar sem hún semur, sem er blanda af djassi, rokki og
bræðingi.
30 Vikan 40. tbl.