Vikan


Vikan - 03.10.1985, Side 33

Vikan - 03.10.1985, Side 33
Klifrað upp úr Bjarnarfirði. Frá Ingólfs- firði á Ströndum til Aðalvíkur á Horn- ströndum Gengið á fjall og annað Það finnst engum gott að hlaupa á sig en fjöldi fólks gengur á fjöll og kann því vel. Hér á landi eru margir valkostir fyrir þetta fólk og eru Hornstrandir einn þeirra. Þær hafa notið mikilla vinsælda meðal göngufólks enda einn af fáum afskekktum stöðum á landinu utan hálendisins. Drangar séðir úr Drangavik. I júnímánuði í sumar gekk undirritaður ásamt félaga sínum, Arnþóri Gunnarssyni, um þessar slóðir. Vorum við nokkru fyrr á ferð en þorri ferðafólks og utan þess tíma sem djúpbáturinn Fagranes siglir þarna. Miðuðust áætlanir okkar að nokkru við þetta. Algengast er að fólk taki djúpbátinn frá Isafirði, sigli með honum til einhvers staðar á Horn- ströndum og taki hann til baka annars staðar. Við höfðum hins vegar þann hátt á að fljúga með áætlunarflugi Arnarflugs að Gögri á Ströndum, ganga þaðan noröur að Horni og síðan vestur í Aðalvík á Hornströndum. í þessari grein er hugmyndin að lýsa ferð okkar félaga og er sá háttur hafður á aö greina nákvæmar frá fyrsta áfanga hennar en þeim síðari. Er það gönguleiðin úr Ingólfsfirði á Ströndum í Reykjafjörð sem fær sérstaka umfjöllun. Varðandi framhaldið er vísað til ágætrar bókar Snorra Grímssonar, Gönguleiðir á Hornströndum og Jökulfjörðum, sem bókaútgáfan Örn og Örlygur hefur gefið út. Þar að auki er þeim sem hyggja á ferð þarna bent á göngukort Land- mælinga af Hornströndum og ná- grenni. Má muna sinn fífil. .. Frá flugvellinum á Gjögri fengum við bílfar í Norðurf jörð en þaðan liggur vegur til Ingólfs- fjarðar. Hann liggur að gamalli síldarverstöð sem stendur við bæinn Eyri. Verstöðin má muna sinn fífil fegri. Hún minnir mjög á sviðsmyndina í kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar, Blóð- rautt sólarlag, sem tekin var í Djúpuvík, litlu sunnar á Ströndum. I Ingólfsfirði voru á sínum tíma reistar tvær síldar- verksmiðjur, jafnmargar bryggj- ur, verðbúðir, skemmur og íbúðarhús. Byggingarnar eru nú í dapurlegri niðurníðslu. Það sama er að segja um vörubifreiðar og sjálfrennireiðar sem hvíla fjarri áhugasömum fornbílaaðdáend- um. Þrátt fyrir allt er óhætt að fullyrða að það sé gaman að skoða sig um á Eyri. Þaðan liggur akvegurinn inn Ingólfsfjörðinn. Ur botni hans er Myndir: Jón Karl Helgason Texti: Jón Karl Helgason Við bjargbrún á Horni. 32 Vikan 40. tbl. 40. tbl. Vikan 33

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.