Vikan


Vikan - 03.10.1985, Page 38

Vikan - 03.10.1985, Page 38
Einkaspá fyrir hvern dag vikunnar: Hvað segja afmælisbarnið? Albert er maður vikunnar Annars heitir hann fullu nafni Albert Sigurður Guð- mundsson og fæddist í Reykjavík 5. október 1923. Al- bert varö fyrst frægur fyrir að leggja fyrir sig atvinnu- mennsku í knattspyrnu úti í hinum grænu löndum. Seinna sneri hann sér alfarið að kaupmennsku og stjórnmál- um, hefur setið í borgarstjórn í Reykjavík og er núna fjár- málaráðherra í stjórn Stein- gríms Hermannssonar. Til hamingju með afmælið, Al- bert. Og það eru fleiri fæddir i þessari viku: Séra Ingólfur Ástmarsson fæddist 3. október 1911. Snorri Björnsson, prestur á Húsafelli, var fæddur 3. októb- er 1710. Hann lést árið 1803. Stefán Guðmundur Guð- mundsson skáld, öðru nafni Stephan G., var fæddur 3. október 1853. Hann dó árið 1927. Alexander Stefánsson félags- málaráðherra fæddist 6. októb- er1922. Albina Hulda Thordarson arki- tekt fæddist 8. október 1939. John Lennon hefði orðið 45 ára þann 9. október. Hann var myrtur árið 1980. 3. OKTÓBER Skapferli Afmælisbörn dagsins eru sérlega ljúf og vel siðuð. Þau leggja meira upp úr því að koma vel fyrir í vinahópi en að halda uppi fjörugum samræðum sem gætu valdiö deilum. Þau vilja mikið á sig leggja til aö haida frið við allt og alla, þetta er grundvallaratriði í skap- gerð þeirra og þau eru afskaplega frið- elskandi og dreymir um fagurt mann- líf allra jarðarbarna. Lífsstarf í samræmi viö skapgerö sína velja afmælisbörn dagsins oft rólega og átakalausa vinnu en dæmið gengur ekki alltaf upp því meö því metnaöar- leysi sem getur fylgt þessu geta einnig komið ytri áhyggjur í starfi, lítill frami og lág laun. Þeim er gjarnt aö skipta frekar um starf en að lenda í átökum í því sem þau eru í. Við góðar aðstæður, til dæmis ef saman fara góð menntun og skilningsrík fjölskylda, lítur dæmið bjartara út, einnig ef afmælisbörn dagsins fara út í listir, þá njóta þau velgengni og munaðar svo framarlega sem hæfileikarnír eru til staðar. Ástalíf Einnig í ástum kemur fram tilhneig- ing afmælisbarna dagsins til að sneiða hjá vandræöum. Þau láta gjarnan að vilja annarra, eiga í raun létt með að sjá fleiri en eina hlið á málum og nýtist það betur í tilfinningamálum en til dæmis starfi, þannig að ástir þeirra eru oft á tíöum farsælar. Heilsufar Heilsan er viökvæm en lífsmátinn yfirleitt mjög rólegur og yfirvegaður þannig að afmælisbörn dagsins fara oft réttilega mjög vel með sig. Verndun andlegrar og líkamlegrar heilsu er oft áhugamál afmælisbama dagsins. 38 Vikan 40. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.