Vikan


Vikan - 03.10.1985, Page 39

Vikan - 03.10.1985, Page 39
4. OKTÓBER Skapferli Sanngirni, réttsýni en talsverð viö- kvæmni einkenna helst afmælisbörn dagsins. Þau eru ákveðnari en ýmsum vogum er tamt og verða því fyrir meira hnjaski en þau æskja. Þau eru afskaplega elsk að öllu því sem gott er talið og fagurt, hvort sem eru dauðir hlutir eöa lifandi fólk. Hugsjónafólk á oft afmæli þennan dag. Lífsstarf í starfi leita afmælisbörn dagsins að festu og reglu. Þeim lætur vel að vinna heföbundin störf sem útheimta ekki mikið frumkvæöi og allir „príma- donnu”-taktar eru þeim mjög fjarri skapi. Þau rækja starf sitt að jafnaði með ágætum. Oft leita þau í störf tengd listum. Ástalíf Segja má að ástin sé eitt af áhuga- málum afmælisbarna dagsins. Þau leita talsvert fyrir sér áður en þau festa ráð sitt og eru afskaplega ástrík og hneigö til þess aö gefa og þiggja ást og helst aðdáun líka. Þau ættu ekki að festa ráö sitt fyrr en þau hafa hlaupiö af sér hornin en ástaáhuginn helst þó í hjónaband og hversdagslíf sé komiö svo yfirleitt búa þau við farsælt hjóna- band. Heiisufar Það kemur fyrir aö afmælisbörn dagsins eru svolítið taugatrekkt og ef þau eru eitthvað viðkvæm til heilsunn- ar eru það oft veikleikar sem rekja má til streitu, hjartakvillar eða magasár. Þau ættu að fylgjast vel með heilsufari sínu. 5. OKTÓBER Skapferli Afmælisbörn dagsins eru dugleg og hlýleg. Þau vilja hafa allt í röð og reglu í kringum sig, þar á meðal mannleg samskipti. Þeim er mjög í mun að öll- um líöi vel og telja að leiöin til að svo geti verið sé að leggja mikið af mörk- um sjálf. Þau eru vinnusöm og stjórn- söm en hafa mikla lempni til að bera. Lífsstarf Algengt er aö afmælisbörn dagsins velji sér störf þar sem stjórnunarhæfi- leikar þeirra og sköpunargáfa fá út- rás. Þau eru vel liðin og ætti því aö vera nokkuð greið leið þangað sem þau ætla sér, ekki síst vegna þess aö þau eru afskaplega næm fyrir því að særa ekki tilfinningar annarra. Oft hafa þau tilhneigingu til að skipta um starf eftir nokkur ár i því sama. Ástalíf Nokkurrar daðurgirni gætir í fram- komu afmælisbarna dagsins en þau vilja engan særa og ganga því aldrei of langt í þeim efnum. Þau eru oft vinsæl og njóta þess prýðilega, enda hneigö til ásta. Þegar hjónaband ber að tekst þeim yfirleitt að halda ástleitninni inn- an marka þess. Heilsufar Um heilsufar afmælisbarna dagsins er lítið að segja, engra sérstakra til- hneiginga gætir þar og því gilda hinar almennu reglur um heilbrigt líferni fyrir þau eins og aðra. 6. OKTÓBER Skapferli Afmælisbörn dagsins eru yfirleitt talin bliðlynd en dálítiö veikgeðja. Þau eru sannleikselskandi og hafa mjög þroskaða réttlætiskennd en ekki hörku til að fylgja skoðunum sínum eftir. Þeim lætur betur að harma í hljóði ef á þeim er brotið eða ef þeim ofþýður ranglætið í heiminum. Þau eru mikið fyrir lifsnautnir og allt sem fagurt er oggott. Lífsstarf Afmælisbörn dagsins eru gefin fyrir að hafa félagsskap í starfi sínu, þeim lætur prýðilega að starfa við emhvers konar verslun, einnig að vinna að ein- hverjum menningarmálum, en þurfa á talsverðri stýringu að halda í starfi. Þau koma sér yfirleitt vel en einstaka sinnum eru þau einum of sérhlifin. Ástalíf Afmælisbörn dagsins eru yfirleitt mjög vinamörg og félagslynd, þau eru vinsæl í vinahópi, aölaðandi í augum hins kynsins og fá snemma áhuga á ástum. Þau sleppa aö vísu ekki áfalla- laust í gegnum ástamálin en njóta yfir- leitt styrks frá vinum sínum ef eitt- hvað bjátar á í þeim efnum. Þaö er hætt við að þessi tilhneiging loði við, jafnvel eftir að í hjónaband er komið, en engan veginn víst að til vandræöa verði. Heilsufar Ekki er hægt aö tala um stórar sveiflur í heilsufari afmælisbarna dagsins og þeir einu kvillar sem gætu hrjáö þau tengjast skapferli þeirra. Þau veröa að gæta þess að lifa hóf- samara lífi en þau gætu freistast til í veiklyndiskasti því líkami þeirra þolir ekki álag óhófs. 7. OKTÓBER Skapferli Fegurðarþrá og hreinskilni eru lykil- orð persónuleika afmælisbarna dags- ins. Þau eru ákveðin og glöggskyggn, jafnframt viökvæm og afskaplega næm fyrir bæði jákvæðum og nei- kvæðum þáttum tilverunnar. Þeim veitist iétt að setja sig í spor annarra og njóta góðs af því þar sem það forðar þeim frá þröngsýni. Þau eru mjög fé- lagslynd og skemmtileg í vinahópi. Lífsstarf Menning, viðskipti, bækur, fjölmiðl- un, allt þetta fellur mjög vel að háttum afmælisbarna dagsins og er líklegur starfsvettvangur þeirra. Þau kunna betur við sig í hópi en að vera ein að vinna og best á fjölmennum vinnu- stöðum þar sem andrúmsloftið er ekki of rígbundið. Ástalíf Glæsilíf og sýndarveröld heilla afmælisbörn dagsins mjög. Stundum eiga þau svolítið erfitt með að gera upp við sig hvort hrifni þeirra í ástamálum beinist að umhverfi, aðstæðum og áhuga á aðdáun annarra á eigin per- sónu eða hvort um djúpstæðar tilfinn- ingar, ást, er að ræða. Þetta getur flækt ástamálin allnokkuð en þau læra af reynslunni. Heilsufar .Hollt er fyrir afmælisbörn dagsins að gæta vel aö heilsu sinni. Þau eru ekk- ert sérlega sterkbyggð en enginn lík- amshluti er öörum viðkvæmari þannig að þau verða að reyna að temja sér hófsemi í daglegu lífi, nokkuð sem þeim er ekkert sérlega ljúft. 8. OKTÓBER Skapferli Skapgerð afmælisbarna dagsins sveiflast milli tilfinninga og skynsemi, þau eru hörundsár en geta verið býsna ágeng og ákveöin við aðra og skeyta þá minna um tilfinningamál. Þau eru fremur dul og taka margt nærri sér, einmitt vegna þess að þau fá ekki útrás með því að blaðra um þaö sem leitar á huga þeirra, eins og títt er með opin- skátt fólk. Lifsstarf Samviskusemi, smámunasemi og nákvæmni einkenna starf flestra afmælisbarna dagsins. Þau hneigjast mjög til starfa á sviði lista og menning- ar en eru mjög ólíkleg til að hella sér út í áhættusaman heim samkeppninnar sem ríkir til dæmis meðal listamanna. Þau láta sæmilega að stjórn en geta orðiö stirð í umgengni finnist þeim á sér troðið. Ástalíf Viðkvæmnin er ríkjandi í ástum fremur en ákveðnin. Þetta getur leitt til vandkvæða og afmælisbörnum dagsins tekst ekki alltaf að gera vilja sinn ljósan og hætt er viö vonbrigðum vegna misskilnings kveði rammt að þessu. Heilsufar Afmælisbörn dagins þurfa lítiö aö hafa áhyggjur af heilsunni. Þau verða að temja sér rólega háttu ef þau eru undir tilfinningaálagi, mega hvorki reykja of mikið, borða of mikið né drekka of mikið á meðan á erilsömustu tímabilum lífsins stendur. 9. OKTÓBER Skapferli Afmælisbörn dagsins eru oft veik- geðja, leggja talsvert á sig til aö kom- ast hjá óþægindum og verka vel á aðra. Þau eiga það til aö grípa til óheil- inda ef það hentar þeim til aö komast hjá því aö særa aðra. Þetta gengur að vísu ekki alltaf upp því ef upp kemst veröa sárindi samt. Þetta er lýsandi þáttur í skapgerð þeirra, sprottinn af góðsemi og velvild í aðra röndina, en jafnframt nokkurri sérhlífni og skorti á festu. Samt sem áður hafa þau mjög ákveðnar skoðanir á flestu öðru en til- finningamálum. Lífsstarf í starfi nýtast yfirleitt helst kostir af- mælisbarna dagsins, heillandi fram- koma og sú tilhneiging aö sneiða alltaf hjá vandræðum, hvaö sem það kostar. Þau eru dugleg vegna þess aö það er léttast, hlédræg og vandvirk, en eiga ekki mikið frumkvæöi í starfi. Ástalíf Skapgerðarþættir þeir sem eru ríkjandi móta ástalíf afmælisbarna dagsins óneitanlega. Þau komast varla hjá skakkaföllum á meðan þau sýna ekki fullt hreinlyndi, en þau leita blíðu og ástar og fyrr eða síðar finna þau yfirleitt réttan maka. Heilsufar Heilsufar afmælisbarna dagsins er yfirleitt eins og best verður á kosið en þó má reikna með því að þau geri sér meiri rellu út af þ ví en efni standa til. 40. tbl. Vikan 39

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.