Vikan


Vikan - 03.10.1985, Side 49

Vikan - 03.10.1985, Side 49
og greiða inn á bankareikning. Og þau unnu ekki stundinni lengur að verki ef samningur rann út. Tom átti að sjá um að rekstur fyrirtækisins borgaði sig, reka skrifstofuna og sjá um fasta viðskiptavini. Júdý átti að sjá um að afla nýrra viðskipta, sjá um stærri kynningarherferðir fyrir einstaka viðskiptavini og hafa yflrstjórn útibúanna með höndum. Júdý sá líka um allt sem laut að hugvitsamlegri skipulagningu, eins og að gera áætlanir um kynningarher- ferðir og vinna með rithöfund- um og hönnuðum en það líkaði henni best. Þegar kynningarherferð hafði verið skipulögð og hönnunin komin vel á veg sendi Júdý áætlunina til útibússtjóranna sem ýttu herferðinni úr vör á hverjum stað. Ótal símtöl fóru á milli höfuðstöðvanna og útibúanna áður en kynningarherferð lauk. En viðskiptavinurinn þurfti aðeins að hringja eitt símtal — það var til kynningarfyrirtækis- ins VEFUR. Þetta var fáránlega einfalt. Og þess vegna virkaði það svona frábærlega vel. — 37 — Kata gerði sér enn upp full- nægingu. Ekki alltaf vegna þess að hún gat fengið fullnægingu fyrirhafnarlítið ef hún lá nógu lengi ofan á og nuddaði sér í ákveðna stöðu. En það gerðist ekki alltaf og þegar það gerðist ekki gat Kata ekki sofið. Hún læddist þá inn í baðherbergið og fróaði sér. En þegar þau Toby voru búin að vera gift í sex ár gerðist nokk- uð skelfilegt — og það gerðist aftur og aftur um nokkurt skeið. Á heitu ágústkvöldi lá Kata í rúminu og las um ömurlegan dauðdaga Marilyn Monroe. ,,Ó, hún sem var svo elskuleg og skemmtileg.” Tvö samúðartár glitruðu á augnahvörmunum og Toby veitti þeim eftirtekt. ,,Hún var líka falleg . . . En hvað þú ert með löng augnhár, Kata.” ,Já, en þau eru litlaus. Ef ég notaði ekki maskara gætir þú ekki einu sinni séð þau. ” ,,Væru augnhárin á mér lengri ef ég setti maskara á þau?” ,,Ég býst við því . . . heyrðu elskan, það stendur hérna að fæturnir á aumingja Marilyn hafi verið óhreinir og rauða nagla- lakkið á tánöglunum allt flagn- að. Ó, hvað þetta er sorglegt! ’ ’ Toby fór inn á baðið og kom út aftur um tíu mínútum síðar. Kata leit aðeins upp en rykkti höfðinu síðan upp aftur skelfingu lostin. ,,Toby!” Toby var bú- inn að mála sig mikið og illa og leit út eins og gömul hefðarffú sem farin er að daprast. Kata sagði: „Æ, góði, taktu þetta af þér, Toby!” En Toby brosti einkennilega, leit fast á hana og sagði með óþægilegri, hárri og viðkvæmri röddu (dálítið lík móður Heiðnu): ,,Nei, mig langar til að gera það svona.” Þvt varð það úr. Hún nefndi þetta ekkert næsta dag en um kvöldið fékk Toby sér fullmikið koníak eftir spínatpæið og sagði háðslega: „Spínatpæ er ekki beint þín sterkasta hlið, elskan,” ogfórupp. Þegar Kata fór upp í háttinn fann hún fyrir óljósum geig. Hún fann hann liggjandi á fína, grænbláa rúmteppinu, glápandi upp í loftið. Hann var málaður í framan og kominn í hvíta blúndunáttkjólinn hennar. ,,Góði hættu þessu, Toby. Ég er búin að fá nóg af þessu. Gerðu það, hættu þessu. Gerðu það, láttu ekki svona.” En Toby settist upp, setti stút á munninn og sagði með ein- kennilegri röddu eins og lítil stelpa: ,,Af hverju má Toby ekki eiga fallega hluti eins og þú?” Hann dró hana niður á rúmið við hliðinaásérogmuldraði: ,,Toby finnst svo gaman að vera fallegur, Toby hefur svo gaman af að klæða sig svona en þú verður að lofa því að segja engum frá, leyndarmál milli tveggja vin- kvenna. Mjög dýrmætt leyndar- mál.” Hann var ekki lengi að. Allt var afstaðið eftir tíu mínútur en Kata var heilan sólarhring að jafna sig. Og þegar þetta gerðist aftur var Kata aftur sólarhring að ná sér. Toby var óþreytandi og kvöld eftir kvöld „klæddi hann sig upp á” eins og hann kallaði það. Eftir hálfan mánuð var Kata orðin grá og guggin af sveftileysi og áhyggjum, en Toby blómstr- aði. Næsta miðvikudag kom hann heim með stóran, svartan blúndunáttkjól og tilheyrandi náttslopp. „Ég sagði afgreiðsludömunni að þetta væri handa mömmu,” sagði hann um leið og hann smeygði þessu upp yfir mjaðm- irnar. Næsta föstudag klæddi hann sig í svart sokkabandabelti, netsokka og svartan, stoppaðan brjóstahaldara. Á laugardegin- um klæddi hann sig í rautt satín- lífstykki og háhælaða, bleika skó. („Háhælaðir skór voru ekki til í minni stærð hjá Harrods svo ég fékk þessa opnu skó, en þeir eru samt of litlir.”) Kötu fannst ástandið jafnsjúk- legt og óraunverulegt og þegar faðir hennar var jarðaður. Mál- aðar kinnarnar með ferskju- bleikum lit virtust tákna dauð- ann. Og einu sinni enn varð hún ringluð og utangátta. Kata skildi ekki þessa snöggu breytingu á Toby. Hann hafði aldrei gefið nokkuð þess háttar í skyn. Hann hafði alltaf verið svo jarðbund- inn. Hann hafði ekki svo mikið sem farið í pífuskyrtu í partí, aldrei gefið það á nokkurn hátt í skyn að hann vildi láta sveipa punginn á sér í blúndu, hvorki sagt né gefið í skyn á nokkurn annan hátt að hann væri annað en venjulegurí kynferðismálum. Kötu hafði aldrei eitt andartak grunað að það sem Toby vildi í rúminu væri þessi hryllilegi leik- araskapur. Eina vikuna átti hún eiginmann og þá næstu þetta ógeð. Hún gat ekki skilið hvað hon- um gekk til, gat ekki skilið þetta einkennilega dáleiðsluástand þegar hann var í kvenmannsföt- um. Það sem gerði málið enn flóknara var að Toby klæddist tvenns konar kvenfatnaði. Hann virtist vilja láta sem hann væri tvær ólíkar kvengerðir. Aum- ingja Kata vissi aldrei hvort hún færi í rúmið með lostafullri, satínklæddri heimskonu frá ár- unum milli ’30 og ’40 eða prúðri, óspjallaðri skólastúlku í hvítum nærbrókum. Þegar Toby var í nælonsokkum og háhæluð- um skóm stóðu vöðvastæltir kálf- arnir út til hliðanna. Hann virtist einkennilega hjólbeinóttur, ekki eins og kona en þó var þetta eins og kvenmannsfætur. Þetta kvöld upplifði Kata eins og martröð að það væri tengdamóðir hennar, ekkja Hartley-Harringtons majórs, sem lægi ofan á henni. Toby neitaði að ræða málið og á daginn virtist hann vera allt annar maður — það er að segja eins og hann átti að sér. En á kvöldin gat hann ekki beðið eftir því að komast upp. Stundum dró hann Kötu á úlnliðunum á eftir sér. Augun í honum glömp- uðu einkennilega í máluðu and- litinu sem var eins og gríma. Kötu fannst hann líta út eins og þorparinn í eldhúsróman. „Þú hefur lesið of margar bækur eftir Barböru Cartland,” sagði hún við sjálfa sig. En öðruvísi gat hún ekki lýst þessum vægðarlausa, æsta, glaseygða svip á andlitinu á Toby. Kata skildi ekki hvað var á seyði og vissi ekki hvað hún átti að taka tii bragðs. Hvað hafði hún gert rangt? Af hverju hafði þessi hræðilega breyting gerst svona snögglega? Var Toby hommi? Ef svo var, af hverju gerði hann það þá með henni? Af hverju skyldi hún vera svona hrædd við hann ef hann væri að verða hommi? Margir vina þeirra voru öfugir og hún var ekki hrædd við þá eins og hún var við Toby núna. Það sem var svo ógnvekjandi var ekki málningin eða kvenmannsfötin, stoppuðu brjóstahaldararnir, þetta hryllilega rauða satínlíf- stykki eða hvernig hann reyndi að binda upp punginn á sér á milli fótanna (það var von að hann gengi einkennilega á háu hælunum). Nei, það sem var hrollvekjandi var hvernig Toby líkti á teprulegan og afkáralegan hátt eftir konum eins og hann héldi í einlægni að þær væru þannig innst inni. Þetta var af- skræming og móðgun við kyn hennar og það var það sem Kötu, sem aldrei hafði heyrt orðið klæðskiptingur nefnt, fannst svo hræðilegt. Hún þröngvaði fram rifrildi og Toby hótaði að fara. Kata lét undan. Hún stofnaði til annars rifrild- is og Toby minnti hana varfærn- islega á að hún væri þrítug, ófrjó kvensnift svo hún skyldi bara 40. tbl. Vikan 49

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.