Vikan


Vikan - 03.10.1985, Blaðsíða 50

Vikan - 03.10.1985, Blaðsíða 50
halda sér saman. ,,Ö, mé þykir þetta so leiðilett, ekki gæla, vi gulum kyssast, hmmmm. Bara pínsu ponsu koss,” sagði hann. Og hann beygði sig niður og lyfti hökunni á henni upp að stríðs- máluðum vörunum. Hver ein- asta svitahola í andlitinu á hon- um virtist magnast eins og hár- svörðurinn á frú Trelawney þegar svart, vírkennt hárið hafði sprott- ið upp úr hvítum hársverðinum þetta hræðilega kvöld í baðher- berginu þegar Kata var ennþá í skóla. Nú sá hún í sömu hræði- legu smáatriðunum rauða fituna sem klístraðist yfir sprungnar varimar á Toby og yfir skegg- broddana á efri vörinni. Hann var ekki orðinn sérlega laginn við að mála á sér varirnar. Áhyggjur hennar og skömm fóru dagvaxandi en hún vonaði samt á hverju kvöldi að þetta kvöld myndu álög Tobys hverfa jafnskyndilega og þau höfðu komið. Kata óskaði þess að hún gæti trúað einhverjum fyrir mál- inu, að einhver gæti gefið henni einhverja skýringu á hegðun Tobys. Hana langaði að fá hug- hreystingu, heyra að allir gerðu þetta, að heyra að þetta væri að- eins eðlilegur þáttur í þroska karlmanns. En hún vissi að þessu var ekki þannig varið og henni fannst hún engum geta treyst fyrir þessu vandræðalega leynd- armáli. Þegar hún stakk upp á því að þau færu til heimilislæknisins náfölnaði Toby og starði á hana. Hann klemmdi saman rauðar varirnar, stökk síðan á hana og sneri handlegginn á henni fyrir aftan bak þangað til hún var orð- in hrædd um að hann myndi slíta hann af. Síðan ýtti hann henni með offorsi niður tröpp- urnar sem lágu frá svefnherberg- inu að baðherberginu. Hann skellti henni á gólfíð og settist klofvega ofan á hana, klæddur svörtum netsokkum, með hend- ur á mjöðmum og gljáandi augu. Hann lét Kötu lofa því að segja hvorki lækninum þeirra né nokkrum öðrum frá. Hver myndi trúa henni hvort sem væri? hugsaði hún vonleysislega þegar hún horfði á lostann að verki. ,,Ef þú gerir það,” sagði Toby kuldalega með sinni eðlilegu karlmannsrödd, ,,þá neita ég því bara. Það er ekkert sem sannar að ég hafi gengið í þessum fötum. Þau eru í þínum skáp.” Hann hysjaði upp svörtu blúnduna á lífstykkinu sínu með ánægjusvip. Hann þarf að fara til geðlæknis, hugsaði Kata, en hún vissi að hún þyrði aldrei að stinga upp á því við hann. En hún vissi líka að hún gæti ekki þolað þetta. Hún varð að komast burt frá London, burt frá Toby. Hegðun Tobys lagðist æ þyngra á hana, olli henni við- bjóði og gerði hana ringlaða. Hún hafði ekki nefnt þetta við Heiðnu í litla húsinu því Heiðna hafði augljóslega of mikið á eigin könnu. En þegar Heiðna kom úr brúðkaupsferðinni með fagrar lýsingar á New York (þrátt fyrir hið hörmulega hjartaáfall Christophers) og boð frá Júdý þá ákvað Kata að fara þangað og vera þar í mánuð. Hana langaði til þess að komast f burtu og gleyma sorgum sínum í nokkrar vikur. í stríðinu, þegar Kata var sjö ára, hafði hún fundið appelsínu í jólasokknum sínum þegar eng- inn i Bretlandi hafði séð appel- sínur árum saman. Faðir hennar hafði keypt hana fyrir háa upp- hæð af sjómanni á krá. Kata hafði varla munað hvað appel- sínur voru. Eins og bananar og ís fyrirfundust þær ekki lengur. En jólasveinninn var greinilega enn- þá til. Hún hafði verið farin að efast en appelsínan sannaði það. Hún lyktaði vandlega af ávextin- um, þrýsti nöglunum í börkinn, tók utan af henni í einni lengju. Síðan var hún heilan dag að borða hana, saug hvert lauf vand- lega og smjattaði á gómsætum safanum sem spýttist upp í hana. Á eftir nartaði hún í börkinn og hann entist henni í heila viku. Fyrir Kötu var New York ekki stóra eplið heldur appelsínan yndislega. Hún þekkti London, París og Kaíró og hafði átt von á að New York væri bara enn ein stórborgin. En New York var ekki lík neinu sem hún hafði ímyndað sér. Hún sendi borg- inni flngurkoss út um gluggann eins og barn. Júdý hafði mikið fyrir henni, hélt partí henni til heiðurs, dekr- aði við hana, sagði öllum hve stórkostleg Kata væri og skyndi- lega lifnaði hún við. Glys og glaumur borgarinnar róaði hana og æsti í senn. Það var eins og sprautan sem hún hafði fengið á sjúkrahúsinu, henni fannst hún geta gert allt — vildi geta gert eitthvað. Kvöldið áður en Kata fór til London ákvað hún að segja Júdý frá hegðun Tobys. Hún sagði Júdý upp alla söguna og að lok- um æpti hún: ,,Eg þoli þetta ekki lengur, hvað get ég gert?” Eftir augnabliksþögn fór Kata að gráta. „Læturðu ennþá svona? Ferðu ennþá alltaf að gráta?” spurði Júdý annars hugar um leið og hún hugsaði ákaft. ,,Það er ákveðin sj. . sj. . sjálfstjáning. Mér fi. . fí. . fínnst gott að gráta. Þannig veit fólk hvernig mér líður og mér líður betur.” ,Jæja, stelpa, ljúktu við að skæla og farðu svo að hugsa. Ég held að þú ættir strax að fara til sálfræðings þegar þú kemur aftur til London.” ,,Þú heldur að það sé eitthvað að mér?” ,,Nei, slappaðu af! Ég held bara að þú ættir að ræða málið við einhvern sem veit hvað hann er að tala um — vegna þess að þú veist það ekki, ekki ég og Toby virðist ekki vita það. ’ ’ Því var það að þegar Kata kom aftur til London þá fór hún til geðlæknis í Harleystræti. Hann sat á flauelsklæddum eyrna- klappstól með hendur undir höku og hún á öðrum og gaf honum skýrslu tvisvar í viku. Læknirinn hafði fyrst gengið úr skugga um að Kata hefði sagt Toby það umbúðalaust að hún þyldi ekki að hann „klæddi sig upp á”. Síðan hafði hann stung- ið upp á að hún gerði það aftur. Aftur lá Kata á baðherbergisgólf- inu. Læknirinn skrifaði Toby og bað hann að tala við sig um mál ,,sem kona hans hefði mjög alvarlegar áhyggjur af ’. Toby varð öskureiður um leið og hann opnaði bréfíð. ,,Þú hef- ur kjaftað frá leyndarmálinu okkar. Ég veit að þú hefur gert það. Ég hélt að við hefðum verið sammála um að þetta ætti að vera leyndarmáL ” ,,Það er ekki leyndarmál mitt — það er leyndarmál þitt,” öskr- aði Kata. Að lokum féllst Toby á að fara til geðlæknisins sem seinna sagði Kötu frá því. ,,Ég get vitanlega ekki,” sagði hann, ,,sagt þér hvað manninum þínum og mér fór á milli en hann er þver. Horfurnar eru ekki góðar, satt að segja þvert á móti.” ,,Hvað þýðir það?” ,,Ég held að hann muni halda þessu áfram og taka æ meiri áhættu. Bráðum fer hann að ganga í kvenmannsfötum utan heimilisins. Hann á eftir að fara með brjóstahaldarann í vinn- una í skjalatöskunni og vera í kvenmannsnærfötum innan undir buxunum.” ,,Hvað gera aðrar eigin- konur?” „Fæstar sætta sig við þetta svo eiginmennirnir fara til vændiskvenna með kvenmanns- fötin með sér. Þetta er eitt af því sem hórurnar þurfa að gera.” Aftur varð þögn, síðan sagði hann mjög varfærnislega: ,,Ég held að þú verðir að taka ákvörðun: taka þessu eða fara frá honum. ’ ’ Heili mánuður leið með stöðugum rifrildum á kvöldin og uppgjöf, ýmist fyrir vöðvastæltu, glaseygðu meynni eða herða- breiðu, einkennilega stoppuðu heimskonunni, áður en Kata komst að þeirri niðurstöðu að hún gæti ekki þolað þetta það sem eftir væri ævinnar. Jafnvel þótt hann gerði það ekki vissi hún að þetta væri það sem hann vildi helst af öllu. Eftir miklar deilur um húsið, sem var skráð á Kötu nafn, fór Toby og tók með sér silfrið, skúlptúrana, vírastólana og dýr- mætu, gömlu látúnsvísindarann- sóknatækin. Þegar Kata fór til lögfræðings og sagði honum alla leiðindasöguna var henni sagt, henni til mikillar furðu, að það væri ólíklegt að hún gæti fengið skilnað á þessum forsendum. ,,Þú segir að hann hafí ekki sýnt sig í þessum fötum fyrir framan neinn nema þig? ” ,,Ekki svo ég viti. Nei, hann myndi ekki gera það. ” Framhaid í næsta blaói. SO Vikan 40. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.