Vikan - 03.10.1985, Qupperneq 56
Pósturinn
A 1 R M A I L
PAR AVION
Meyjarhaft,
sjálfsfróun
og fleira
Sœll, elsku Póstur.
Eg vona innilega ad Helga
sé söddþví ég er mjög forvit-
in og spgr þig nokkurra
spurninga sem ég vona ad þú
svarir.
1. Ef ég er 14 ára og búin að
vera á túr í eitt ár og þetta
ordið reglulegt, get ég þá
fengið pilluna?
2. Getur maður afmeyjað sig
með mjög stórum túrtappa
og er þá betra að lifa með
strák í fyrsta skipti (ekki
eins sársaukafullt) ?
3. Hvernig er best að full-
nœgja sér?
4. Er óeðlilegt að maður
nuddi sér upp við eitthvað
mjúkt og fullnœgi sér?
5. Er óeðlilegt að skinnið hjá
blóðgatinu (Hvað heitir það
gat?) sígi mikið niður og lafi
öðrum megin ? (Finnstþér að
ég eigi að tala við kvensjúk-
dómalœkni?)
6. Er mjög óeðlilegt að hafa
hálffullnœgt sér síðan
maður var 5 ára? Eg vona að
þú svarir mér, elsku Póstur.
Ein ráðvillt.
Það er læknis að ákveða hvort
þú ert orðin nægilega þroskuð til
að fá pilluna. Pósturinn telur að
þú eigir að snúa þeir beint til
heimilislæknisins og athuga hvað
hann segir um málið. 14 ára er
áreiðanlega með því yngsta sem
hugsanlega gæti fengið pilluna en
svonalagað þarf alltaf að vega og
meta eftir aðstæðum og þroska
viðkomandi stúlku.
Pósturinn telur mjög ólíklegt að
stúlka geti afmeyjað sig með of
stórum túrtappa en það er þó ekki
alveg óhugsandi ef beitt er ein-
hverju afli við athæfið. Samfarir
eru venjulega dálítið sársauka-
fullar fyrir stúlkuna í fyrsta sinn
og jafnvel fyrstu skiptin. Ef
meyjarhaftið er þegar rifið finnur
hún ekki til þessa sársauka en það
er þó ekki hægt að útiloka það því
eins og áður sagði þá finna sumar
stúlkur til sársauka í nokkur
fyrstu skiptin. En ef meyjarhaftið
rifnar undir einhverjum öðrum
kringumstæðum hefur þaö líka
sársauka í för með sér. En
sársaukinn, þegar meyjarhaftið
rifnar, er þó ekki svo mikill að það
sé ástæða til að óttast hann.
Aðalatriðið er að fyrstu
samfarirnar fari fram við góðar
aðstæður, að strákurinn sýni
stúlkunni skilning og blíðu.
Það er ekkert óeðlilegt við það
að fróa sér á þann hátt sem þú
lýsir eða hvaða annan hátt sem
þér líkar. Börn kynnast líkama
sínum snemma og að sjálfsögðu
komast þau líka að því hvað þeim
þykir gott og hvað ekki. Börn geta
fundið til vellíðunar við að fitla við
kynfæri sín eða nudda sér upp við
eitthvað löngu áður en þau verða
kynþroska og það er ekkert óeðli-
legt við það.
Pósturinn áttar sig ekki alveg á
því hvað þú átt við meö blóðgat?
Það er nú þannig með okkar
ágæta móðurmál, íslenskuna, að
hún á varla nokkur nothæf hvers-
dagsleg orð um kynfæri kvenna. 1
Nýja kvennafræðaranum, sem
verður að teljast langbesta bókin
um líkama og kynferðislíf kvenna,
er talað um ytri og innri barma,
sníp og leggangaop (sennilega er
það það sem þú átt við). Skinnið,
sem þú talar um, er þá að öllum
líkindum innri barmarnir. Hjá
sumum konum eru þeir litlir og
sléttir en hjá öðrum stórir og felld-
ir. Að öllum líkindum ert þú ofur
eðlilega vaxin þarna en ef þú
hefur einhverjar áhyggjur getur
þú nefnt þetta við lækninn þegar
og ef þú ferð til hans að biðja um
pilluna. Þá verður þú skoðuð og
getur beðið lækninn að líta á þetta
í leiðinni.
Sjö spurningar
og fleira til
Hœ, kœri Póstur!
Ég œtla að biðja um svör
við nokkrum spurningum.
1. Hvað er lekandi?
2. Hvað gerir maður í
erlendum pennavinaklúbb-
um? Getur þú birt utaná-
skrift eins ?
3. Ég er að drepast úr ást á
einum strák sem erjafngam-
all mér (bœði 13 ára).
Hvernig heldur þú að ég geti
náð í hann ?
4. Er George í Wham! með
hárkollu ?
5. Er möguleiki að fá vinnu
í stórmarkaði eftir skóla í
vetur?
6. Þessi strákur, sem ég
skrifaði um áðan, er alltaf
að segja að ég sé tvöföld, allt
of stór og svo framvegis.
Heldurðu að hann sé hrifinn
afmér?
Ég er 166—167 cm á hœð
og 61 kg ? Er ég ofþung ?
7. Finnst þér ekki óréttlátt
af mömmu að banna mér að
fara á landsleik bara af því
að hún heldur að ég vilji
hasar? Og hún segir að ef ég
hefði áhuga á fótbolta hefði
ég örugglega farið fyrr á
leiki.
Á.
P.S. Skrifa ég illa?
1. Lekandi er sjúkdómur sem
bakteríur valda og smitast nær
eingöngu við samfarir. Karlmenn
fá sviða við þvaglát og smám
saman myndast útferð sem
verður graftarkennd. Einkennin
hjá konum eru ekki eins áberandi.
Bólgan getur borist víðar um
líkamann ef ekkert er að gert og
þá getur lekandi orðið hættulegur
sjúkdómur. Venjulega uppgötvast
hann þó snemma og þá er mjög
mikilvægt að leita læknis. Til eru
mjög góð lyf við lekanda. Sá sem
einu sinni hefur fengið lekanda
getur þó hæglega fengið hann
aftur því sjúkdómurinn veldur
ekki varanlegu ónæmi.
2. Fólk skrifar þessum klúbbum
og segist óska eftir pennavinum í
þessu eða hinu landinu og þá sér
klúbburinn um að útvega þá. Hér
kemur einn:
International Correspondence
Bureau
Worldwide Penfriends
A.M. Braun
P.O. Box 527
D-8260 Miihldorf
West Germany
3. Þú verður bara að reyna viö
gæjann? Bjóddu honum upp á
skólaböllum, sestu hjá honum í
frímínútum og svo framvegis.
4. Þetta var spurning ársins. Nei,
ætli það.
5. Faröu bara í næsta stórmarkað
og spurðu að því. Það er aldrei að
vita nema þar vanti krakka til aö
raða í poka og ná í kerrur, raða
niður á bílastæöin og fleira.
6. Ertu nokkuð tvöföld? Ætli hann
sé ekki bara að stríða þér? Það
bendir til þess að hann sé svolítið
veikur fyrir þér. Eftir öllum sólar-
merkjum að dæma ertu varla
mikið of þung. En hvað finnst þér
sjálfri?
7. Ef þú hefur gaman af fótbolta
finnst Póstinum ekkert athuga-
vert við að þú farir á landsleiki.
En Pósturinn getur ekki dæmt um
hvort mamma þín er óréttlát því
hennar hlið á málinu kemur ekk-
ert fram í bréfinu.
Þú skrifar ekkert sérlega vel, en
þó ekki illa.
Nýtt
heimilisfang
Duran Duran
klúbbsins
Nokkrir góðir vinir Póstsins
hafa verið svo elskulegir að senda
inn nýtt heimilisfang Duran
Duran aðdáendaklúbbsins í
Englandi.
Duran Duran Fan Club
273 Braod Street
Birmingham B12DS
England.
Ef þið viljið skrifa einhverjum
einum úr hljómsveitinni þá skrifið
þið nafnið hans efst.
56 Vikan 40. tbl.